Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.02.2019, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 14.02.2019, Qupperneq 11
Bifreiðagjöldin eru komin í pósthólfið þitt á island.is Stefnum saman á stafrænt Ísland Greiðsluseðlar fyrir bifreiðagjöld einstaklinga birtast nú eingöngu á rafrænu formi. Þú nálgast þá í pósthólfinu þínu á island.is og um leið er krafa stofnuð í netbanka. Með þessu má spara um 65 milljónir króna og fimm tonn af pappír á hverju ári. Gjalddagi bifreiðagjalda var 1. janúar og eindagi er 15. febrúar. Vilt þú útprentaðan seðil? Hafðu samband við þjónustuver Tollstjóra í 560 0350 eða á fyrirspurn@tollur.is. MARS Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar til- raunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. Opportunity-leiðangurinn er vafalaust eitt farsælasta verkefni geimferðasögunnar. Geimfarið lenti á rauðu plánetunni í janúar árið 2004 og upphaflega stóð til að það myndi kanna aðstæður þar og fram- kvæma vísindarannsóknir í 90 daga og ferðast í kringum einn kílómetra. Fimmtán árum seinna hefur Opportunity ferðast 45 kílómetra og skilað til Jarðar ómetanlegu safni gagna um Mars. „Í meira en áratug hefur Opport- unity verið táknmynd framsækinn- ar könnunar sólkerfisins. Geimfarið hefur frætt okkur um Mars og vota, og hugsanlega lífvænlega, fortíð plánetunnar,“ sagði Thomas Zur- buchen, stjórnandi vísindaverkefna NASA, í yfirlýsingu í gær. Samband milli Opportunity og Jarðar rofnaði í júní á síðasta ári. Síðan þá hafa vísindamenn og verk- fræðingar NASA sent yfir eitt þús- und skipanir til geimfarsins, í þeirri von að það vakni til lífsins. Hinsti dvalarstaður Opportunity er dalur sem nefndur hefur verið „Perseverance,“ eða Þrautseigja á íslenskri tungu. „Ég held að það sé vart hægt að ímynda sér heppilegri stað en Þrautseigjudalinn sem ævarandi dvalarstað Opportunity,“ sagði Michael Watkins, framkvæmda- stjóri rannsóknarstofu NASA í Kaliforníu, JPL, á fundi með blaða- mönnum í gær. „Uppgötvanir og elja þessa litla geimfars er ein- stakur vitnisburður um hugvit og útsjónarsemi þeirra sem smíðuðu það á sínum tíma.“ Jim Bridenstine, forstjóri NASA, er á sama máli og segir í yfirlýsingu að Opportunity hafi nú þegar rutt leiðina fyrir mannaðar ferðir til Mars. „Þegar sá dagur rennur upp þá munu fyrstu fótsporin á Mars einnig tilheyra þeim sem stóðu að Opportunity-verkefninu,“ sagði Bri- denstine. kjartanh@frettabladid.is Opportunity kveður eftir fimmtán ár Könnunarfarið Opp­ ortunity hefur rúntað um rauðu plánetuna í fimmtán ár en hefur núna sagt endanlega skilið við mannheima. Opportunity­leiðangur­ inn er einn sá farsælasti í sögu geimkönnunar mannsins. Hinsti dvalarstaður Opportunity-könnunarfarins er Þrautseigjudalurinn svokallaði á Mars. NORDICPHOTOS/GETTY Opportunity er á stærð við litla bifreið. FRÉTTABLAÐIÐ/NASA F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F I M M T U D A G U R 1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 1 4 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 5 1 -C 5 2 8 2 2 5 1 -C 3 E C 2 2 5 1 -C 2 B 0 2 2 5 1 -C 1 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.