Fréttablaðið - 31.01.2019, Síða 10
Aukaársfundur EFÍA 2019
Eftirlaunasjóður FÍA boðar til auka-
ársfundar fimmtudaginn 14. febrúar
2019 kl. 12 í Hlíðarsmára 8, Kópavogi.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á
fundinum með umræðu- og tillögurétti.
Hægt er að nálgast ársfundargögn á
heimasíðu sjóðsins www.efia.is.
Dagskrá
1. Ávöxtun og eignasamsetning sjóðsins 2018
2. Tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum sjóðsins
3. Önnur mál
✿ Hrein erlend staða sem hlutfall af vergri
landsframleiðslu í september 2018
Finnland
Ítalía
Bretland
Frakkland
Meðaltal
Tékkland
Slóvenía
Eistland
Litháen
Búlgaría
Rúmenía
Ungverjaland
Lettland
Króatía
Pólland
Ísland í mars 2013
Slóvakía
Spánn
Portúgal
Kýpur
Grikkland
Írland
Hrein erlend staða íslenska þjóðarbús-ins hefur stórbatnað á umliðnum árum og er orðin ein sú besta í evrópskum
samanburði. Samkvæmt upplýs-
ingum á vef evrópsku hagstofunnar
Eurostat er hrein erlend staða, sem
hlutfall af vergri landsframleiðslu,
aðeins betri í sex Evrópuríkjum en á
Íslandi.
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði
við Háskóla Íslands, segir að sterk
staða þjóðarbúsins gagnvart útlönd-
um geti haft þau áhrif að langtíma-
vextir hér á landi lækki.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð-
ingur Íslandsbanka, telur að horfur
séu á frekari bata á erlendri stöðu
þjóðarbúsins næsta kastið þar sem
áfram sé útlit fyrir viðskiptaafgang
við útlönd.
Hrein erlend staða þjóðarbúsins
var jákvæð um 368 milljónir króna,
eða sem samsvarar 13,3 prósentum af
vergri landsframleiðslu, í lok septem-
ber síðastliðins og hefur hún aldrei
verið betri. Erlendar eignir námu alls
3.380 milljörðum króna en erlendar
skuldir 3.012 milljónum króna.
Sé litið til ársbyrjunar 2014 hefur
staðan farið úr því að vera neikvæð
um 190 milljarða króna í að vera
jákvæð um tæplega 370 milljarða
króna. Hefur hrein erlend staða
þjóðarbúsins með öðrum orðum
batnað um 560 milljarða króna á
aðeins fimm árum.
Ísland kemur vel út í saman-
burði við önnur Evrópuríki í úrtaki
Euro stat. Þannig var hrein staða við
útlönd, í hlutfalli af vergri landsfram-
leiðslu, neikvæð í meirihluta ríkja
Evrópusambandsins í lok þriðja
fjórðungs síðasta árs á meðan hlut-
fallið var jákvætt um ríflega 13 pró-
sent hér á landi. Að meðaltali var
hlutfallið neikvætt um 24,6 prósent
í Evrópusambandsríkjunum.
Leiðir til lægri vaxta
Ásgeir bendir á að Ísland hafi á und-
anförnum árum breyst frá því að vera
Staða þjóðarbúsins ein sú
besta í evrópskum samanburði
Hrein staða íslenska þjóðarbúsins gagnvart útlöndum er betri en víðast hvar á meðal Evrópuríkja. Dósent
í hagfræði við Háskóla Íslands segir að breytt staða þjóðarbúsins ætti að leiða til lægri langtímavaxta. Aðal-
hagfræðingur Íslandsbanka segir áframhaldandi útlit fyrir viðskiptaafgang við útlönd á næstu árum.
hagsspá Íslandsbanka hafi verið gert
ráð fyrir þó nokkrum viðskiptaaf-
gangi út áratuginn sem þýði, að öðru
jöfnu, að erlenda staðan muni batna
enn frekar. Hann bendir á að gangi
spáin eftir verði árið 2020 níunda
árið í röð þar sem afgangur reynist af
viðskiptum við útlönd.
„Við erum komin í ansi þægilega
stöðu sem endurspeglast meðal
annars í því að við erum að spara
mikið erlendis og auka jafnt og þétt
við erlendar eignir án þess að lenda
í einhverjum vandræðum með fjár-
mögnunina með gjaldeyri. Við erum
í raun að ráðstafa viðskiptaafgang-
inum í sparnað,“ segir Jón Bjarki.
Afleiðing af lífeyriskerfinu
Ásgeir segir að umskipti undan-
farinna ára séu í raun afleiðing af
íslenska lífeyriskerfinu.
„Lífeyriskerfið þvingar fram tölu-
verðan sparnað hjá landsmönnum
með skylduframlögum. Landsmenn
spara stóran hluta af tekjum sínum
sjálfkrafa í gegnum lífeyrissjóðina. Þá
eru lífeyrissjóðirnir að stækka mjög
hratt því fáir eru að fara á eftirlaun en
margir að greiða inn í sjóðina. Við-
skiptajöfnuður endurspeglar sparnað
í hagkerfinu og er viðskiptaafgangur
þannig til marks um mikinn sparnað.
Þessi mikli lífeyrissparnaður birtist
okkur í stórbættri erlendri stöðu
þjóðarbúsins og eignasöfnun ytra
vegna fjárfestinga lífeyrissjóðanna
fyrir utan landið,“ segir Ásgeir.
Hinn stöðugi viðskiptaafgangur
síðustu tíu ára sé þannig ekki ein-
göngu ferðaþjónustunni að þakka.
„Gjaldeyristekjur þjóðarinnar hafa
áður vaxið hratt vegna uppgangs
í sjávarútvegi án þess að það hafi
komið fram í viðskiptajöfnuðinum
því við höfum einfaldlega eytt þeim
og endað í viðskiptahalla,“ nefnir
Ásgeir og bætir við:
„Staðreyndin er fremur sú að við-
skiptaafgangurinn er beint endurvarp
af lífeyriskerfinu. Ef ferðaþjónustan
hefði ekki komið til værum við samt
sem áður með viðskiptaafgang en
væntanlega á grunni lægra raun-
gengis, rýrari kaupmáttar og minni
innflutnings. Ferðaþjónustan hefur
gert okkur auðveldar fyrir að við-
halda viðskiptaafgangi en er ekki aðal
orsakavaldurinn að honum.“
fjármagnsinnflytjandi með krónískan
viðskiptahalla, líkt og á árunum 1945
til 2008, og til þess að vera fjármagns-
útflytjandi með viðskiptaafgang.
„Þessi breytta staða ætti að leiða
til lækkunar langtímavaxta og hefur
einnig þau áhrif að við fáum vaxta-
tekjur inn í landið í stað þess að við
séum að greiða vexti út úr landinu
líkt og hingað til hefur verið raunin,“
nefnir Ásgeir og bætir við að erlendar
vaxtatekjur geti einnig leitt til hærra
jafnvægisraungengis.
Jón Bjarki segir að í nýlegri þjóð-
65,6%
-139,3%
40,5%
13,3%
10,9%
5,5%
-1,6%
-3,2%
-5,5%
-12,8%
-24,6%
-25,8%
-27,2%
-29,3%
-33,1%
-36,8%
-48,0%
-48,3%
-49,7%
-53,0%
-59,3%
-60,0%
-66,6%
-81,3%
-103,1%
-106,7%
-136,5%
Kristinn
Ingi Jónsson
kristinningi@frettabladid.isArion banki telur brýnt að sam-
keppnisstaða íslenskra banka
gagnvart erlendum keppinautum
verði færð á jafnræðisgrunn áður
en hafist verður handa við að selja
eignarhluti ríkisins í bönkunum.
Þetta kemur fram í umsögn bankans
um hvítbók um framtíð fjármála-
kerfisins sem birt var í samráðsgátt
stjórnvalda fyrr í vikunni.
Bankinn vísar í umsögn sinni til
minnisblaðs Bankasýslu ríkisins þar
sem bent er á að ef erlendur banki
keypti íslenskan banka myndi hann
áreiðanlega vilja leysa upp íslenska
bankann þegar í stað og breyta
honum í útibú.
Útibúið yrði ekki undanskilið
bankaskatti, sem leggst á skuldir
fjármálafyrirtækja, en Arion banki
nefnir hins vegar að það yrði með
mun lægri eiginfjárkröfu en inn-
lendir bankar og þá yrðu opinberar
álögur lægri.
„Öllum má vera ljóst að innkoma
erlends banka á íslenskan markað
undir þessum kringumstæðum færir
honum verulegt samkeppnisforskot
án þess að ljóst sé að það skili neyt-
endum tilætluðum ávinningi,“ segir
í umsögn Arion banka.
Hvað varðar umfjöllun Bankasýsl-
unnar um mögulega sölu innlends
banka til erlends banka telur Arion
vert að staldra við þrjú atriði. Í fyrsta
lagi geti bankaskatturinn ráðið því
hvort af erlendri fjárfestingu verði. Í
öðru lagi sé líklegt að bankaskattur-
inn hafi áhrif á hvort og þá hvernig
útibú erlends banka byggi upp eign-
ir og skuldir á Íslandi. Þá njóti slíkt
útibú talsverðs aðstöðumunar. Til
dæmis sé sennilegt að útibúið muni,
ólíkt íslenskum bönkum, styðjast
við innramatsaðferð við útreikning
á eiginfjárkröfum. – kij
Bankar keppi á
jafnræðisgrunni
Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri
Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Arion banki telur brýnt
að samkeppnisstaða á
bankamarkaði verði jöfnuð
áður en hafist verður handa
við að selja eignarhluti
ríkisins í bönkunum.
MARKAÐURINN
3 1 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Holland
Danmörk
Malta
Þýskaland
Belgía
Lúxemborg
Ísland í september 2018
Svíþjóð
Austurríki
65,4%
63,5%
60,0%
52,0%
3
1
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
1
-9
8
2
C
2
2
3
1
-9
6
F
0
2
2
3
1
-9
5
B
4
2
2
3
1
-9
4
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K