Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 11
Bifreiðagjöldin eru komin
í pósthólfið þitt á island.is
Stefnum saman á stafrænt Ísland
Greiðsluseðlar fyrir bifreiðagjöld einstaklinga birtast nú eingöngu á rafrænu formi.
Þú nálgast þá í pósthólfinu þínu á island.is og um leið er krafa stofnuð í netbanka.
Með þessu má spara um 65 milljónir króna og fimm tonn af pappír á hverju ári.
Gjalddagi bifreiðagjalda var 1. janúar og eindagi er 15. febrúar.
Vilt þú útprentaðan seðil?
Hafðu samband við þjónustuver Tollstjóra í 560 0350 eða á fyrirspurn@tollur.is.
MARS Opportunity-leiðangrinum
á Mars lauk formlega í gær þegar
Bandaríska geimvísindastofnunin
NASA tilkynnti að ítrekaðar til-
raunir vísindamanna hennar við
að koma á sambandi við geimfarið
hefðu ekki borið árangur.
Opportunity-leiðangurinn er
vafalaust eitt farsælasta verkefni
geimferðasögunnar. Geimfarið lenti
á rauðu plánetunni í janúar árið
2004 og upphaflega stóð til að það
myndi kanna aðstæður þar og fram-
kvæma vísindarannsóknir í 90 daga
og ferðast í kringum einn kílómetra.
Fimmtán árum seinna hefur
Opportunity ferðast 45 kílómetra
og skilað til Jarðar ómetanlegu safni
gagna um Mars.
„Í meira en áratug hefur Opport-
unity verið táknmynd framsækinn-
ar könnunar sólkerfisins. Geimfarið
hefur frætt okkur um Mars og vota,
og hugsanlega lífvænlega, fortíð
plánetunnar,“ sagði Thomas Zur-
buchen, stjórnandi vísindaverkefna
NASA, í yfirlýsingu í gær.
Samband milli Opportunity og
Jarðar rofnaði í júní á síðasta ári.
Síðan þá hafa vísindamenn og verk-
fræðingar NASA sent yfir eitt þús-
und skipanir til geimfarsins, í þeirri
von að það vakni til lífsins.
Hinsti dvalarstaður Opportunity
er dalur sem nefndur hefur verið
„Perseverance,“ eða Þrautseigja á
íslenskri tungu.
„Ég held að það sé vart hægt
að ímynda sér heppilegri stað en
Þrautseigjudalinn sem ævarandi
dvalarstað Opportunity,“ sagði
Michael Watkins, framkvæmda-
stjóri rannsóknarstofu NASA í
Kaliforníu, JPL, á fundi með blaða-
mönnum í gær. „Uppgötvanir og
elja þessa litla geimfars er ein-
stakur vitnisburður um hugvit og
útsjónarsemi þeirra sem smíðuðu
það á sínum tíma.“
Jim Bridenstine, forstjóri NASA,
er á sama máli og segir í yfirlýsingu
að Opportunity hafi nú þegar rutt
leiðina fyrir mannaðar ferðir til
Mars.
„Þegar sá dagur rennur upp þá
munu fyrstu fótsporin á Mars
einnig tilheyra þeim sem stóðu að
Opportunity-verkefninu,“ sagði Bri-
denstine.
kjartanh@frettabladid.is
Opportunity kveður eftir fimmtán ár
Könnunarfarið Opp
ortunity hefur rúntað
um rauðu plánetuna
í fimmtán ár en hefur
núna sagt endanlega
skilið við mannheima.
Opportunityleiðangur
inn er einn sá farsælasti
í sögu geimkönnunar
mannsins.
Hinsti dvalarstaður Opportunity-könnunarfarins er Þrautseigjudalurinn svokallaði á Mars. NORDICPHOTOS/GETTY
Opportunity er á stærð við litla
bifreið. FRÉTTABLAÐIÐ/NASA
F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F I M M T U D A G U R 1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9
1
4
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
5
1
-C
5
2
8
2
2
5
1
-C
3
E
C
2
2
5
1
-C
2
B
0
2
2
5
1
-C
1
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K