Fréttablaðið - 31.01.2019, Síða 32

Fréttablaðið - 31.01.2019, Síða 32
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ef við ætlum okkur að ná fram orkuskiptum í samgöngum, þá þurfum við að nýta vetnið. Það eru ekki einungis mín orð heldur hafa bæði forstjóri ON sem leitt hefur rafbílavæðinguna og stjórnarformaður N1 einnig sagt það opinberlega,“ segir Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs Skelj- ungs, en hún leiðir vetnisvæðingu fyrirtækisins hér á landi. Orkan, sem er í eigu Skeljungs, hefur tekið fyrsta skrefið í átt til framtíðar og er nú eina fjölorku- félagið á Íslandi sem býður upp á fjölbreytt og nútímalegt úrval orkugjafa; vetni, rafmagn, metan og olíu. Skeljungur, með Ingunni í broddi fylkingar, er þess fullviss að vetnið muni á fáeinum árum festa sig í sessi sem orkugjafi fyrir farartæki. Lengri vegalengd á vetninu án hleðslu „Það eru nokkrir þættir sem gera vetnið að spennandi kosti. Út frá neytandanum þá er upplifunin eins og að vera á venjulegum bíl. Til að mynda kemstu mun lengra en á venjulegum rafmagnsbíl. Þeir vetnisbílar sem nú eru í notkun á Íslandi hafa ekið ríflega 500 km á einum tanki, ekki samkvæmt einhverri uppgefinni drægni heldur í raunverulegum íslenskum kringumstæðum. Nýjasti bíllinn frá Hyundai, sem einnig er kominn til landsins, fer um 700 kílómetra á tankinum. Allir þessir kílómetrar á hreinni orku. Eini útblásturinn frá vetnisbílunum er vatn og það er svo hreint að það má drekka það beint úr púströrinu,“ segir hún. „Þá tekur ekki nema 3-5 mínútur að fylla vetnistankinn á einni af vetnisstöðvum Orkunnar. Neyt- andinn þarf þannig ekki að breyta neysluhegðun sinni en getur þrátt fyrir það verið á 100% vistvænum bíl. Það eru nefnilega ekki til staðar rafmagnsinnviðir í landinu til þess að við getum öll verið á rafmagns- bílum. Það geta ekki allir hlaðið rafmagnsbíla heima hjá sér og á meðan hraðhleðslustöð annar kannski 2 bílum á klukkustund getur ein vetnisdæla þjónustað allt að 20 bíla. Svo eru ákveðnar bifreiðar sem þarf að vera hægt að aka í lengri tíma eða þurfa að vera ávallt til taks, svo sem lög- reglubílar, sjúkrabílar, leigubílar og fyrirtækjabílar. Vetnisbíll er sérlega góð lausn fyrir fyrirtæki sem vilja vera umhverfisvæn en þurfa að hafa bifreiðarnar sínar í fullri notkun. Í raun held ég að flest fyrirtæki myndu vilja nýta bifreið- arnar sínar á þann hátt.“ Ingunn segir þó jafnframt að hún sé ekki að taka slaginn um það hvort í framtíðinni munum við öll aka um á rafbílum eða á vetnis- bílum. Hún telji að flotinn muni samanstanda af báðum valkostum. Rafmagn sé afar ódýrt á Íslandi. Hafi fólk tök á því að hlaða bílana sína heima og þurfi ekki að ferðast á þeim lengri vegalengdir, þá geti rafmagnsbíll verið besti kosturinn. Sé það hins vegar ekki staðan og ef bíllinn þarf að vera í meiri notkun eða komast lengri vegalengdir telur hún vetnisbíl vera besta kostinn. Vetnið sé kjörið á stærri bifreiðar, svo sem rútur og flutn- ingabíla. Strætó muni vera kominn með 5 vetnisvagna á árinu 2020 og verið sé að vinna að því að útvega vetnisflutningabíla fyrir Ölgerðina og Eimskip. Ekki þurfi að verja plássi í stór og þung batterí, heldur sé í vetnisbílum lítið batterí en einnig vetnistankur sem hægt sé að hafa stóran eða lítinn eftir þörfum. „Vetni er léttasta frumefnið svo það liggur engin þyngd í því. Bílarnir komast um 500 km á 5 kg. Það er vissulega líka batterí í vetnisbílum, en mun minna en í rafmagnsbíl,“ segir Ingunn. Ingunn segir að hún og Skelj- ungur séu ekki að synda á móti straumnum í rafvæðingu bílaflot- ans. Þau séu miklu frekar að synda með. „Vetnið bætir upp kostina sem rafmagnsbílana vantar, bæði hvað varðar drægnina og hleðslu- tímann en ekki síður hvernig við nýtum betur núverandi innviði.“ Betri nýting náttúruauðlindanna Síaukin áhersla er lögð á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum, svo sem vind-, vatns- og sólarorku. Ingunn kemur inn á það að ekki sé hægt að stjórna slíkri framleiðslu til hlítar þar sem þessum orkugjöfum sé ekki stjórnað af manninum. Í ofanálag þurfi ekki að fara saman sá tími sem framleiðsla á sér stað og sá tími sem þörf er fyrir notkun orkunnar. Einfalt dæmi sé ef vindurinn blæs einungis að nóttu til. Vegna þessa skapist í heim- inum gífurleg þörf fyrir geymslu þeirrar raforku sem verður til á meðan við þurfum hana ekki, t.d. þegar við sofum. Sérfræðingar hafi komist að raun um að heppilegt sé að geyma raforkuna í formi vetnis en ekki t.d. á batteríum. Vetni megi síðan nota beint til þess að knýja bifreiðar og nýta þar með endurnýjanlega orku sem annars hefði farið til spillis. „Samfélagið nýtir rafmagnið á daginn en á nóttunni rennur vatnið úr fallvatnsvirkjunum til sjávar og ekkert er gert með það. En það er hægt að nýta það. Nota nóttina til að framleiða vetni. Þannig nýtum við náttúruauð- lindirnar okkar best, sem leiðir til þess að það þarf ekki að virkja eins mikið til að mæta orkuþörf fram- tíðarinnar.“ Vetnið nú þegar fáanlegt Tvær vetnisstöðvar eru komnar upp og sú þriðja á leiðinni. Ein er á Fitjum í Reykjanesbæ og önnur við Vesturlandsveg. Um staðsetn- ingarnar segir Ingunn að stöðin við Vesturlandsveg sé við hlið Strætó og staðsetningin í Reykjanesbæ hafi verið valin með flugvallar- umferðina í huga; bílaleigubíla, leigubíla og rútur. Borgaryfirvöld og bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafi jafnframt sýnt þessum málum mikinn stuðning og áhuga. Valið á þriðju stöðinni hafi ekki verið eins augljóst en Miklabraut hafi svo orðið fyrir valinu, þar sem sú stöð sé í hjarta höfuðborgarinnar, sem sé án efa fjölmennasti lands- hlutinn. Þar muni Orkan bjóða upp á vetni, metan, rafmagn og olíu. Augljóslega þurfi svo að koma upp stöðvum hringinn í kringum landið og verið sé að skoða næstu skref. Ingunn hefur senn starfað í 10 ár hjá Skeljungi. Aðspurð hvort olíu- bransinn sé ekki karllægur segir hún svo vera. „Hjá Skeljungi eru konur minni hluti starfsmanna. En þó fyrirtækið sé kannski karl- lægt er nú lítið um karlrembu. Starfsbræður mínir hjá Skeljungi hafa tekið mér vel strax frá upp- hafi, hvort sem um ræðir aðra framkvæmdastjóra, bílstjóra eða sölumenn. Það kemur frekar fyrir að utanhússaðilar geti verið með einhvern snúð. Þá hef ég samt lúmskt gaman af því að mæta van- metin til leiks.“ Að lokum segir Ingunn orku- skiptin okkur öllum hugleikin, „Ég á þrjár yndislegur stelpur og auðvitað skiptir það mig en ekki síður okkur öll gríðarlegu máli að búa þannig um hnútana að komandi kynslóðir geti notið góðs af jörðinni. Ég held að allt starfs- fólk Skeljungs sé sammála um það. Mikilvægt er að við stígum réttu skrefin og við trúum því að vetnið sé þar í lykilhlutverki.“ Ingunn Agnes Kro á skrifstofu sinni í Borgartúni. Skeljungur, með hana í broddi fylkingar, er þess fullviss að vetnið muni á fáeinum árum festa sig í sessi sem orkugjafi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is Það kemur frekar fyrir að utanhúss- aðilar geti verið með einhvern snúð. Þá hef ég samt lúmskt gaman af því að mæta vanmetin til leiks. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFINU 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 1 -6 6 C C 2 2 3 1 -6 5 9 0 2 2 3 1 -6 4 5 4 2 2 3 1 -6 3 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.