Fréttablaðið - 31.01.2019, Síða 20

Fréttablaðið - 31.01.2019, Síða 20
Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Ekki verður annað séð en að vel hafi tekist til þetta árið við veitingu Íslensku bókmennta- verðlaun- anna. Garðbæingar geta verið stoltir þar sem sveitar- félagið lendir í 1. sæti í sex af þrettán viðhorfs- spurningum. Á dögunum voru niðurstöður í árlegri þjón-ustukönnun Gallup kynntar þar sem viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélög- unum eru mæld. Garðbæingar geta verið stoltir þar sem sveitarfélagið lendir í 1. sæti í sex af þrettán viðhorfsspurningum. Garðabær lendir í fyrsta sæti þegar spurt er um ánægju íbúa með þjónustu leikskóla, grunnskóla, þjónustu við barnafjöl- skyldur, almennt um skipulagsmál og þjónustuna á heildina litið. Einnig lendir Garðabær í fyrsta sæti þar sem spurt er um hversu vel eða illa starfsfólk bæjarins hefur leyst úr erindum íbúa. Garðabær er í flestum spurningum í efstu sætum og meðaltal úr öllum spurningum er hærra í öllum tilvikum nema í einni spurningu í samanburði við önnur sveitar- félög. Þessar góðu niðurstöður eru fyrst og fremst framúrskarandi starfsfólki að þakka. Garðabær hefur nýtt þessa árlegu könnun Gallup sem tæki til að bæta þjónustu bæjarins. Á þar síðasta ári voru settir á fót rýnihópar til að greina hvað mætti bæta í þjónustu við fatlað fólk, barnafjölskyldur, eldri borgara og við úrlausn erinda. Eftir þá vinnu var m.a. bætt við starfsmanni á fjölskyldusviði og uppbygging á búsetukjarna fyrir fatlað fólk hefur verið í fullum gangi. Niður- stöður nýrrar könnunar sýna að enn meira þarf að leggja t.d. í málaflokk fatlaðs fólks. Við viljum gera enn betur og munum setja aukna vinnu í þann málaflokk. Við erum stolt af háu þjónustustigi á sama tíma og álögum er haldið í lágmarki. Garðabær var það sveitarfélag sem skoraði hæst í rekstrarsamanburði í skýrslu Samtaka atvinnulífsins þar sem fjármál 12 stærstu sveitarfélaga landsins voru skoðuð. Þar kom fram að ánægja íbúa með leik- og grunnskóla er mest þar sem reksturinn er traustur og skilvirkni mikil. Garðbæingar eru almennt kröfuharðir um góða þjónustu og reglulega berast góðar ábendingar um bætta þjónustu bæjarins. Alltaf er hægt að bæta þjónustuna og við viljum gera Garðabæ enn betri! Góð þjónusta í Garðabæ Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar Ljómandi snjallt! Síðastliðið þriðjudagskvöld þegar rithöf-undurinn Hallgrímur Helgason tók við Íslensku bókmenntaverðlaunum á Bessastöðum fyrir skáldsögu sína 60 kíló af sólskini sagði hann: „Bókmenntir eru ekki íþróttagrein, en bók- menntaverðlaun eru hins vegar sport, alveg ágætis sport.“ Þarna komst rithöfundurinn hugmyndaríki vel að orði, eins og svo oft áður. Bókmenntaverðlaun eru vissulega ekki algildur mælikvarði á gæði verka. Nóbelsverðlaunin eru þar nærtækt dæmi. Lev Tolstoj hlaut ekki Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Þau voru fyrst veitt árið 1901 en Tolstoj, eitt stærsta nafnið í bókmenntasögu heims, lifði til ársins 1910. Henrik Ibsen hlaut heldur ekki verðlaunin og hvorki Virginia Woolf né James Joyce, svo örfá nöfn séu nefnd. Nokkrir höfundar, sem umheimurinn hefur steingleymt, hlutu þau hins vegar. Fæstir kunna til dæmis skil á fyrsta verðlaunahafanum í bókmenntum, Sully Prudhomme. Alltaf öðru hvoru skella fjölmiðlar sér í samkvæmisleik- ina: Hver átti skilið að fá Nóbelsverðlaun í bókmennt- um en fékk þau ekki? og Hvaða Nóbelsverðlaunahafar í bókmenntum hefðu ekki átt að hreppa verðlaunin? Bókmenntaverðlaun verða alltaf umdeild og þar eru Íslensku bókmenntaverðlaunin ekki undanskilin. Þar hafa stundum verið teknar einkennilegar ákvarð- anir, bæði þegar kemur að tilnefningum og verð- launaveitingu. Við öðru er ekki að búast. Verðlaun og tilnefningar eru að stórum hluta lotterí en hitta samt merkilega oft í rétt mark. Ekki verður annað séð en að vel hafi tekist til þetta árið við veitingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það hefði til dæmis verið stórundarlegt ef stórvirkið Flóra Íslands hefði ekki hreppt verðlaunin. Útgáfa slíks verks er mikilvæg á tímum eins og þessum þegar maðurinn er að upplifa skelfilegar afleiðingar skeyt- ingarleysisins sem hann hefur sýnt umhverfinu. Það er á hans ábyrgð að dýrategundum og plöntum fækkar. Honum er hollt að horfast í augu við þá staðreynd sem Hörður Kristinsson, einn höfunda Flóru Íslands, orðaði svo vel á verðlaunaafhendingunni: „Við mættum hafa í huga að plöntur komast vel af án okkar en við gætum aldrei lifað án þeirra.“ Bókmenntaverðlaun vekja athygli á bókmenntum í heimi þar sem bókin á í harðri samkeppni við aðra miðla og stundum er eins og hún eigi þar litla möguleika. Um leið hefur hlutverk barna- og unglingabókahöfunda aldrei verið mikilvægara. Þegar kemur að Íslensku bók- menntaverðlaununum þá er þeim bókum gert jafn hátt undir höfði og fagurbókmenntum og fræðibókum og ritum almenns efnis fyrir fullorðna. Þannig á það einmitt að vera. Verulega gleðilegt var að sjá Sigrúnu Eldjárn hljóta verðlaunin fyrir sína bestu bók til þessa, Silfur- lykilinn. Í viðtali fyrir nokkrum árum sagði Sigrún að barnabókahöfundar byggju til lesendur sem síðar meir myndu lesa bækur fyrir fullorðna. Sjálf hefur hún sinnt því mikilvæga hlutverki að skapa ótal marga lesendur. Þjóðinni er óskað til hamingju með rithöfunda sína og góðar bækur þeirra.  Ágætis sport Virkjun umræðunnar Orkuveita Reykjavíkur hefur látið þau boð út ganga að bruðl með hitaveituvatn í frosthörk- unum gæti orðið til þess að skrúfað verði fyrir heitt vatn til sundlauga. Borgin gæti þó þegar hafa leyst þetta vandamál með fyrirhuguðum pálmatrjám sem hafa ært óstöðuga og ofvirka í athugasemdum, eða eins og Bragi Valdimar Skúlason bendir á á Facebook þá hefur ekki „komið nógu skýrt fram að pálma- hólkarnir verða knúnir hita úr kommentakerfum“. Og þar sem öldungaráð alvitringa heldur til í heitum pottum sundlauganna ætti að vera hægur vandi að kynda þær með tilfinningahit- anum sem þar kraumar. Límplástur á svöðusár Enginn er annars flokksbróðir í pólitískum leik og Miðflokks- þingmaðurinn Birgir Þórarinsson skoraði þriggja stiga körfu á kostnað laskaðra manna í eigin liði þegar hann lagði til prentun límmiða gegn kynferðislegu ofbeldi: „Ekki á okkar þingi.“ Límmiðar eru þó tvíbent vopn og skemmst að minnast þess að Secret Solstice fékk bágt fyrir miða sem átti að líma yfir glös til að forðast byrlun nauðgunarlyfja. Kannski ráð að byrja í eigin ranni og hafa tilbúna glasalímmiða fyrir þorrablót Miðflokksins. Á þeim gæti til dæmis staðið: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ eða „Ekki láta vín breyta þér í svín“. thorarinn@frettabladid.is 3 1 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 1 -7 F 7 C 2 2 3 1 -7 E 4 0 2 2 3 1 -7 D 0 4 2 2 3 1 -7 B C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.