Fréttablaðið - 31.01.2019, Page 24

Fréttablaðið - 31.01.2019, Page 24
Umhverfisbylgjan sem um­hverfisráðherra skrifar um í Fbl. 9. janúar rís hærra með hverju ári. Staðreyndir og reynsla heimsbyggðarinnar sjá til þess, ásamt framsækinni pólitískri stefnu margra aðila. Ríkisstjórn Íslands svarar kalli tímans svo um munar og við getum glaðst yfir ýmsum fram­ förum í umhverfismálum. Hér, eins og annars staðar í heiminum, verður að gæta að jafnvægi náttúrunytja og náttúruverndar; annað án hins er ekki í boði. Það tekst okkur æ oftar og víðar, eins þótt við verðum að vanda okkur enn betur. Orkustefna Unnið er í fyrsta sinn að heildstæðri orkustefnu. Á því sviði bryddar nú á nýju verkefni: Vindorku. Áhuga­ samir heimamenn og erlend fyrir­ tæki leita fyrir sér um staðsetningu vindorkugarða á landsbyggðinni og sveitarfélög bregðast við. Löggjöf, staðarvalsgreiningu, takmörkunum og heildarskipulagi þarf að koma fljótt í gott horf. Vindorka er nyt­ samur orkukostur en áhersla á hana og framkvæmdahraði verður, eins og á við um alla aðra orkuframleiðslu, að haldast í hendur við orkuþörf og innlenda orkunýtingu. Aðeins einn vindorkugarður er í Rammaáætlun; sá sem Landsvirkjun hefur áhuga á vestan Hofsjökuls. Samstætt við orkustefnuna eru orkuskipti í samgöngum, fiskveiðum og fiskiðnaði. Telja má upp rafvæð­ ingu hafna og hluta skipa­ og báta­ flotans, öku­ og vinnutækja og flugs (að allstóru marki). Til þessa þarf hundruð megavött af rafafli. Annar hluti orkuskipta snýst um notkun vistvæns eldsneytis á brunavélar í stórum vinnutækjum, stórum bílum, flugvélum og skipum. Þar má nefna metan, alkóhól (metanól og etanól), lífdísil og fleira. Vetni er mikilvægur orkugjafi í sérstaka gerð rafbíla. Raf­ orku þarf til að framleiða þessi efni. Við notkun eða framleiðslu vistvæns eldsneytis, tækja, rafhlaða eða sólar­ sella geta orðið til gróðurhúsagös. Þá virkni verður að kolefnisjafna. Þetta á t.d. við um framleiðslu eða endur­ nýtingu áls og kísils. Auknar rann­ sóknir og meira fé þarf til að styðja við kolefnisbindingu með upp­ græðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Þar hvílir mestur þungi á almenningi, fyrirtækjum, samtökum og sveitarfélögum, með stuðningi ríkisins. Frumvarp um ívilnun vegna kolefnisbindingar liggur brátt frammi að mínu frumkvæði. Hér á landi eru góð tækifæri til innlendrar eldsneytisframleiðslu og nýtingar. Hentug efni, þó dýrari séu og nú innflutt, duga á bíla, báta og skip, einkum metan, vetni og alkó­ hól. Skýrsla, sem ég bað um, er nú unnin í umsjá ráðherra orkumála og nýsköpunar, og mun skýra hvað við getum gert. Metanframleiðslu er unnt að margfalda með því að nýta útblástur t.d. jarðvarmaorkuvera. Carbon Recycling getur margfaldað metanólframleiðslu og vetni, fram­ leitt úr vatni með einfaldri rafgrein­ ingu, er á leið með að verða mikil­ vægur orkukostur í sumar gerðir bíla. Plastógnina verður að kljást við Plastagnir eru í 70% fýla sem rann­ sakaðir hafa verið hér á landi og finnast í kræklingi á strandsvæðm. Nýgerð aðgerðaáætlun umhverfis­ ráðuneytisins leiðbeinir okkur að nærri 20 leiðum til að bregðast við. Það er mikil áskorun til almennings, fyrirtækja, stofnana og félaga að fylgja duglega því sem að hverjum og einum snýr. Jurtaríkið getur séð okkur fyrir miklu efni í hluti sem plast er nú notað í. Gríðarstór verkefni bíða: Hreinsun plasts úr umhverfinu og alvöru endurnýting eða mengunarlaus/lítil eyðing þess. Því miður eru örlög plasts frá Íslandi um þessar mundir, þ.e. háhitabruni í útlöndum, ekki ásættanleg. Loftslagsráð, Loftslagssjóður, endurskoðuð aðgerðaáætlun í lofts­ lagsmálum, endurskoðuð ríkis­ fjármálaáætlun í ljósi aðstæðna í efnahagsmálum, jafnréttis­, kjara­ og umhverfismálum, ný lög um land­ græðslu og skógrækt, endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana, byggða­ áætlun og innviðaáætlun til verndar náttúru og menningarminja og … Listinn gæti verið lengri en þessi verkefni ríkisstjórnar og Alþingis eru til marks um hitann í deiglu umhverfismála. Við þurfum engu að síður að efla mjög andófið gegn hlýnun loftslagsins og aðlögun að óhjákvæmilegum breytingum á lífs­ skilyrðum jarðarbúa. Yfirmarkmið þriggja flokka stjórnar Katrínar Jak­ obsdóttur er kolefnishlutlaust Ísland fyrir 2040. Það er risaskref á næstu tveimur áratugum. Umhverfismál í deiglunni Ég byrjaði að vinna sem raf­virki 16 ára árið 1961 og vann minnst 10 stundir á dag, oft fram á kvöld og um helgar. Unnið í Danmörku fyrir 50 árum Ég bjó í Danmörku 1969­1972, vann þar aðeins 8 stundir á dag, 40 stundir á viku. Ég hafði mannsæm­ andi laun og naut þess að vinna vel þennan stutta vinnudag. Á þessum þremur árum voru það aðeins 2 mánuðir sem ég vann 10 stundir. Fagfélag danskra rafvirkja, Dansk elektriker forbund, gaf fyrirtækinu leyfi fyrir tveggja tíma yfirvinnu þar sem mikið lá við og opna átti Tívolí eftir tvo mánuði. Stéttarfélagið gaf ekki leyfi fyrir lengri vinnutíma en 8 stundum nema sérstaklega stæði á, því að þeirra sögn værum við þá að taka vinnu frá öðrum rafvirkjum. Endurmenntun var góð og fór fram á vinnutíma. Stuttur vinnudagur og góðar almenningssamgöngur voru þess valdandi að maður naut lífsins, var með bókatösku á öxlinni, hugs­ aði og las. Við konan mín unnum bæði og leigðum litla gamla íbúð fyrir sann­ gjarnt verð og höfðum ekki þörf fyrir bíl. Við fórum árlega í utanlands­ ferðir, keyptum nýtt innbú, heimilis­ tæki og fatnað, sem við fluttum með okkur heim auk þess að hafa efni á nýjum bíl. Fyrir um 15 árum sendi ég Rafiðn­ aðarsambandinu póst og spurði af hverju sambandið héldi ekki á lofti kröfunni um mannsæmandi laun fyrir 8 stunda vinnudag. Rafiðnaðar­ sambandið svaraði, að það væri hætt að gera þessa kröfu því rafvirkjar vildu vinna 9­10 stundir á dag! Á sama tíma spurði ég formann ASÍ þessarar sömu spurningar. Við­ komandi svaraði því, að ég ætti að sjá það að ef allir hefðu mannsæm­ andi laun fyrir 8 tíma vinnudag þá færi verðbólgan af stað! Ég sendi einnig Vinstri grænum þessa merkilegu hugmynd mína um mannsæmandi laun fyrir 8 stunda vinnudag, sem ég hafði kynnst í Danmörku, en fékk engin svör. Álit mitt á vinnubrögðum verka­ lýðs­ og stjórnmálaforustu fyrri tíma er að hún vilji hafa þetta svona, að fólk þurfi að vinna langan vinnudag til að geta framfleytt sér. Kröfur sem ættu að vera í forgangi 1. Að almenningur fái skilyrðislaust mannsæmandi laun fyrir 8 tíma vinnudag. Útborguð laun fari aldr­ ei undir framfærsluviðmið og verði framvegis verðtryggð (eins og laun sjórnmálamanna). Að laun fyrir tveggja tíma yfirvinnu (sem tíðkast hefur) gangi inn í dagvinnulaunin og að yfirvinna verði bönnuð nema í undantekningartilfellum. 2. Að ekki verði greiddur skattur af launum undir framfærsluviðmiði. 3. Að skerpt verði á um að mennt­ un verði metin til launa. 4. Að stuðningur við fyrstu íbúð­ arkaup komi til. 5. Að jafnlaunavottun fyrirtækja í landinu verði hraðað og henni verði fulllokið eigi síðar en í lok árs 2020, og verði viðhaldið á tveggja ára fresti. Ég tel að í þessum samningum eigi áhersla að vera á launajöfnuð karla og kvenna og tryggja réttindi erlends vinnuafls. Að þeir sem eru undir framfærsluviðmiði í útborguðum launum þ. e. verkafólk, ellilífeyris­ og bótaþegar, fái laun sín leiðrétt svo framfærsluviðmiði verði náð, en laun alþingismanna voru leið­ rétt um 40% (höfðu dregist aftur úr). Ég tel að meðallaun og laun þar yfir megi/eigi að vera án launahækkana að þessu sinni! Ég tel að áður en farið er að tala um 35 stunda vinnuviku, eigi að koma raunveruleg 40 stunda vinnu­ vika fyrir alla, þar sem að þorri fólks, ekki síst erlent verkafólk, vinnur nú mun meira og jafnvel á tveimur vinnustöðum! Mannsæmandi laun fyrir 40 stunda vinnuviku yrðu til mikilla bóta fyrir samfélagið, fjölskyldur og fyrirtæki. Ég tel að stjórnmálamenn (yfir­ stétt þessa lands), þeir sem hafa margföld laun verkafólks, skilji tæplega hvað fólk er að tala um með kröfum sínum um mannsæmandi laun fyrir 40 stunda vinnuviku. Það eru svo margir möguleikar til að njóta lífsins á Íslandi bara ef almenningur hefði tíma og fjárhags­ stöðu til þess, en á því eigum við rétt! Almenningur vill jöfnuð, lærum af þessari litlu 50 ára gömlu sögu sem segir að dvöl mín í Danmörku sé einu árin á minni starfsævi sem ég hef aðeins unnið 8 tíma á dag 40 stundir á viku! Meinið í samfélaginu er lág laun og langur vinnudagur Fátt er skemmtilegra en að ferðast um Suðurlandsundirlendið í björtu veðri og virða fyrir sér fjöllin úti við sjóndeildarhringinn allt frá Botnsúlum til Eyjafjallajökuls. Og fátt er leiðinlegra en að aka um Smálöndin í Suður­Svíþjóð þar sem stórfelld skógrækt hefur nær útrýmt opnu landslagi sem var þar einkenn­ andi fyrr á tímum. Nú ekur maður þar tímunum saman í djúpu gili þar sem þéttur veggur barrtrjáa er til beggja handa. Útsýni takmarkast þar að mestu leyti við veginn beint fram undan. Sama má segja um víðáttumikil landsvæði í Suður­Afríku en þar hafa evrópsk stórfyrirtæki, sem framleiða pappír, gróðursett hraðvaxta evkalyptustré í stórum stíl. En nú eru blikur á lofti á Suðurlandi. Mikil trjárækt og skóg­ rækt er smátt og smátt að breyta landslagsmyndinni. Þetta er að ger­ ast hægt en örugglega. Nú þegar hafa orðið til trjágöng meðfram þjóðveg­ um á nokkrum stöðum. Háar aspir í röð með fram vegum, til dæmis á leiðinni að Flúðum, Reykholti og Hvolsvelli, draga úr útsýni til fjalla. Þá eru víða að verða til stór skógarflæmi. Hvað segja skipulagsyfirvöld á hverj­ um stað um þessa þróun mála? Ef heldur fram sem horfir munu afkom­ endur okkar aka um vegi Suðurlands í djúpum, dimmum skógargiljum eftir 50 ár. Sænski söngvarinn Ulf Lundell söng einu sinni „Jag trivs best i öppna landskap“ eða „Ég kann best við mig í opnu landslagi“. Og ég þekki dæmi þess að Evrópusambandið styrki bændur sem eru að draga úr naut­ griparækt á búum sínum með veru­ legu fjárframlagi gegn því að þeir sjái til þess að beitiland haldist opið og að nærliggjandi skógur nái ekki að breiðast þar yfir. Skógar veita skjól sem margt fólk sækist eftir en einhver takmörk hljóta að verða á fórnarkostnaðinum í því sambandi. Og má ég þá frekar biðja um hressandi sunnlenskt slagveður. Verndum hið opna landslag! Landslagsvernd Vanskil vegna skólamáltíða í Reykjavík 2017 voru 23 m.kr. eða 2,22%. Í innheimtu­ reglum borgarinnar kemur fram að ekki komi til afskrifta nema í undantekningartilvikum að undan­ gengnu mati félagsráðgjafa þegar um er að ræða sérstakar aðstæður sem réttlætt geta afskriftir. Í tvígang hefur verið lögð fram tillaga í borgarstjórn af borgarfull­ trúa Flokks fólksins um að lækka gjaldskrá skólamáltíða um þriðjung (33%) og að tekjulækkun sviðsins, sem talin er að næmi 361 m.kr. árið 2019, yrði mætt með auknum fjár­ heimildum sem kæmu af kostn­ aðarliðnum „ófyrirséð“. Tillagan var felld í borgarstjórn í desember sl. Hefði hún verið samþykkt hefði það falið í sér að gjaldskrá máltíða í grunnskólum yrði 6.563 kr. á mán­ uði í stað 9.796 kr. eins og nú er. Enda þótt lækkun á gjaldskrá skólamáltíða útiloki ekki vanskil má leiða líkur að því að lækkun dragi úr vanskilum vegna skólamál­ tíða. Þá sem glíma við erfiðan fjár­ hag munar um 3.200 kr. á mánuði. Með lækkuninni aukast líkur þess að þeir sem glíma við erfiðan fjár­ hag eigi meiri möguleika á að greiða mat fyrir barnið sitt í skólanum. Vissulega er þetta allt spurning um forgangsröðun og hér er verið að tala um að forgangsraða fyrir börnin. Helst ætti allt sem tengist leik­ og grunnskólanum að kosta lítið og sumt á að vera alveg frítt. Þá fyrst getum við tryggt að öll börn sitji við sama borð. Efnahagsstaða foreldra er mis­ jöfn. Í Reykjavík hefur stéttaskipting vaxið síðustu ár. Bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist. Hópur þeirra sem skilgreindir eru undir fátæktar­ viðmiði velferðarráðuneytisins hefur stækkað og mun fara stækk­ andi nema gripið verði til róttækra aðgerða til að spyrna við fótum. Svengd kemur niður á almennri vellíðan og afköstum. Aðalatriðið er að fullvissa liggi fyrir um að ekkert barn sé svangt í skólanum. Börn eiga rétt á að sitja við sama borð þegar kemur að grunnþörfum eins og fæði, klæði og húsnæði. Liður í því er að öll aukaþjónusta grunnskóla kosti lítið eða ekkert svo sem frístundastarf og matur. Fordæmi er nú þegar fyrir lækkun gjalds skólamáltíða í öðrum sveitar­ félögum og á Reykjavík ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum. Vanskil 23 milljónir króna Ari Trausti Guðmundsson 2. varaformaður umhverfis- og samgöngu- nefndar Hér, eins og annars staðar í heiminum, verður að gæta að jafnvægi náttúrunytja og náttúruverndar; annað án hins er ekki í boði. Það tekst okkur æ oftar og víðar, eins þótt við verðum að vanda okkur enn betur. Örn Þorvaldsson rafvirki Ég tel að stjórnmálamenn (yfirstétt þessa lands), þeir sem hafa margföld laun verkafólks, skilji tæplega hvað fólk er að tala um með kröfum sínum um mann- sæmandi laun fyrir 40 stunda vinnuviku. Ingimundur Gíslason augnlæknir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins Fordæmi er nú þegar fyrir lækkun gjalds skólamáltíða í öðrum sveitarfélögum og á Reykjavík ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum. 3 1 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R24 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 1 -A 6 F C 2 2 3 1 -A 5 C 0 2 2 3 1 -A 4 8 4 2 2 3 1 -A 3 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.