Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 41
Veiðifélög á Íslandi og reyndar víðar berjast hatrammri bar­áttu gegn uppbyggingu lax­ eldis í sjó. Telja veiðifélögin að verið sé að tefla hinum villta íslenska laxi í mikla hættu og það muni enda með algjöru hruni hans. En skoðum málið aðeins nánar. Langflest veiðifélög landsins stunda ræktun á fiski úr eigin ám til slepp­ inga. En spurningin er þessi, er þetta á einhvern hátt til bóta fyrir lífríki ánna – eða það sem kallað er viðhald líffræðilegs fjölbreytileika? Málið er nefnilega ekki einfalt. Lengi hefur verið á það bent og rann­ sóknir sýnt hvernig eldi á villtum laxi til sleppingar og ræktunar á ám hefur í för með sér breytingar á erfða­ samsetningu laxa í ánni – nokkuð sem ekki var ætlunin, sem dæmi er þekkt grein eftir Frankham 2008. Því má segja að þessi ræktunar­ aðferð sé í raun fiskeldi – þar sem verið er að velja fyrir ákveðnum eiginleikum. Þetta var undirstrikað í ágætum þætti, „Landanum“, þar sem rætt var við nokkra aðila varð­ andi ræktun á laxi fyrir Laxá í Kjós (Landinn, 29.01. 2019), en þar kom fram að þeir velja markvisst fyrir stórum fiski – svo að veiðimenn fái eitthvað fyrir peninginn – stórlaxi. Þetta gera þeir þrátt fyrir að segja að áin sé sjálfbær. Hér er því markvisst verið að minnka líffræðilegan fjöl­ breytileika árinnar og slík ræktun því enginn „genabanki“ eins og þeir kjósa að kalla það í Kjósinni. Ein­ ungis val fyrir stórlöxum og þeirra arfgerðum. Hér er því um grundvallarmis­ skilning að ræða hjá veiðiréttar­ höfum, þetta er atvinnugrein sem margir njóta góðs af, en ekki til þess gert að halda hinum íslenska laxa­ stofni í góðu jafnvægi með þann líf­ fræðilega fjölbreytileika sem þarf til að stofninn geti lifað og dafnað um ókomna tíð. Þessi aðferð, að rækta upp ár, er ekki ný af nálinni og er víða fram­ kvæmd. Hún þjónar þeim tegundum sem eru í bráðri útrýmingarhættu og ekki annar kostur í boði. En hjá hinum eru áhrifin þau, sem rann­ sóknir hafa sýnt, að neikvæð áhrif á stofnana eru alvarleg. Hér ber þá fyrst að nefna neikvæð erfðafræðileg áhrif, stofninn verður einsleitur (líkt og er í hefðbundnu fiskeldi þar sem valið er fyrir ákveðnum eiginleikum, s.s. hröðum vexti), hæfileiki til aðlög­ unar getur minnkað og þar með geta til að lifa af við síbreytilegar náttúru­ legar aðstæður, breytingar á stofn­ gerð viðkomandi tegundar og þetta fylgir því því að velja út einstaklinga sem veiðirétthafar vilja hafa í ánum sínum – stórlaxa. Þetta leiðir á endanum til þess að villti laxinn er bara ekki eins villtur og menn vilja meina – og á jafn­ vel erfitt uppdráttar þar sem hann hefur tapað þeim eiginleikum sem honum eru nauðsynlegir til þess að geta þrifist í ánni þar sem foreldr­ arnir „fæddust“, En vel að merkja, val fyrir stórlöxum þýðir jú að þeir eru veiddir sérstaklega og því miklar líkur á að foreldrafiskurinn sé ein­ mitt afkvæmi slíks eldis. Af framangreindu má því vera ljóst að þetta er ekki iðja sem stuðlar að varðveislu íslenska laxins. Eina leiðin til að svo megi vera er að alfriða íslenska laxinn eða stunda „ræktun“ undir ströngustu kröfum um að allir eiginleikar – allar svipgerðir fái að njóta sín og þar með reynt að halda hinum mikilvæga líffræðilega fjöl­ Fiskirækt eða fiskeldi? breytileika. Kannski er einfaldasta leiðin að veiða með fullkomna sjálf bærni að leiðarljósi – en þá er nú líklegt að raunverulega náttúru­ legum laxveiðiám á Íslandi myndi snarfækka og ansi margar ræktaðar ár myndu fá nafn með rentu, „eldis­ veiðiár“. En hefur þessi markvissa stórlaxa­ ræktun bara áhrif á villta laxinn? Er möguleiki að með þessari ræktun séu veiðirétthafar að auka enn á þá áhættu sem þeir berjast gegn – blöndun við eldislax? Rannsóknir hafa sýnt að eldislax á erfitt uppdráttar í náttúrunni og afkvæmi eldislax og villts lax hafa mun hærri dánartíðni en afkvæmi villts lax. Þetta er ekkert skrítið enda hefur eldislax verið markvisst ræktaður síðustu 12 kynslóðir með það að markmiði að ná fram eigin­ leikum sem henta fyrir framleiðslu á matfiski í vernduðu umhverfi og hefur hann því að sama skapi fjar­ lægst hinn náttúrulega lax. Um það hafa verið skrifaðar vísindagreinar í hundraðatali. En hvað gerist þegar eldislaxi og ræktuðum laxi er æxlað saman? Niðurstöður rannsókna sýna að afkoman verður mun betri, en þegar æxlað er saman villtum og ræktuð­ um laxi (Hagen 2019). Hættan á að eldislax geti valdið tjóni á villtum laxi verður því raunverulegri. Hér eru því ræktunaraðferðir stang­ veiðimanna í raun að vinna gegn þeirra eigin hagsmunum og ekki til þess fallnar að tryggja afkomu villta laxins. Miðað við það magn sem sleppt er af ræktuðum laxi í íslenskar laxveiðiár á hverju ári bendir það til að ræktaður lax sé í miklum meirihluta í ánum nú þegar – hann sé einfaldlega meginuppi­ staða laxins í mörgum ám á Íslandi og því séu veiðirétthafar hugsanlega þegar búnir að valda skaða – skaða sem þeir berjast svo mikið gegn sjálfir í ræðu og riti. Laxveiði er atvinnugrein, en fiski­ rækt er landbúnaður, aðeins önnur tegund landbúnaðar en fiskeldi, en engu að síður landbúnaður. Þetta er kjarni málsins. Dr. Þorleifur Ágústsson fiskalífeðlis- fræðingur Dr. Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25F I M M T U D A G U R 1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 1 4 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 1 -E 2 C 8 2 2 5 1 -E 1 8 C 2 2 5 1 -E 0 5 0 2 2 5 1 -D F 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.