Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 48
Ástkær móðir okkar og amma, Þóra Steina Þórðardóttir lést þann 04.11. 2018 á heimili dóttur sinnar á Gran Canaria. Bálför hefur farið fram ytra. Minningarathöfn verður haldin í Keflavíkurkirkju 14. febrúar 2019 kl. 13.00. Sigríður Ásta Geirsdóttir Anna Björg Geirsdóttir Hekla, Katla og Alma Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigríður Sigurjónsdóttir húsmóðir, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 11. febrúar sl. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 20. febrúar kl. 13.00. Önundur S. Björnsson Kristjana Þráinsdóttir Sigurjón Björnsson Jóhanna Björnsdóttir Gísli Gíslason Björn Sveinn Björnsson Súsanna Lind Björnsson Tómas Björnsson og aðrir aðstandendur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Halldór G. Björnsson fyrrverandi verkalýðsleiðtogi, sem lést föstudaginn 8. febrúar á Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju mánudaginn 18. febrúar kl. 15. Grímur Halldórsson Hildur M. Blumenstein Guðrún E. Halldórsdóttir Guðmundur Kr. Jóhannesson Ketill Arnar Halldórsson Jóhanna H. Oddsdóttir Hrafnhildur Halldórsdóttir Smári Ríkarðsson og fjölskylda. Faðir minn, tengdafaðir, afi og vinur, Finnur Bergsveinsson rafvirkjameistari frá Gufudal, Laugarnesvegi 90, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 11. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. febrúar kl. 11. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Martha Finnsdóttir Sigurður Gíslason Finnur M. Sigurðsson Ágústa B.K. Kristjánsdóttir Elínborg Guðjónsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Alda Sigmundsdóttir Nesvöllum 6, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 1. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 19. febrúar kl. 13. Innilegar þakkir færum við starfsfólki HSS fyrir góða umönnun og hlýju, sem og öllum sem reyndust henni vel. Bragi Bjarnason Anna Klara Hreinsdóttir Kristinn Bjarnason Sigrún Sigvaldadóttir Sigmundur Bjarnason Bjarklind Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. 540 3320 • gardheimar.is blomabud@gardheimar.is Leyfðu okkur að aðstoða þig! Það er ótrúlegt að þú sért átt-ræður,“ segi ég ósjálfrátt er ég hitti Véstein Ólason prófessor á heimili sínu og Unnar Alexöndru Jóns-dóttur kennara við Klappar- stíginn. „Já, þetta er samningur,“ segir hann kíminn. Hann er nýkominn inn frá því að viðra hundinn og Unnur tekur seppa í fangið svo hann verði ekki með gestalæti en við Vésteinn tyllum okkur í stofunni. Vésteinn var forstöðumaður Árna- stofnunar síðustu tíu ár starfsævinnar en þó svo henni hafi átt að ljúka fyrir tíu árum kveðst hann ekki sverja af sér að vera enn að stússast í fræðunum. „Ég vinn samt ekki fullan vinnudag, manni fer nú ekkert fram með aldrinum. En það sem ég er aðallega að fást við núna er að ljúka verkefni sem ég byrjaði á þegar ég var á Árnastofnun. Það er Kon- ungsbók Eddukvæða. Við erum að gera rafræna útgáfu af henni sem er þannig að þar er hægt að gera alls konar rann- sóknir, umfram þær sem gerðar verða með venjulegri bók. Henni fylgir svo bók með nákvæmum texta og þremur ritgerðum, þannig að það verður búið að lýsa henni betur og nákvæmar en nokkurri annarri bók á Íslandi. Þetta verkefni er alveg á lokasprettinum. Ég er að lesa prófarkir og vona að við komum bókinni út í vor. Svo er annað sem ég er að grípa í. Fyrir 20 árum kom út bók sem heitir Samræður við söguöld, hún kom út á ensku um leið en er uppseld. Nú er verið að gefa hana út í raf bók hjá Forlaginu því stúdentar hingað og þang- að nota þær og geta nálgast  á netinu.“ Notar þú raf bækur sjálfur? „Já, svo- lítið, ég er ekkert mjög spenntur fyrir því en unga fólkið bæði sparar sér fé með því og nær strax í bókina.“ Nú berst talið að tómstundum þeirra hjóna. „Þegar maður er kominn á eftir- laun er erfitt að segja hvað eru frístundir og hvað  ekki,“ segir Vésteinn bros- andi.  „En við göngum með hundinn, ferðumst stundum og eigum bústað austur í Grímsnesi sem við förum í, sér- staklega á sumrin, en líka að vetrinum um helgar.  Svo  förum við á tónleika. Erum svo vel staðsett að við erum fimm mínútur að labba í Hörpu og Þjóðleik- húsið. Svo fer hluti af tómstundunum í að hitta afkomendurna. Við eigum tvö börn, þrjú barnabörn og eitt barna- barnabarn.“ Vésteinn segir  eitt og hálft ár síðan þau hjón fluttu á Klapparstíginn eftir að hafa búið í sama húsinu vestur í bæ í 45 ár. „Þetta er ágætt, aðeins minna pláss og útsýnið gott yfir f lóann.“  Ætlarðu að halda upp á daginn? for- vitnast ég.  „Við erum að gera það í smá- skömmtum. Héldum svolítið stórt upp á sjötugsafmælið en nú erum við að fá fjölskylduna hingað heim í smá hópum. Það verður lítið um að vera á afmælinu sjálfu, en einhverjir koma. Við erum alltaf með heitt á könnunni, líka fyrir okkur sjálf, ég er óttalegur kaffisvelgur og vil hafa það sterkt!“ gun@frettabladid.is Manni fer nú ekkert fram Vésteinn Ólason, prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar, er áttræður í dag. Hann heldur góðri heilsu og lætur enn muna um sig í fræða- og útgáfustörfum. „Þegar maður er kominn á eftirlaun er erfitt að segja hvað eru frístundir og hvað ekki,“ segir Vésteinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Erum svo vel staðsett að við erum fimm mínútur að labba í Hörpu og Þjóð- leikhúsið. Svo fer hluti af tómstundunum í að hitta afkomendurna. Við eigum tvö börn, þrjú barnabörn og eitt barnabarnabarn.  Merkisatburðir 1945 Sýning er opnuð á málverkum Jóhannesar Kjarvals í Listamanna- skálanum í Reykjavík. 1946 Tölvan ENIAC (Electronic Numer­ ical Integrator and Computer) er gang­ sett við Pennsylvaníuháskóla. 1952 Vetrarólympíuleikarnir 1952 hefjast í Ósló í Noregi. 1962 Jacqueline Kennedy forsetafrú sýnir sjónvarpsáhorfendum Hvíta húsið. 1980 Vetrarólympíuleikarnir 1980 hefjast í Lake Placid í New York­ríki í Bandaríkjunum. 1987 Íslenska kvikmyndin Skytturnar, eftir Friðrik Þór Friðriksson, er frumsýnd. 1989 Hið fyrsta af 24 gervitunglum í GPS­kerfinu er sett á braut um Jörðu. 1992 Úkraína og fjögur önnur fyrrverandi Sovétlýðveldi hafna tillögu Rússa um að reka sameiginlegan her. 1992 Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið er undirritaður af fulltrúum Evrópusambandsins og EFTA. 2005 YouTube, vefur þar sem notendur geta deilt mynd­ skeiðum, fer í loftið. 2015 Maður hefur skothríð í menningarhúsi í Kaup­ mannahöfn þar sem hinn sænski listamaður og aðgerða­ sinni Lars Vilks á að tala. 1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R32 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 1 4 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 5 1 -A 2 9 8 2 2 5 1 -A 1 5 C 2 2 5 1 -A 0 2 0 2 2 5 1 -9 E E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.