Fréttablaðið - 31.01.2019, Page 30

Fréttablaðið - 31.01.2019, Page 30
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Þeir sem eru duglegir að ganga úti í kuldanum, stunda skíði eða skauta eða aðrar vetrar­ íþróttir þurfa sérstaklega að gæta að húðinni þar sem hún er ekki varin. Kuldinn, myrkrið og minni raki í lofti getur orsakað þurrku­ bletti í andliti. Á þessum árstíma þarf að huga vel að húðinni og nota rétt andlitskrem. Helst ætti að nota vörur fyrir viðkvæma húð. Margir eiga sér uppáhaldsandlitskrem og vilja ekki nota neitt annað. Snyrti­ fræðingar eiga auðvelt með að leiðbeina viðskiptavinum um hvað sé best fyrir þeirra húðgerð og við spurðum Mekkín Ragnars­ dóttur, sérfræðing hjá Madison ilmhúsi, hvernig best væri að verja húðina. Þegar Mekkín var spurð hvort rétt væri að nota sömu andlits­ krem að sumri eða vetri svaraði hún: „Það fer eftir húðgerð og hvernig krem er verið að nota. Ef kremið hefur sértæka virkni er farsælast að ráðfæra sig við fagmann um það hvernig og hvenær er best að nota kremið en aftur á móti er óhætt fyrir flesta að nota hlutlaus rakakrem kvölds og morgna allan ársins hring, það er krem á borð við Hýdrófíl án olíu, sem fæst í flestum lyfjaverslunum. Rétt eins og við þurfum að huga að sólarvörn þegar sólin skín gildir það sama þegar frostið bítur í kinnar. Þannig geta sum krem beinlínis verið skaðleg í sól og sum hentað illa í köldu lofti.“ Mekkín segir að yfirleitt þurfi feitari krem í kulda og frosti. „Feit krem henta þó ekki öllum húð­ gerðum, þannig reynist það flókið að halda húðinni við á veturna. Satt best að segja leita ég enn að hinu fullkomna vetrarkremi sem hentar íslenskri veðráttu og inni­ heldur nokkurs konar frostvörn, Forðist þurra húð í frostinu Kuldinn undanfarna daga gerir það að verkum að húðin verður þurr og viðkvæm. Mekkín Ragnars dóttir snyrtifræðingur gefur hér ýmis góð ráð til að halda húðinni í betra jafnvægi í vetur. Mekkín Ragnarsdóttir snyrtifræðingur gefur góð ráð um umhirðu húðarinnar. þannig að rakinn hreinlega frjósi ekki í húðinni. Sennilega upp­ lifa flestir ójafnvægi í húðinni yfir vetrartímann þar sem við förum út í frostið og inn í upphituð hús og bíla mörgum sinnum á dag. Húðin er svo magnað líffæri og er alltaf að reyna að aðlagast umhverfi sínu en þetta reynist húðinni um megn,“ segir hún og bætir við að það sé ávallt erfitt að mæla með einni vöru sem hentar öllum. „Sem fagmaður vil ég að viðkom­ andi komi til mín í húðgreiningu áður en lengra er haldið. Það eru þó nokkrar vörur sem ég tel gott að eiga og þá sérstaklega þegar verjast skal veðuráreiti hvort sem um sólargeisla eða frost og vind er að ræða. Kremið CityShield frá Sepai sem fæst í Madison ilmhúsi er þunn formúla sem hentar öllum húð­ gerðum og hentar sérlega vel undir farða. Kremið er gert til þess að verjast hvers kyns umhverfis­ áreiti sem flýtir fyrir ótíma­ bærri hrörnun húðarinnar. Ég er ein­ mitt í nánum samskiptum við framleiðendur Sepai og á mér þá von að þróa hið fullkomna frostvarnar­ krem fyrir okkur hér á norðurhveli jarðar. Einn­ ig get ég nefnt Eight Hour Cream frá Elisabeth Arden, Embryolisse Lat­Créme og áðurnefnt Hýdrófíl án olíu. Þetta eru allt ljómandi fín krem sem verja húðina,“ segir Mekkín. Hún bendir á að góður raki sé mikilvægari en allt þegar kemur að vali á kremi. Þegar við eldumst missir húðin hæfni sína til þess að halda í og binda raka, því má segja að rakinn sé lykillinn að æsku húðarinnar. Í þessu sambandi ber að nefna að hyaluronic­sýra ætti að vera ofarlega á lista í innihaldsefna­ lýsingu kremsins. Munum einnig að drekka nóg vatn! Er verra að nota andlitsvatn til að hreinsa farða en andlitshreinsi? „Ég mæli ekki með því að sér­ tilgert andlitsvatn sé notað eitt og sér til þess að hreinsa húðina. Mögulega hentar það þeim sem nota mikinn farða dagsdaglega en þá ásamt mildum farðahreinsi. Algengt er að fólk noti of sterkar sápur á andlitið og þvoi hrein­ lega burt sýru­ og fitulag sem er mikilvægur partur af varnarhjúp húðarinnar og falli með því í víta­ hring þar sem hreinlætisvörurnar raska jafnvægi húðarinnar. Þá furða ég mig oft á því hversu sterkir andlitshreinsar eru á markaðnum. Mitt ráð til flestra er að nota mildan hreinsi og taka sér tíma í að nudda formúlunni inn í húðina, leyfa efninu að vinna áður en það er skolað af með volgu vatni. Að lokum mæli ég gegn því að húðin sé skrúbbuð eða djúphreinsuð of oft yfir vetrarmánuðina því hún þarf á sínu náttúrulega varnarlagi að halda í mesta frostinu.“ Það þarf að huga vel að húðinni þegar mikið frost er úti. Við stöndum við bakið á þér Hafðu samband og pantaðu tíma - við tökum vel á móti þér á Kírópraktorstofu Íslands. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 1 -7 A 8 C 2 2 3 1 -7 9 5 0 2 2 3 1 -7 8 1 4 2 2 3 1 -7 6 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.