Fréttablaðið - 31.01.2019, Side 8

Fréttablaðið - 31.01.2019, Side 8
BANDARÍKIN Sannarlega má tala um að fimbulkuldi hafi verið í norð- austurhluta Bandaríkjanna í gær. Víða var meira en 20 stiga frost. Í bænum International Falls í Minne- sota mátti lesa -39 á mælunum. Bærinn er, ef til vill skiljanlega, oft kallaður ýmist „Ískassi þjóðarinnar“ eða „Kalfossar“. Stórborgir fengu einnig að finna vel fyrir því. Frostið í Chicago fór í 32 stig, tæp þrjátíu í Detroit og Des Moines og í fimmtán í St. Louis. Weather.com greindi frá því að miðað við vindkælingu hefði kuld- inn verið líkt og 49 stiga frost við hina svokölluðu Kalfossa og líkt og 42 stiga frost í Chicago. Kuldamet féllu þó ekki á umræddum stöðum. Við Kalfossa hefur kaldast mælst 48 stiga frost, 33 í Chicago og 29,5 í Detroit. Svo því sé haldið til haga var kuldametið á meginlandi Bandaríkjanna sett í Montana í janúar 1954 og var þá 57 stiga frost. Kuldamet Bandaríkjanna í heild var sett í Alaska í janúar 1971, 62 stiga frost. Allnokkur andlát voru stað- fest í gær. Samkvæmt BBC varð til dæmis maður fyrir snjómoksturs- bíl í Chicago, annar fraus í hel í bíl- skúr í Milwaukee og ungt par fórst í bílslysi vegna hálku í norðurhluta Indiana. Daglegt líf í Illinois, Iowa, Minne- sota, Norður- og Suður-Dakóta, Wisconsin, Kansas, Missouri, Mont- ana, Nebraska og víðar hefur raskast töluvert vegna heimskautalægðar- innar sem nú gengur yfir svæðið. Skólar og vinnustaðir skelltu í lás, pósturinn hætti að bera út og sam- göngur voru víða í lamasessi svo fátt eitt sé nefnt. Þúsundum flugferða hefur til að mynda verið aflýst. „Þetta eru AFAR HÆTTULEGAR aðstæður. Ef maður er úti í jafnvel fimm mínútur gæti maður fengið kalsár. Það besta sem þið getið gert í stöðunni er að takmarka útivist,“ sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu alríkisveðurstofunnar í Minnesota. Dave Hennen á veðurstofu CNN tók í sama streng. „Kaldasta veður þessarar kynslóðar leitar nú suður á bóginn,“ sagði hann á þriðjudags- kvöld áður en mesta frostið skall á. „Manndrápsveður“ var fyrir- sögnin framan á Chicago Sun Times. „Þetta er eins slæmt og það gerist í þessum heimshluta,“ sagði veðurfræðingurinn Mark Ratzer við blaðamann þar á bæ. Þetta mikla frost er til marks um að nú sé tekinn við tími mikilla öfga í veðri. Þessari skoðun lýsti Crystal A. Kolden, prófessor við Idaho-háskóla, í viðtali við The New York Times í gær. Hún benti á að undanfarin ár höfum við horft upp á öfgar í skógareldum, felli- byljum, hita og frosti. „Við þurfum að hugsa út fyrir þann ramma sem fortíðin sýnir okkur og undirbúa okkur undir að ástandið nú verði verra en við höfum áður séð,“ sagði prófessorinn. Og þótt forseti Bandaríkjanna hafi gantast með á þriðjudag að vegna heimskautalægðarinnar væri svo sannarlega þörf á lofts- lagsbreytingum, sem hann hefur ítrekað lýst efasemdum um að séu af mannavöldum, eru þessar sömu loftslagsbreytingar ástæðan fyrir veðuröfgum sem þessum að mati Friederike Otto, prófessors í lofts- lagsvísindum við Oxford. „Þótt ekki sé hægt að kenna lofts- lagsbreytingum alfarið um þessar öfgar er ljóst að þessar miklu breyt- ingar hækka líkur á fjölda öfgafullra atburða. Vegna þess er mikilvægt að átta sig á hvaða ógn steðjar að samfélagi þínu. Sú ógn hefði jafnvel ekki verið til staðar ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar,“ sagði Otto við The New York Times. thorgnyr@frettabladid.is 0 -10˚ -20 -30 -40 -50 -60 -70 -80 -90 -8˚ Reykjavík í gær -89˚ í Vostok-rannsóknar- stöðinni á Suðurskautinu 21. júlí 1983. Kuldamet heimsins. -15˚ St. Louis í gær. -25˚ Des Moines í gær. -26˚ Detroit í gær. -32˚ Chicago í gær. -38˚Grímsstaðir og Möðrudalur 21. janúar 1918. Kuldamet á Íslandi. -39˚ International Falls í gær. -57˚ í Montana 20. janúar 1954. Kuldamet á meginlandi Bandaríkjanna. -62˚ í Alaska 23. janúar 1971. Kuldamet Bandaríkjanna. ✿ Fimbulkuldi Manndrápsveður vestanhafs Hættulegt frost var í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Fór niður að fjörutíu stigum. Stórborgir lentu illa í heimskautalægðinni og mældist frost til að mynda 32 stig í Chicago. Veðurfræðingar vara við útivist. 5 mínútur af útivist duga til að fá kalsár, sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu alríkisveður- stofunnar í Minnesota. G R A N D I – L I N D I R – S K E I FA N – E L K O . I S heilsudagar 21.01 – 03.02 EÐA 4.701 KR. Á MÁNUÐI M.V. 12 MÁN. VAXTAL. KORTALÁN - ALLS 56.414 KR. - ÁHK 24,50% 49.985 EÐA 5.047 KR. Á MÁNUÐI M.V. 12 MÁN. VAXTAL. KORTALÁN - ALLS 60.560 KR. - ÁHK 23,77% 53.990SAMSUNG GALAXY A7 SAMA750BLA 6.0” SUPER AMOLED 1080X2220 24MP F/1.7, ULTRAWIDE 8MP F/2.4, 5MP F/2.2 24MP F/2.0 4K VÍDEÓ 64GB 4GB 3x bak- mynda- vélar borgaðu með úrinu GARMIN VIVOACTIVE 3 0100176910 þér í einu og öllu snjallúr sem hentar TÆKNI Facebook hefur frá 2016 greitt fólki frá 13 til 35 ára allt að 20 dali á mánuði fyrir að hala niður appi að nafni Facebook Research. Appið fylgist með öllu sem notand- inn gerir í síma sínum og sendir til Facebook. Þannig er gögnum um netnotkun og keppinauta Facebook safnað í stórum stíl. Techcrunch greindi frá. Samkvæmt öryggissérfræðingi sem miðillinn ræddi við getur Facebook safnað einkaskilaboð- um, myndum, tölvupóstum, leitar- orðum, vafrasögu og staðsetningu notanda með appinu. Upplýsingafulltrúi Apple sagði við Techcrunch að þetta væri skýrt brot gegn skilmálum Apple. „Facebook hefur notað aðild sína að hönnunarverkefni okkar til þess að dreifa gagnasöfnunarforriti til neyt- enda. Þetta er skýrt brot gegn skil- málum samkomulags Facebook og Apple,“ sagði upplýsingafulltrúinn. Facebook staðfesti í kjölfar birtingar fréttarinnar að útgáfu appsins fyrir iOS, stýrikerfi iPhone-síma Apple, yrði hætt. Henni verður þó haldið áfram fyrir Android. Facebook festi kaup á fyrir- tækinu Onavo 2014. Það hafði þróað app að nafni Onavo Protect sem þjónaði sams konar tilgangi. Þannig gat Facebook komist að því hvernig notendum líst á önnur öpp og gat meðal annars spáð fyrir um komandi vinsældir WhatsApp, sem Facebook keypti síðar sama ár. Apple bannaði það app í ágúst síðastliðnum. – þea Facebook gerir út njósnaapp Appið brýtur gegn skilmálum Apple. NORDICPHOTOS/GETTY 13-35 ára fólki var greitt fyrir upplýsingar um alla símanotkun sína. Sem stendur er frost í Chicago það mikið að sé vatni skvett upp í loft frýs það áður en það nær jörðu. Það sannreyndi þessi íbúi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 3 1 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 1 -9 D 1 C 2 2 3 1 -9 B E 0 2 2 3 1 -9 A A 4 2 2 3 1 -9 9 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.