Fréttablaðið - 31.01.2019, Síða 12
Merkja má breyt-ingu á kynlífs-hegðun fólks hér á landi. Þ e t t a s e g i r Áslaug Krist-
jánsdóttir, kynfræðingur og hjúkr-
unarfræðingur. Fólk virðist vera
farið að skoða þann kost að vera í
opnu sambandi.
„Ég hef tekið eftir aukningu í
því að fólk sem leitar til mín er í
opnum samböndum eða vill ræða
þann möguleika. Ég legg til að fólk
ræði mörkin sem sambandi þeirra
séu sett í upphafi sambands og svo
reglulega eftir það. Sambönd eru lif-
andi og breytast með fólkinu sem er
í þeim. Ég hef ekki trú á því að með
því að ræða hvort sambandið eigi að
vera opið eða lokað aukist líkurnar
á því að fólk opni samböndin. Lang-
flestir eiga enn erfitt með þessa hug-
mynd, að deila maka sínum, þó að
við séum að sjá örlitla breytingu á
því,“ segir Áslaug.
„En fólk er líka almennt opnara
fyrir fjölbreytileika í dag en fyrir
nokkrum árum, hvað þá áratugum.
Fólk sem leitar til mín og er í opnum
samböndum er oftast að takast á við
svipaða hluti og þeir sem eru í lok-
uðum samböndum.“
Hjónaband er sáttmáli sem á að
rofna við dauða annars aðilans og
ekki fyrr. Á undanförnum áratugum
hefur hugmyndin um hjónaband
verið að breytast og fólk er hætt að
líta svo alvarlega á þennan sáttmála
og skilnaðir eru orðnir tíðir.
„Það fylgir því ekki skömm í dag
að skilja eins og áður var. Nýja
skömmin er að halda út lélegt
hjónaband þegar annað og betra er
í boði,“ segir hún.
„Með tilkomu skilnaða breytist
fjölskyldumynstur líka. Við erum
farin að deila börnunum okkar með
öðrum foreldrum sem við köllum
stjúpforeldra. Umræðan hjá kyn-
fræðingum er um það hvaða breyt-
ingar séu næstar á hjónaböndum og
fjölskyldum. Er það að við förum að
deila maka okkar í auknum mæli?“
Áslaug segir það afar misjafnt
hvað opið samband þýðir. Það þurfi
að semja um það eins og annað í
samböndum. Sumir vilja aðeins
stunda kynlíf með öðrum en aðrir
vilja dýpri sambönd með öðrum
en frummaka. Þessar
samningaviðræður
eru svipaðar þeim
sem gerast í lok-
uðum sambönd-
um, við erum
alltaf að semja um mörk innan sam-
bandsins. Hvað má og hvað ekki.
Áslaug hjálpar fólki að skoða
fyrirkomulag og leiðbeinir því í þá
átt sem hentar hverjum og einum.
„Ég hugsa að það sé flókið að hefja
umræðuna um opið samband en
ekkert flókið að vera í því þegar
fyrirkomulagið er skýrt. Þegar fólk
leitar til mín til að fá leiðbeiningar
um það hvernig sé best að láta
opin sambönd ganga upp þá ræði
ég hugsanlegar hindranir. Hvernig
skuli tekið á því þegar afbrýðisemi
kemur upp, hvernig skal tekið á því
ef samningurinn er rofinn. En fyrst
og fremst þarf fólk að gera upp sinn
hug, hvort það treysti sér í opið
samband og gera þetta út frá eigin
gildum,“ segir hún.
„Það er erfitt ef annar vill opið
samband en ekki hinn. Ég mæli
ekki með að prófa og búa svo til
reglur. Né að prófa og gá svo hvað
þér finnst um þetta. Svo ræði ég
praktíska hluti eins og hvað má
og hvað ekki, hverju er deilt innan
sambands og hverju ekki.“
S m æ ð s a m f é l a g s i n s
flækir stundum málið þar
sem erfiðara er að halda
opnum samböndum fyrir
sig. „Við búum enn í sam-
félagi sem telur parsam-
band tveggja vera normið
og fólk óttast því stundum
álit annarra. En það er samt
að aukast að fólk sé opnara með
önnur sambandsform enda komið
hér samfélag fjölkærra (e. poly).“
er eðli okkar. Eins er óljóst hvort
konur kjósi frekar opið samband
eða hvort karlar séu frekar að kalla
eftir því, þó segir Áslaug hugmynd-
ina frekar konunnar megin. „Mín
tilfinning er að það séu frekar konur
sem hefja umræðuna. En kannski er
það bara af því að konur eru oftar
betur þjálfaðar í samskiptum og
eiga frekar frumkvæðið að yrtum
samskiptum.“
Áslaug þekkir bæði dæmi þess að
opið samband hafi hentað parinu
betur og gengið vel upp en einnig
þar sem parið hafi ákveðið að skilja
eða enda sambandið vegna ólíkra
langana og skoðana á sambands-
forminu.
„Opin sambönd reyna oft á hug-
myndir okkar um sambönd og ást-
ina. Fólk á ekki að reyna að bjarga
sambandi með því að opna það. Ef
sambandið stendur höllum fæti er
ekki lausnin að auka álagið á það.
Það að opna samband útheimtir
góð samskipti og traust,“ segir
Áslaug. „Trúnaðarbrot verða innan
opinna sambanda líkt og lokaðra.
Framhjáhald innan opinna sam-
banda snúast um það þegar annar
aðilinn í frumsambandinu gerir eitt-
hvað sem var út fyrir samninginn.
Þessu er alveg eins farið í lokuðu
sambandi, annar aðilinn brýtur
sáttmálann. Öll sambönd hafa sínar
reglur og úrvinnslan á framhjáhaldi
er svipuð í öllum samböndum. Það
er ekkert auðveldara að upplifa
trúnaðarbrot í opnu sambandi.“
Góðar reglur fyrir
opið samband
n Gefið ykkur tíma og næði til að
ræða fyrirkomulag sem hentar
ykkur.
n Ræðið reglulega hvernig ykkur
líður með það fyrirkomulag
sem þið völduð. Ef þið eruð að
opna sambandið þá þarf að
taka stöðuna oftar.
n Verið heiðarleg við ykkur og
maka um líðan með það fyrir-
komulag sem þið völduð.
n Gerið eins skýran samning og
mögulegt er. Hvað má, með
hverjum, hvenær, hverju er
sagt frá og hverju ekki o.s.frv.
n Hugið að frumsambandinu.
Gerið eitthvað skemmti-
legt og nýtt reglulega
saman.
n Hugsið um heilsuna.
Ef þið eruð að sofa
hjá öðru fólki notið
þá varnir og farið
reglulega í kyn-
sjúkdóma-
tékk.
Gunnþórunn
Jónsdóttir
gunnthorunn@frettabladid.is
Það fylgir því ekki
skömm í dag að
skilja eins og áður var. Nýja
skömmin er að halda út
lélegt hjónaband þegar
annað og betra er í boði.
Áslaug Kristjánsdótt-
ir, kynfræðingur
og hjúkrunar-
fræðingur
Fjölkær sambönd eða fjölsambönd
eru ástarsambönd þar sem fleiri
en tveir einstaklingar eru í spilinu.
Það geta verið margs konar sam-
setningar á þeim.
Fleira yngra fólk er í opnum sam-
böndum eða ræðir þann möguleika
að opna sambandið. Það styður við
þá hugmynd að sambönd séu að
taka breytingum, yngra fólk er
móttækilegra fyrir breytingum
alla jafna. Án þess þó að ætla
að flest yngra fólk kjósi
annað en hefðbundið
sambandsform eða að
eldra fólk velji ekki
stundum annað
en það sem talið
Nútíma pör virðast
forvitin um að prófa
opið samband
Opin sambönd hafa verið mikið í umræðunni á meðal kynfræðinga.
Kynfræðingar um allan heim merkja breytingar á samböndum og hjóna-
böndum. Yngra fólk giftir sig í minni mæli og virðist að einhverju leyti líta
á sambönd sem tímabundnari en áður.
TILVERAN
3 1 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
1
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
1
-8
4
6
C
2
2
3
1
-8
3
3
0
2
2
3
1
-8
1
F
4
2
2
3
1
-8
0
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K