Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 24
Nú er svo komið, að öfgafem-ínistar eru að koma óorði á femínismann, ekki bara á
Íslandi heldur um heim allan. Við
megum ekki láta þeim takast það.
Reynum að læra af öðrum, t.d. af
eftirfarandi dæmisögu frá Kanada.
Þetta byrjaði allt saman í Uni-
versity of British Columbia (UBC).
Þjóðkunnur kanadískur rithöfund-
ur, Steven Galloway að nafni, hafði
kennt „creative writing“ (skapandi
skrif) við góðan orðstír við háskól-
ann. Frægasta bók hans, The Cellist
of Sarajevo (2008), varð alþjóðleg
metsölubók. Allt í einu spurðist
það út, að hann hefði verið rekinn,
fyrirvaralaust. „Óbrúanlegur trún-
aðarbrestur,“ sagði rektor háskól-
ans, Martha Piper.
En smám saman spurðist það út,
að hinn skapandi rithöfundur væri
sakaður um nauðgun. Hann átti
að hafa nauðgað nemanda sínum.
Rektor, og samstarfskonur hennar
í deild skapandi lista, voru lof-
sungnar í fjölmiðlum fyrir að hafa
rekið hann. Svona eiga sýslumenn
að vera, var sagt. „Zero tolerance“ –
ekkert umburðarlyndi – gagnvart
of beldi gegn konum. Konurnar sem
réðu lögum og lofum í Háskólanum
í British Columbia voru sagðar vera
öðrum til fyrirmyndar.
Sökudólgurinn sætti allsherjar
fordæmingu. Bækur hans voru
fjarlægðar úr hillum bókaverslana.
Líka af bókasöfnunum. Honum var
úthýst úr akademíunni. Hann var
samkvæmt helstu álitsgjöfum og
virtum fjölmiðlum orðinn „óalandi
og óferjandi“ í siðaðra manna sam-
félagi.
Einstaka hjáróma raddir sungu
ekki með í kórnum. Tveir fyrrum
samstarfsmenn hins fordæmda
voru tregir til að trúa áburðinum.
Þeir spurðu sjálfa sig og aðra óþægi-
legra spurninga. Þeir spurðust fyrir
um málsatvik. Þeir heimtuðu gögn.
Spurðu hvar og hvenær? En stjórn
UBC vísaði áleitnum spurningum
á bug. Þær þögguðu niður efa-
semdaraddir. Þær sögðu, að svona
tal bæri vott um lítilsvirðingu á
konum. Eins og að konum væri
ekki treystandi í svona málum.
Dæmigert fyrir karlaveldið.
Smám saman fóru að heyrast
raddir um að jafnvel hinn for-
dæmdi ætti sinn rétt: „Guilty
because accused“ – að ákæran jafn-
gilti sekt – meintur þolandi hafi
alltaf rétt fyrir sér – stæðist varla
mannréttindakröfur í réttarríki.
„Condemnation without trial“
– dæmdur án réttarhalds – væri
varla nógu gott heldur. Þar kom, að
virtur hæstaréttarlögmaður, fyrr-
verandi dómari í Hæstarétti Kan-
ada, Mary Ellen Boyd, var beðin að
rannsaka málið. Hún tók sér góðan
tíma. Af laði gagna. Hafði uppi á
vitnum og stýrði vitnaleiðslum.
Rannsakaði málið ofan í kjölinn.
Niðurstaðan kom eins og þruma
úr heiðskíru lofti: „Not guilty“.
Hinn fordæmdi var saklaus. Það
var engin nauðgun.
Kona, sem hafði haldið við
kvæntan mann, laug þessu upp til
að klekkja á honum. Sumir notuðu
orðið „réttarmorð“. En þeir voru
minntir á, að það var ekkert rétt-
arhald. Brottrekstur mannsins var
geðþóttaákvörðun „utan við lög og
rétt – án dóms og laga. Konur, sem
sumar hverjar böðuðu sig í sviðs-
ljósi #metoo-hrey f ingarinnar,
höfðu í nafni kvenréttinda brotið
mannréttindi á saklausum manni.
Þetta var „réttarmorð“. En utan
við lög og rétt. Þær höfðu tekið sér
ráðningarvald, ritskoðunarvald og
sjálft dómsvaldið. Allt í nafni þess
að „þolandinn“ hefði alltaf rétt
fyrir sér. Samt ekki „þolandinn“ í
þessu tilviki.
Eftir algera útskúfun úr sam-
félaginu og linnulaust níð í fjöl-
miðlum mánuðum saman varð
niðurstaðan að lokum sú, að
háskólanum var gert að borga Gall-
oway 167 þúsund Kanadadollara í
miskabætur (um 20 millur ísl.). En
hverju var hann bættari? Líf hans
var í rúst. Hann lýsti því svona með
eigin orðum:
„Það vill enginn gefa út verkin
mín. Dyr háskólanna standa mér
lokaðar. Við skrimtum á tekjum
konunnar. Ég á ekki lengur fyrir
skuldum. Gjaldþrot blasir við. Þeir
segja, að ég hafi unnið móralskan
sigur. En það er sannkallaður
„phyrr osarsigur“. Vinni ég annan
slíkan, væri mér öllum lokið.
Ofsækjendur mínir standa að vísu
af hjúpaðir sem siðlaust hyski. En
hverju er ég bættari? Líf mitt er í
rúst. Ég vakna upp við sjálfsmorðs-
áráttu á hverjum morgni“.
Og hann bætir við: „Ég vaknaði
upp einn daginn í alræðisríki, þar
sem (tilhæfulaus) ásökun jafn-
gildir sök. Útlægur úr mannlegu
samfélagi.“
Þetta mál hefur klofið #metoo-
hreyfinguna og akademíska sam-
félagið í Kanada í tvær andstæðar
fylkingar. Með eða móti réttarrík-
inu. Málið er orðið hápólitískt. Það
snýst ekki bara um kvenréttindi.
Það snýst um mannréttindi.
Til varnar femínisma
Jón Baldvin
Hannibalsson
fyrrverandi
formaður Al-
þýðuflokksins Málið er orðið hápólitískt.
Það snýst ekki bara um
kvenréttindi. Það snýst um
mannréttindi.
Sk ilv irk a r sa mgöng u r er u undirstaða verðmætasköp-unar. Almenningssamgöngur
eru stór liður í þeirri breytu ásamt
því að ná settum markmiðum í
umhverfismálum. Sterkt almenn-
ingssamgöngukerfi um land allt,
sem tengir saman byggðakjarna
landsins og höfuðborgarsvæðið
við landsbyggðina, er forsenda þess
að jafna stöðu landsmanna og færa
okkur nær hvert öðru. Notkun á
almenningssamgöngum verður
ekki aukin nema að þjónustustigið
taki mið af þörfum notandans þar
sem lykilatriði er að hægt sé að
rata um leiðakerfið með skjótum
og einföldum hætti. Nýrri stefnu
ríkisins um almenningssamgöngur
sem mótuð hefur verið í fyrsta sinn
er ætlað að tryggja að þær verði
raunhæfur valkostur fyrir alla
landsmenn.
Jafnt aðgengi
Markmið núverandi ríkisstjórnar
er að jafna aðgengi að þjónustu
og til atvinnu. Í stjórnarsáttmál-
anum er lögð áhersla á að byggja
áfram upp almenningssamgöngur
um land allt, gera innanlandsf lug
að hagkvæmari kosti fyrir íbúa og
að stutt verði við almenningssam-
göngur á höfuðborgarsvæðinu.
Nýsamþykkt samgönguáætlun á
Alþingi kveður á um að almenn-
ingssamgöngur verði skipulagðar
sem heildstætt kerfi og í byggða-
áætlun er lög áhersla á að skil-
greina net almenningssamgangna
á landinu öllu og reglur mótaðar
um niðurgreiðslu fargjalda.
Vandamálin víkja
Helstu viðfangsefni og vandamál
í almenningssamgöngum hér á
landi eru viðvarandi halli á rekstri
almenningsvagna milli byggða,
hátt farmiðaverð, rjómaf leytingar
einkafyrirtækja, skortur á yfirsýn
og erfiðar tengingar milli sam-
göngumáta. Þar fyrir utan er Ísland
eitt erfiðasta svæði í heimi til rekst-
urs almenningssamgangna, en þær
þrífast að jafnaði best í fjölmenni
og ekki síst þar sem íbúaþéttleiki er
hár. Núverandi skipulag almenn-
ingssamgangna í lofti, láði og legi
milli byggða byggir á þróun sem
hefur átt sér stað yfir áratuga skeið
og hafa samgöngumátarnir þrír
verið reknir að stærstum hluta hver
á sinn hátt, án heildarsýnar.
Eitt leiðakerfi og sameiginleg
upplýsingagátt
Lykilatriði í nýju stefnumótun-
inni eru bætt þjónustustig, sam-
eiginleg upplýsingaveita og þétt-
ari tengingarnar svo ferðamátinn
sé sem þægilegastur. Þá er lagt til
að upplýsingar um áfangastaði og
tímasetningar verði aðgengilegar
og stefnt að því að öllum upplýs-
ingum um leiðakerfi almennings-
samgangna verði komið á einn
gagnvirkan upplýsingavef. Fyrir
farþega er lykilatriði að hægt sé að
rata um leiðakerfið með skjótum
og einföldum hætti. Sá sem ætlar
að fara frá Vopnafirði til Ísafjarðar
eða Kaupmannahafnar til Dalvíkur
á ekki að þurfa að leita að fari nema
í einni gátt. Upplifunin þarf að vera
að eitt far sé pantað, óháð stað-
setningu.
Ný drög að heildstæðri stefnu
um almenningssamgöngur fara
nú til umsagnar til almennings í
samráðsgátt stjórnvalda. Stefnan
er rökrétt framhald af nýrri sam-
gönguáætlun sem Alþingi hefur
samþykkt og verður leiðarljós að
bættri þjónustu fyrir almenning.
Ég hvet sem f lesta til þess að kynna
sér tillögurnar á vef samráðsgáttar
– samradsgatt.island.is – og vænti
þess að sú stefnumótun sem lögð er
hér fram muni tryggja áreiðanlega
og góða þjónustu til allra lands-
manna, stuðla að bættum þjóðar-
hag og styrkja byggðir landsins í
sessi.
Almenningssamgöngur fyrir allt landið
Sigurður Ingi
Jóhannsson
samgöngu- og
sveitarstjórnar-
ráðherra Þar fyrir utan er Ísland eitt
erfiðasta svæði í heimi til
reksturs almenningssam-
gangna, en þær þrífast að
jafnaði best í fjölmenni og
ekki síst þar sem íbúaþétt-
leiki er hár.
Við hjónin höfum rekið hesta-leigu í 8 ár, verið atvinnu-skapandi, vandað okkur
gagnvart landinu, hestunum, gest-
unum og starfsfólkinu. Frábærar
viðtökur og umsagnir gesta bera
þessu glöggt vitni.
Í gróðæri síðustu ára hafa dúkkað
upp alls kyns svindlarar sem stela
launum starfsfólks. Í okkar starfs-
grein misnota margir eigendur
hestaleiga sér einlægan áhuga
erlendra stúlkna (oftast stúlkur) á
íslenska hestinum. Þær vilja upp-
lifun og líta oft upp til eigendanna
og eru því ekki fyrstar til að leita
réttar síns. Blaðið Stundin hefur
skjalfest hvernig fyrirtæki og eig-
endur þeirra fá ódýrt vinnuafl. Þeir
fá nýjar stúlkur á nokkurra mánaða
fresti, þannig að ef þú lesandi góður
kannast við slíkt þá ættirðu að til-
kynna það til yfirvalda.
Stúlkurnar eru ferðamenn í
vinnu, það er lögbrot. Hvað með
tryggingar ef þær sem leiðsögu-
menn slasast eða valda óhappi?
Geta ferðamenn verið leiðsögu-
menn? Starfsheitið leiðsögumaður
er ekki lögverndað, allir sem geta
opnað munninn geta kallað sig
leiðsögumenn, alveg óháð því hvað
kemur út úr þeim munni! Þjóðin
passaði landhelgina, hvað með
landið og fólkið? Hvað með störf
innan hestamennsku og ferðaþjón-
ustu, m.a. í hópferðum og leiðsögn?
Hvert beinum við viðskiptum?
Hvað samþykkjum við?
Hverjir hafa hagsmuna að gæta
við að hindra að gripið verði til
aðgerða? Enn þá hefur því miður
enginn í hestatengdri þjónustu
boðið fram krafta sína í baráttuna.
Síðan við stofnuðum okkar fyrir-
tæki hefur aðilum í hestatengdri
ferðaþjónustu fjölgað úr 54 árið
2009 í 166 nú. Eigendur hesta-
tengdra svindlfyrirtækja virðast
þó þrífast vel, hröð uppbygging og
ýmiskonar eignamyndun bera því
oft vitni. Margar þessara eigna ættu
í raun að vera í eigu þeirra erlendu
stúlkna sem sviknar hafa verið
sem og íslenska ríkisins sem orðið
hefur af réttmætum tekjum í mörg
ár. Ríkinu ber að nálgast sinn hlut
og stúlkurnar geta leitað réttar síns.
Eftirlitsaðilar hafa sofið á verð-
inum en peningarnir eru þarna, það
þarf bara að sækja þá. Ef vilji er fyrir
hendi gætu nokkrir starfsmenn
ríkisins klárað málið og skilið eftir
ágóða til samfélagsins. Af hverju
er það ekki gert? Skattsvik, launa-
þjófnaður, félagsleg undirboð eru
lögbrot. Eiga skattsvikarar að hafa
óheft afnot af vega-, heibrigðis- og
menntakerfi? Er réttlátt að svindl-
fyrirtæki noti sömu reiðgötur og
aðrir? Það þarf að kosta eigendur
mikið að hafa kerfisbundið farið illa
með fólk og brjóta niður samfélagið.
Svindlfyrirtækin fá augljóst sam-
keppnisforskot, sem líkja má við
ríkisstyrk, allavega svo lengi sem
ríkið aðhefst ekkert. Svindlararnir
auðgast persónulega, með því að
spara sér oft tugi milljóna í launa-
kostnað á ári hverju. Vegna svindls
er því á brattann að sækja hjá þeim
sem gera hlutina rétt, því launa-
kostnaður er yfirleitt stærsti liður-
inn í fyrirtækjarekstri og því ótækt
að standa í svindlkeppni.
Við hjónin ættum ekki að þurfa
að vera í þessari baráttu, en við
höfum ekkert val, svindlarar þvinga
okkur á þennan stað en við mund-
um frekar kjósa að vera skellihlæj-
andi á hestbaki. En hér ríkir hvorki
réttlæti né eðlileg samkeppni,
svindlarar grafa undan íslensku
atvinnulífi. Við höfum fengið mikla
hvatningu og þykir vænt um það, en
núna þurfum við aðgerðir. Þannig
að ef það vill svo til, kæri lesandi,
að þú hafir leitað til heilbrigðis-
stofnunar, gengið í skóla eða keyrt
á vegum landsins og sérð hlutina í
samhengi þá treystum við því að þú
tilkynnir svindl.
Þetta er ekki einkamál okkar
hjóna, það þarf viðhorfsbreytingu í
öllum lögum samfélagsins. Launa-
þjófnaður er alvarlegur glæpur
sem þarf að tilkynna og kemur
öllum við. Við köllum eftir hugar-
farsbreytingu, tilkynnið grun um
svindl. Það er alveg óásættanlegt
að næstum heill starfsvettvangur
sé rekinn með svindli. Verum heið-
arleg. Íslenski hesturinn er alltaf
heiðarlegur og við sem umgöng-
umst hann eigum að vera það líka.
Krefjumst þess að allir, ekki bara
sumir, fari að lögum. Rjúfum þessa
þöggun.
Stöndum saman – stöðvum svindl!
Begga Rist Sveinn Atli
Gunnarsson
eiga og reka
hestaleiguna
Íslenski hestur-
inn ehf.
Starfsheitið leiðsögumaður
er ekki lögverndað, allir sem
geta opnað munninn geta
kallað sig leiðsögumenn,
alveg óháð því hvað kemur
út úr þeim munni!
1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R24 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
4
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
5
1
-E
2
C
8
2
2
5
1
-E
1
8
C
2
2
5
1
-E
0
5
0
2
2
5
1
-D
F
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K