Fréttablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 56
Franska kvikmyndahátíðin er í
fullum gangi í Háskólabíói og Veröld
– Húsi Vigdísar. Þetta er í nítjánda
sinn sem hátíðin er haldin í Reykja-
vík og sem fyrr er lögð áhersla á að
gefa mynd af fjölbreytni franskrar
kvikmyndagerðar með úrvali nýrra
mynda af öllu tagi.
Á dagskránni eru gamanmyndir,
drama, spennumyndir, teiknimynd-
ir, sögulegar og klassískar myndir
þannig að allir ættu að geta fundið
eitthvað fyrir sinn smekk. Allar hafa
myndirnar fengið mikla aðsókn og
lof í Frakklandi og víða um lönd,
ekki síst á þekktum kvikmyndahá-
tíðum. Myndirnar eru sýndar ýmist
með íslenskum eða enskum texta.
Minning kvikmyndagerðarkon-
unnar Sólveigar Anspach verður
heiðruð á hátíðinni í kvöld þegar
verðlaun í nafni hennar verða afhent
í þriðja sinn í Háskólabíói kl. 18.
Verðlaunin eru veitt fyrir frum-
raun í stuttmyndagerð og er skil-
yrðið að leikstjórinn sé kona og að
myndin sé á frönsku eða íslensku.
Að þessu sinni sendu 60 kvikmynda-
gerðarkonur, frá Íslandi, Frakklandi,
Alsír, Kanada, Kongó, Malí, Senegal
og Sviss myndir í keppnina.
Dómnefnd skipuð Degi Kára Pét-
urssyni, Helgu Rakel Rafnsdóttur,
Ísold Uggadóttur, Valérie Leroy og
Sjón sem var formaður, valdi þrjár
sem verða sýndar í kvöld og ein
þeirra hlýtur verðlaunin sem Eliza
Reid forsetafrú afhendir.
Myndirnar þrjár eru ólíkar og hver
er sögð bera sín sterku einkenni;
ljóðræna sýn, vísindaskáldskap,
fjölskyldusögu. Myndirnar kanna
dýpsta samband okkar við þau sem
okkur standa næst og minna á hve
ímyndun og dagdraumar skipta
miklu máli í lífinu.
Athöfninni lýkur með sýningu á
Tunglferðinni eftir Georges Méliès.
Myndin er frá fyrstu árum kvik-
myndagerðar, tekin árið 1902, og
er 15 mínútna löng. Hún er um leið
fyrsta framtíðar- eða vísindamynd
sem sögur fara af. Sólveig Anspach lést 2015 langt fyrir aldur fram og hennar er nú minnst í
þriðja sinn á Frönsku kvikmyndahátíðinni sem nú fer fram í Reykjavík.
Sólveigar Anspach minnst á Frönsku kvikmyndahátíðinni
KVIKMYNDIR
Tryggð
HHHHH
Leikstjórn: Ásthildur
Kjartansdóttir
Aðalhlutverk: Elma Lísa Gunn-
arsdóttir, Enid Mbabazi, Raffaella
Brizuela Sigurðardóttir, Claire
Harpa Kristinsdóttir.
Tryggð er stórmerkileg kvikmynd
sem maður hefur einhvern veginn
á tilfinningunni að allt of margir
séu að láta fram hjá sér fara. Það
væri mikið glapræði þar sem hér er
á ferðinni ákaf lega vönduð og vel
gerð kvikmynd sem á brýnt erindi
við okkur öll.
Ásthildur Kjartansdóttir leik-
stýrir og skrifar handritið og skilar
stórgóðri kvikmynd upp úr skáld-
sögunni Tryggðarpantur eftir Auði
Jónsdóttur. Bók Auðar kom út 2006
og sjálfsagt ber það spádómsgáfu
rithöfundarins skýrt vitni að sagan
á enn frekar erindi nú en þá.
Elma Lísa Gunnarsdóttir leikur
Gíselu, mátulega hrokafulla blaða-
konu og íslenska forréttindapíu
sem hefur það býsna gott í húsi sem
hún erfði eftir ömmu sína. En ekki
er allt sem sýnist og fjárhagurinn
þrengist f ljótt þegar hún segir upp
í vinnunni.
Þá grípur hún á lofti tækifæri til
þess að skrifa grein um aðstæður
innf lytjenda á Íslandi og kynnist
þannig Mariu, frá Suður-Ameríku,
og Abebu sem er hingað komin frá
Úganda ásamt ungri dóttur sinni,
Lunu.
Af misskilinni og skilyrtri hjarta-
gæsku hvítu konunnar býður hún
konunum að búa hjá sér og allt fer
voða vel af stað. Gísella fyllir upp í
andlegt og veraldlegt tómarúm með
nýju leigjendunum en þegar efna-
hagur hennar þrengist og nýju „vin-
konurnar“ vilja fá sjálfsagt athafna-
frelsi súrnar sambúðin fljótt.
Myndin er ákaflega áferðarfögur,
kvikmyndatakan er á köflum frá-
bær og sviðsmyndin heillandi en
mynda þó aðeins ramma um marg-
laga mannlegan harmleik utan um
ágenga sögu.
Upphaf, ris og endalok myndar-
innar smella saman í firnasterka
heild sem hálfpartinn bítur í halann
á sjálfri sér þegar aðalpersónan er
annars vegar.
Hin vel upplýsta, vel meinandi,
hvíta, vestræna „góðmennska“
okkar í garð „hinna“ sem deila jörð-
inni með okkur kristallast í míkró-
kosmósinum sem hús Gísellu er.
Konurnar sem hún hýsir af
hjarta gæsku og á eigingjörnum for-
sendum hafa hrakist hingað undan
fátækt, styrjöldum og annarri óáran
sem er ekki síst afleiðing ofbeldis og
vestræns yfirgangs í þeirra heims-
hluta árhundruðum saman.
Hin vestræna sektarblandna
Æ sér gjöf til gjalda
Ólíkum menningarheimum lýstur saman í húsi í Reykjavík með hádramatískum afleiðingum í Tryggð.
Mikið mæðir á Elmu Lísu í aðalhlutverkinu
sem hún skilar með miklum glæsibrag.
Enid Mbabazi og Claire Harpa Kristinsdóttir eru dá-
samlegar í hlutverkum mæðgna frá Úganda sem fá
að kenna á gestrisni Gíselu sem Elma Lísa leikur.
hjálpfýsi og góðmennska gagn-
vart þessu ógæfusama fólki („ekki
segja „þetta fólk!““) persónugerist
dásamlega í Gísellu sem er í raun
holdgervingur allra okkar hvítu,
vestrænu forréttinda.
Ljóst litaraftið og þjóðernið,
sem opnar nánast hvaða dyr
sem er, gerir Gísellu mögulegt
að hætta í fússi í vinnunni
sem henni leiðist í, taka sér
góðan tíma til að „fara yfir
málin“, láta sér leiðast í
tómu, barnlausu húsi,
sulla í rauðvíni og setja
saman lausleg plön um
að skrifa grein um fátæka innflytj-
endur.
Allt þetta getur hún leyft sér á
sama tíma og vextir hlaðast ofan á
lánin og gjaldþrot vofir yfir. Samt
lúxus sem Abeba getur ekki einu
sinni látið sig dreyma um þar sem
hún stritar myrkranna á milli til
þess að hafa þak yfir höfuð
sitt og dóttur sinnar.
Smátt og smátt verður
áhorfendum ljóst að
samkennd Gísellu með
konunum bágstöddu
nær einungis svo langt
sem konurnar sam-
þykkja yfirburði hennar
og halda sig við fyrir-
framgefin hlutverk
s í n s e m
konur sem eiga bágt og þurfa aðstoð.
Það er til dæmis ekki vel séð að
eiga kærasta, reykja sígarettur eða
að benda Gísellu á að hún eigi eftir
að vinna húsverk. Samskipti Gís-
ellu og leigjendanna eru í rauninni
míkrókosmós af ofríki nýlenduherra
gagnvart hinum undirsettu; ráðríki
hennar gagnvart skjólstæðingunum
ágerist eftir því sem líður á myndina
án þess að hún verði þess vör. En það
er einmitt svoleiðis sem hvít forrétt-
indi virka; þau eru svo sjálfsögð, allt-
umlykjandi og mynda svo þéttofið
net um veruleikann. Ein skýrasta
birtingarmynd þess í myndinni er
hve sjálfsagt Gísellu þykir að slá eign
sinni á Lunu, dóttur Abebu, undir
formerkjum velvildar. Þetta mynst-
ur er býsna vel þekkt og nær mörg
hundruð ár aftur í tímann þar sem
hvítum konum sem tilheyrðu yfir-
stétt nýlenduherranna þótti sjálfsagt
að taka börn af svörtum ambáttum
sínum sem eins konar sambland af
lítilli manneskju og gæludýri.
Innflytjendur á Íslandi voru ein-
mitt að mótmæla kröppum kjörum
sínum hérna í gær. Pæliði aðeins í
því og drífið ykkur svo í bíó að sjá
Tryggð. Þórarinn Þórarinsson
NIÐURSTAÐA: Falleg en átakanleg
bíómynd sem á brýnt erindi við
íslenskan samtíma og okkur öll.
Mynd sem er ekki síður mikilvægt
að allir sjái en Lof mér að falla. Við
erum öll ein fjölskylda. Er þetta
eitthvað flókið?
1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R40 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BÍÓ
1
4
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
5
1
-D
8
E
8
2
2
5
1
-D
7
A
C
2
2
5
1
-D
6
7
0
2
2
5
1
-D
5
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K