Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 34
 4 KYNNINGARBLAÐ 1 4 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RNETÖRYGGI Ólíkt fjölda annarra glæpa-tegunda einskorðast netglæpir ekki við tiltekna þjóðfélagshópa, aldursbil, kyn eða staðsetningu. Það er ekki orðum aukið að segja að enginn netnotandi er óhultur. Í skýrslu Oxfordháskóla frá því í apríl í fyrra kemur fram að eftir fundi með ýmsum aðilum í samfélag- inu um netöryggistengd málefni skilaði skólinn 120 ráðleggingum til úrbóta. Samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytið og viðeigandi stofnanir hafa skipt á milli sín ábyrgð á því að bregðast við ráð- leggingunum. Í skýrslunni kemur fram að það sé mikilvægt að þessum 120 atriðum sé fylgt vel eftir, enda er rafræna innviði að finna í f lestum kimum nútímasamfélags. Mikil- vægt sé að tryggja að þjónustan sé sem öruggust og njóti trausts. Fyrirhugað er að Oxfordháskóli endurmeti stöðuna síðar, þannig að unnt sé að meta árangur þeirra aðgerða sem ráðist verður í á grunni ráðlegginganna. 120 ráðleggingar Í skýrslu Oxfordháskóla frá því í apríl í fyrra kemur fram að eftir fundi með ýmsum aðilum í sam- félaginu um netöryggistengd mál- efni skilaði skólinn 120 ráðlegg- ingum til úrbóta. Snjalltæki á heimilum geta veitt fjölskyldum margar nýjar upplifanir og mögu- leika til náms og sköpunar. Hvernig geta foreldrar stuðlað að því að barnið fari vel af stað með notkun tækjanna? Hverju þarf að huga að? Nýr bæklingur SAFT og Heimilis og skóla, Ung börn og snjalltæki – grunnur að góðri byrjun, inniheldur góð ráð og gátlista sem geta hjálpað foreldrum að rata hinn gullna meðalveg. Þar er m.a. rætt um að vera með barninu þegar það lærir á miðlana, huga að notkunar- reglum á heimilinu, vera upplýst um þjónustu, innihald, tækni og aldurstakmörk og að kenna barninu góðar netvenjur. Hægt er að nálgast bæklinginn á saft.is og heimiliogskoli.is en einnig í þjón- ustumiðstöð Heimilis og skóla. Ung börn og snjalltæki Helstu ráðleggingar Oxfordháskóla voru meðal annars að tryggja fjárveitingu, efla samvinnu og þá sé þörf á vitundarvakningu. Upp- lýsingar séu líka hnitmiðuð fræðsla fyrir viðkvæma hópa. Það þurfi að þróa reglur um upplýst samþykki notenda vegna söfnunar persónuupplýsinga. Hvetja til notkunar vefstaðla sem verndi notendur og koma á sameigin- legri tilkynningagátt vegna netatvika og afbrota og stuðla að notkun hennar. Þá þurfi þjóðarátak til betri vitundar um netöryggi, bæta menntun þeirra sem bera ábyrgð á menntun og fræðslu, meðal annars með því að kenna net- öryggi sem fag á háskólastigi, ekki hafa bara sundurlaus námskeið, eins og segir í skýrslunni. Þrjú ráðuneyti koma að netöryggi á Íslandi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fer með málefni sem varða netöryggi. Dóms- málaráðuneytið fer með mál er lúta að afbrotum tengdum netinu og utanríkis- ráðuneytið fer með formleg tengsl við önnur ríki, t.d. vegna netvarna. Þarf að bæta menntun Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra, fer með málefni sem varða netöryggi. IS ANYTHING SAFE IN THE DIGITAL WORLD? ER EITTHVAÐ ÖRUGGT Í STAFRÆNUM HEIMI? ÖRY6G1SR5ÐST3FN∆ 06.03.2019 // GRAND HÓTEL // KL. 08:00 - 12:00 Theodór Ragnar Gíslason Co-founder and CTO hjá Syndis NEVER SAFE IN A DIGITAL WORLD: EXPERIENCES AND LESSONS FROM THE FRONT LINES Dr. Sigurður Emil Pálsson Formaður netöryggisráðs AÐGERÐIR STJÓRNVALDA TIL AÐ EFLA NETÖRYGGI Helga Þórisdóttir Forstjóri Persónuverndar NÝ HEIMSMYND, ÁSKORANIR Á SVIÐI PERSÓNUVERNDAR Jónas Ingi Pétursson Fjármála- og upplýsingatæknistjóri hjá Ríkislögreglustjóra LÖGGÆSLA Í STAFRÆNUM HEIMI Helga Arnardóttir Fundarstjóri Pablos Holman Hacker and Futurist A HACKER'S VIEW OF A DIGITAL FUTURE ER T ÞÚ H AK KA Ð U R? Þorsteinn Gunnarsson, Forstjóri Opinna Kerfa FUNDARSETNING MÓTTAKA Laura Galante National Cybersecurity Analyst DIGITAL WARFARE - KEEPING A NATION CYBER-SAFE PALLBORÐSUMRÆÐUR - Stjórn umræðna, Helga Arnardóttir STAÐA MÁLA, FRAMTÍÐARSÝN OG ÁHERSLUR Í NET- OG UPPLÝSINGAÖRYGGI MEÐ ÞÁTTTÖKU FYRIRLESARA Kristinn Guðjónsson Google Detection and Response Team Lead YOUR BUSINESS HAS BEEN HACKED - NOW WHAT? Tryggðu þér miða! opinkerfi.is/oryggisradstefna-ok V E R T 1 4 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 5 1 -A 7 8 8 2 2 5 1 -A 6 4 C 2 2 5 1 -A 5 1 0 2 2 5 1 -A 3 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.