Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 28
læra inn á bransann í París, hvern- ig hann virkar og hvernig maður á að beita sér. Tískubransinn er nefnilega mjög sérstakur í París og eru ákveðnar óskráðar reglur sem fólk fer eftir en erfitt er koma í orð hverjar eru.“ Að mörgu er að huga í hröðum heimi tískunnar, sérstaklega þegar kemur að undirbúningi á tískusýningu fyrir stærsta svið borgarinnar, Paris Fashion Week. „Við sýndum bæði herra- og dömulínuna á sömu sýningunni í september en það er í fyrsta sinn sem Haider gerir það. Það er ótrú- lega sérstök tilfinning að vinna hörðum höndum dag og nótt og svo stendur sýningin yfir í um 15 mínútur. Meðan allir standa upp og klappa vorum við baksviðs í spennufalli, drukkum nokkur kampavínsglös og fórum síðan heim og sváfum í sólarhring.“ Verkefni Bergs hjá Haider voru eins misjöfn og þau voru mörg að hans sögn. „Ég var settur í þau verkefni sem þurfti að græja hverju sinni, allt frá því að búa til hugar- heim og litapalettu fyrir línuna eða hlaupa á Hotel George V og pikka upp kjól fyrir Naomi Campbell.“ Tvö ólík fyrirtæki Í október á síðasta ári færði Bergur sig um set og hóf starfsnám hjá Acne Studios sem hann segir mun þekktara og aðgengilegra merki en Haider. „Þær vörur eru á viðráðan- legra verði og eru seldar í mun fleiri búðum auk þess sem Acne Studios er með eigin búðir út um allan heim. Það var góð reynsla að fá að starfa hjá svona ólíkum fyrir- tækjum. Hjá Acne er t.d. séð mjög vel um starfsfólkið með alls konar fríðindum, enda skandinavískt. Hjá Acne hef ég aðallega verið að vinna að hönnun á úlpum og alls kyns yfirhöfnum svo ég nefni eitthvað. Ég hef stundum ferðast til höfuðstöðva þeirra í Stokk- hólmi og sótt kynningarfundi með eiganda Acne Studios. Þessar ferðir hafa verið mjög lærdóms- ríkar og dýrmæt reynsla. Síðan ég byrjaði hjá Acne í október vann ég að haustlínu merkisins sem var frumsýnd fyrir stuttu í Palais de Tokyo. Nú erum við að vinna hörðum höndum að sumarlínu 2020. Sú vinna fer vel af stað og línan verður mjög skemmtileg.“ Hann segir fyrirtækin tvö vera mjög ólík, raunar eins og svart og hvítt. „Haider er mun minna fyrir- tæki þar sem bara nokkrir starfs- menn starfa. Þar er meiri glamúr, dýrari f líkur og vörurnar meira nær hátísku. Það er líka minna vöruúrval hjá Haider og talsvert meiri vinna og pæling á bak við hverja einustu flík.“ Kraftur á Íslandi Hann segir erfitt að bera saman heimsborgina París og litla Ísland. „Það er kraftur í íslenskri tísku í dag. Það eru margir hæfileikaríkir fatahönnuðir en við erum bara svo fámenn þjóð. Markaðurinn er lítill og ekki mikið af starfsmöguleikum í boði. Mér finnst gaman að sjá að það eru þó nokkrir ungir fatahönn- uðir á Íslandi að hanna sínar eigin vörur. Svo erum við auðvitað með flott fyrirtæki eins og 66°Norður. Annars er í raun ekki hægt að bera saman Reykjavík og París. Þetta eru gerólíkir heimar.“ Með keppnisskap Senn líður að lokum dvalar hans hjá Acne Studios og um þessar mundir er hann í miðju umsóknar- ferli fyrir næsta starfsnám. „Ég var í fótbolta til tvítugs þannig að ég hef mikið keppnisskap og hef bara verið að eltast við stóru þekktu húsin hér í París. Það er erfitt að komast í starfsnám þar sem hundr- uð fatahönnuða útskrifast um allan heim á hverju ári. Oft taka tískuhúsin bara einn til tvo starfs- nema á ári, stundum enga, svo það er erfitt að komast að. Ég hef verið mjög heppinn og er óendanlega þakklátur fyrir að hafa fengið að komast í starfsnám tvisvar í röð í París. Það kitlar mig líka alltaf aðeins að koma heim og prófa að stofna mitt eigið merki og sjá hverjar viðtökurnar verða. Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið heldur er ég að skoða möguleikana hér í París og í öðrum borgum.“ Nýtir frítímann vel Álagið getur verið mikið í tísku- bransanum og segir Bergur það koma fyrir, sérstaklega fyrir sýningar, að það sé unnið alla nótt- ina og ekkert sofið. „Inn á milli fæ ég þó frítíma en hann nýti ég mest með Margréti. Við erum dugleg að njóta borgarinnar, t.d. með því að fara á söfn og alls konar sýningar. Hér er alltaf eitthvað um að vera svo það er sannarlega erfitt að láta sér leiðast. Okkur finnst gaman að fara í hönnunarbúðir en þar fæ ég mikinn innblástur. Svo er frönsk matarmenning náttúrulega stór- kostlega góð svo við erum dugleg við að fara út að borða hér í París.“ Fólk er kynningarblað sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@ frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Framhald af forsíðu ➛ Haider er mikill listamaður að sögn Bergs og eru sýningar hans oftar en ekki mjög áhuga- verðar. Hér ganga öll módelin í hóp. Hjá Acne Studios sérhæfir Bergur sig í hönnun á yfir- höfnum. Sýnishorn úr línu Haid er Acker- mann sem Bergur og hönnunar- teymið hjá Haider hannaði saman. Bergur Guðnason fatahönnuður á góðri stundu í París með unnustu sinni, Margréti Rajani Davíðsdóttur. Það er kraftur í íslenskri tísku í dag. Það eru margir hæfileikaríkir fatahönn- uðir en við erum bara svo fámenn þjóð. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Flott föt, fyrir flottar konur Verslunin Belladonna 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 4 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 1 -C A 1 8 2 2 5 1 -C 8 D C 2 2 5 1 -C 7 A 0 2 2 5 1 -C 6 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.