Fréttablaðið - 31.01.2019, Síða 44

Fréttablaðið - 31.01.2019, Síða 44
Fyrir utan álag í einkalífinu og á vinnustaðnum teljum við líklegt að menningin og þær kröfur sem sam- félagið gerir geti átt þátt í því að fólk sé undir of miklu álagi og kannski eitthvað þar sem við þurfum að endurhugsa. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Sífellt fleiri í samfélaginu heltast úr lestinni vegna tímabund-inna eða langvarandi veikinda. Svo virðist sem hluti af þessum veik- indum sé tilkominn vegna langvar- andi álags bæði í starfi og einkalífi. VIRK er starfsendurhæfingarsjóður sem hefur það hlutverk að hjálpa fólki sem þarf aðstoð við að komast á vinnumarkað eftir veikindi eða slys. „VIRK hefur verið starfandi á ellefta ár og rúmlega 15.000 manns hafa leitað til VIRK frá upphafi og tæplega 9.000 hafa lokið þjónustu. Í dag eru um 2.400 manns í þjónustu. Árangurinn hefur verið mjög góður en rúmlega 70% af þeim sem ljúka þjónustu eru virk á vinnumarkaði; í vinnu, í atvinnuleit eða námi við útskrift,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri rýnisviðs VIRK. Metnaðarfullt verkefni Stjórn VIRK ákvað á síðasta ári að auka áherslu á forvarnir í starf- seminni. „Okkur langar að hafa áhrif í þá veru að fyrirbyggja brotthvarf af vinnumarkaði.“ Fyrir ári var svo farið af stað með forvarnarverkefni. „Við erum með stýrihóp sem styður við verkefnið en í honum eru aðilar úr stjórn VIRK og fulltrúar frá velferðarráðu- neytinu, Landlæknisembættinu og Vinnueftirlitinu,“ segir Ingibjörg sem sjálf er verkefnastjórinn. Ákveðið var að þrískipta verk- efninu. „Í fyrsta lagi viljum við rann- saka ástæður þess að fólk hverfur af vinnumarkaði vegna heilsubrests og er stór rannsókn í undirbúningi í samstarfi við Vinnueftirlitið og fleiri aðila. Markmiðið er að finna þær breytur sem valda því að fólk hverfur af vinnumarkaði eftir veikindaleyfi eða sem sagt hvernig sá hópur sker sig frá þeim sem fer í veikindaleyfi en á afturkvæmt til starfa.“ Í öðru lagi var ákveðið að leggja áherslu á fræðslu. „Við settum síðuna www.velvirk.is í loftið til að veita einstaklingum upplýsingar um jafnvægi og vellíðan í lífi og starfi og til að styðja við bakið á stjórnendum og leiðtogum á vinnustöðum. Á síðunni er m.a. fræðsla um góða stjórnunarhætti og ýmis verkfæri sem stjórnendur geta nýtt sér. Einnig er þó nokkuð af upplýsingum sem snúa að vellíðan og hvernig hægt sé að halda streitu í skefjum.“ Brjálað að gera Í þriðja lagi var ákveðið að hrinda af stað vitundarvakningu í samfélag- inu til að vekja fólk til umhugsunar um álag almennt og einnig hvernig sífelld notkun á rafrænum miðlum getur aukið streitu. „Fyrir utan álag í einkalífinu og á vinnustaðnum teljum við líklegt að menningin og þær kröfur sem samfélagið setur geti átt þátt í því að fólk sé undir of miklu álagi og kannski eitthvað þar sem við þurfum að endurhugsa,“ segir Ingibjörg. VIRK fékk til liðs við sig auglýs- ingastofuna Hvíta húsið sem vann með þeim að vitundarvakningunni „Er brjálað að gera?“. Farið var af stað í desember með skemmtilegar auglýsingar sem hafa vakið mikla athygli en líklega kannast flestir við konuna sem mætti of seint á tón- leika dóttur sinnar bara til að upp- götva að dóttirin var ekki á staðnum því það gleymdist að sækja hana. Í kringum áramótin voru síðan birtar auglýsingar sem snúa að því að setja mörk í vinnunni, nota skýr sam- skipti og vera í núinu. Brjálað að gera? Er brjálað að gera? er vitundarvakning sem VIRK starfs- endurhæfingarsjóður hleypti af stokkunum í desember. Mikilvægt er að koma í veg fyrir brotthvarf af vinnumark- aði vegna heilsubrests sem má rekja til álags og streitu. Ingibjörg Loftsdóttir segir að vitundarvakningin „Er brjálað að gera?“ hafi fengið mjög góð viðbrögð. MYND/ERNIR Eftir að hafa farið í gegnum kulnun á haustdögum 2016 stóð ég á krossgötum,“ segir Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir. „Á þeim tíma var litla hjálp að fá en örlögin leiddu mig á slóð Young Living ilmkjarnaolía sem reyndust mér mikil líkamleg og tilfinningaleg stoð. Þær áttu stóran þátt í að koma mér aftur á skrið og styrkja mig í að fara aftur á vinnumarkaðinn.“ Guðlaug segir Young Living olí- urnar þær hreinustu sem finnast. Fyrirtækið leggi mikinn metnað í gegnsæi í framleiðsluferlinu, allt frá fræi til flösku. „Ég fann fljótt að olíurnar eru ein- stakar og um haustið 2017 fann ég knýjandi þörf til að leyfa fleirum að njóta,“ segir Guðlaug sem í kjölfarið stofnaði fyrirtækið Einstakar olíur. Heilandi töfrar ilmkjarnaolía Guðlaug öðlaðist nýtt líf með Young Living olíunum. MYND/ANTON BRINK „Viðskiptamódel Young Living er svokallað Multi Level Marketing (MLM). Fólk skráir sig inn undir ákveðinn dreifingaraðila og sækir til hans kennslu og ráðgjöf. Þeir sem vilja geta svo farið í að skrá undir sig og koll af kolli,“ útskýrir Guðlaug sem er með nokkra í hóp sem vinna eins og hún og fá til þess góðan stuðning frá henni og öðru fólki. „Ég þarf heldur ekki að liggja með lager því allir sem versla gera það í gegnum vefverslun Young Living sem er frábær heilsubúð. Einstakar olíur fyrir alla Þegar Guðlaug tók ákvörðun um að kynna Young Living hafði hún stuðning og þjónustu að leiðarljósi. „Hópurinn minn byggðist upp hægt og bítandi og að lokum leið mér eins og ég væri að dreifa olíum um allt land en þó kynnu fáir almennilega að nota þær. Ég útbjó því námskeið sem fylgir til allra sem skrá sig undir mitt fólk í Einstökum olíum. Það hefur hlotið frábærar undirtektir enda eru ilmkjarna- olíur margslungnar og frábært að fá tækifæri til að læra á fjölbreytileika þeirra heima í stofu,“ segir Guðlaug sem heldur einnig fyrirlestra um töfra ilmkjarnaolía og hvernig hún notaði þær til að ná sér á strik eftir kulnun. „Kulnun hverfur ekki á einni nóttu og ég finn enn fyrir ein- kennum. Þess vegna ákvað ég að kasta mér í djúpu laugina síðast- liðið vor og fara í sjálfstæða verk- töku í verkefnastjórnun og ráðgjöf í tölvutengdum verkefnum, þar sem ég er kerfisfræðingur. Allt hefur það gengið blessunarlega upp hjá mér og ég næ góðu jafnvægi á milli vinnu, olía og rýmis sem ég þarf til að hlúa að sjálfri mér,“ segir Guð- laug sem heldur úti virku bloggi á einstakaroliur.is þar sem einnig er að finna upplýsingar um Young Living olíur og fleira. Þú finnur Einstakar Olíur á Facebo- ok og á www.einstakaroliur.is. Hvernig er hægt að skapa sér at- vinnutækifæri með MLM vinnu? „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við auglýsingunum enda var vandað til verka,“ segir Ingibjörg en allar auglýsingarnar má skoða á vefsíðunni www.velvirk.is. Heilsueflandi vinnustaðir Fjórði þátturinn bættist nýverið við en VIRK er að fara að taka þátt í samstarfi við Landlæknisembættið og Vinnueftirlitið varðandi heilsu- eflandi vinnustaði. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Markmiðið er að setja fram viðmið sem vinnu- staðir geti sett sér til að geta kallað sig heilsueflandi vinnustað. Í fram- haldinu er stefnan að fara af stað með tilraunaverkefni með nokkrum vinnustöðum.“ Young Living ilmkjarnaolíurnar reyndust mér mikil líkamleg og tilfinningaleg stoð. Þær áttu stóran þátt í því að koma mér aftur á skrið og styrkja mig í að fara út á vinnumarkað- inn á ný. 14 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFINU 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 1 -C 9 8 C 2 2 3 1 -C 8 5 0 2 2 3 1 -C 7 1 4 2 2 3 1 -C 5 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.