Fréttablaðið - 31.01.2019, Page 16

Fréttablaðið - 31.01.2019, Page 16
Granatepladrykkur með spírum er eitthvað sem allir ættu að prófa. Íris Ann og Lucas setja svip sinn á Grandagarð og reka þrjár fallegar einingar. Áslaug Snorradóttir ljósmyndari er þekkt fyrir litríkan og fallegan stíl. Luna Flórens er spenn-andi og skemmtilegur staður sem var opnaður núna á árinu á Granda-garði 25, í gömlu ver-búðunum úti á Granda við hliðina á The Coocoo’s Nest. Íris Ann Sigurðardóttir og Lucas Keller eigendur Coocoo’s Nest og MINØR Coworking eru fólkið á bak við Lunu Flórens. „Við erum svona að leggja loka- hönd á heildarmyndina en erum búin að opna. Okkur finnst voða gaman að búa til ný konsept þar sem kúnnarnir okkar fá að upplifa nýjan heim. Áhugamál okkar eru oftast leiðarljósin að hugmyndun- um okkar,“ segir Íris Ann um hug- myndina sem kviknaði að staðnum. „Luna Flórens er gipsy bar & boutique. Luna er persóna sem við sáum fyrir okkur með einstaklega góða nærveru sem fólk getur heim- sótt og liðið vel hjá. Fallegur staður fyrir ýmis stefnumót og hittinga, vinnufundi og innblástur. Hér er hægt að fá ýmis falleg te, holla safa og spennandi kokteila.“ Í Lunu er einnig hægt að kaupa ýmislegt eins og kristalla, plöntur og antíkmuni. Einnig er hægt að fá flest allar veitingar sem eru í boði á The Coocoo’s Nest yfir á Lunu þar sem það er opið á milli staðanna. „Það er nóg að gera en þannig þrífumst við best enda er þetta allt áhugamál okkar og þótt það geti stundum verið yfirþyrmandi þá er þetta að mestu bara skemmtilegt. Ég vinn einnig sem ljósmyndari og rek MINØR Coworking sem eru vinnu- stofur fyrir listamenn og eru einnig úti á Granda þannig að okkur leiðist ekki,“ segir Íris Ann. Á dögunum var haldin smá gleði á nýja staðnum en Áslaug Snorra- dóttir ljósmyndari hefur tekið þátt í sköpun Lunu og sá um að stjana við nýja gesti Lunu. „Ég kolféll fyrir Lunu Flórens þegar Íris nefndi hana við mig fyrir tveimur árum en þá var hún að mynda heimili mitt fyrir vefritið Islanders. Ég bauð upp á alls konar spírukokteila sem hún sagði myndu smellpassa á Bar í blóma sem hann er líka kallaður, sígaunabarinn hennar Írisar Ann,“ segir Áslaug. „Við Íris höfum brallað margt saman og dönsum í lífinu í svipuðum takti.“ Myndir segja meira en þúsund orð. Nýr sígaunabar og verslun Luna Flórens opnuð Á dögunum var skellt í veislu til að fagna opnun nýs staðar á Grandagarði. Gullfallegir og ofurhollir drykkir og spírukokteilar í fínum glösum er eitt af því sem einkennir sígaunabarinn Lunu Flórens. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@frettabladid.is Ljúffengur og grænn spírukokteill. Flatkökur með alls kyns gúmmelaði. Okkur finnst voða gaman að búa til ný konsept þar sem kúnnarnir okkar fá að upplifa nýjan heim. Íris Ann Sigurðardóttir, ljósmyndari og eigandi Lunu Flórens, The Coocoo’s Nest og MINØR Coworking. TILVERAN 3 1 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 1 -5 C E C 2 2 3 1 -5 B B 0 2 2 3 1 -5 A 7 4 2 2 3 1 -5 9 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.