Fréttablaðið - 31.01.2019, Page 45

Fréttablaðið - 31.01.2019, Page 45
Sandra rak fimm fataverslanir og heildsölu á höfuðborgar­svæðinu í nokkur ár. Í nítján ár hefur hún rekið eigin fyrirtæki og unnið sjálfstætt. Vinnan hefur alltaf verið krefjandi og Sandra var undir miklu álagi. Hún var meðal annars stofnandi og fyrsti framleiðandi Brasilian Tan brúnkukremsins. „Ég var alltaf að fá nýjar hugmyndir og hikaði ekki við að framkvæmda hlutina,“ segir hún. „Líf mitt snerist um vinnu, daginn út og inn. Ég var farin að finna fyrir þreytu og fékk löngun til að snúa mér að einhverju sem tengdist heilsu, ekki síst vegna þess að ég þurfti að huga að eigin heilsu. Árið 2012 fór ég í einka­ þjálfaranám og fékk réttindi til að kenna frá World Class. Ég lokaði verslunum mínum og heildsölunni. Kreppan fór heldur ekkert vel með mig,“ segir Sandra sem ákvað að bæta við sig þekkingu á sviði heilsu og lífsstíls eftir að hafa tekið einka­ þjálfaraprófið. Helgaði sig bættri heilsu „Ég stofnaði Heilsu og útlit í Hlíða­ smára 17 og fyrirtækið verður fimm ára í júní á þessu ári. „Við sérhæfum okkur í að hjálpa fólki með sogæða­ vandamál. Ég fór til Þýskalands til að læra á Weyergans heilsutækin. Síðan hef ég helgað mig þessari tækni sem hefur hjálpað fólki á öllum aldri. Þetta er það besta sem fyrir mig hefur komið. Mér finnst svo yndislegt að geta hlúð að fólki og verða vitni að góðum árangri,“ segir hún. „Það var mjög gott fyrir mig að skipta um starfsvettvang og gera eitthvað alveg nýtt. Streitan var farin að yfirtaka líf mitt. Ég vann mikið frá börnum mínum þegar þau voru yngri og þetta var alls ekki nógu gott. Ég fann virkilega þörf fyrir að breyta um takt í lífinu. Ég sé ekki eftir því enda gefur vinnan lífinu lit.“ Sandra var beðin um að taka við fyrirtækinu PM International fyrir tveimur árum. „Fyrirtækið framleiðir vinsæl fæðubótarefni og heilsuvörur. Yfir sex hundruð Íslendingar drekka vítamín­ drykkina okkar og það er ótrúlega skemmtilegt. Þetta eru drykkir sem hjálpa fólki með meltingu, orku og svefn. Ég er með frábært sölufólk fyrir vörurnar og þeim hefur verið einstaklega vel tekið. Maður gerir ekkert án þess að hafa gott starfs­ fólk í kringum sig. Þessi góðu fæðu­ bótarefni henta vel með rekstri Heilsu og útlits.“ Sandra segist oft vera beðin að koma á félagsfundi, í stofnanir og jafnvel á heimili til að kynna víta­ míndrykkina og fæðubótarefnin. „Hjá mér starfar næringarfræðingur sem aðstoðar fólk með mataræðið og bendir á góðar heilsubætandi lausnir. Ég hef áhuga á að bjóða upp á heildrænar lausnir og ráðgjöf,“ segir hún. Meðferðin gefur góða raun Sandra segir að heilsutækin hjá Heilsu og útliti hafi hjálpað mörgum að ná bata. „Margir læknar hafa opnað augun fyrir þessum möguleika í bataferli sjúklinga. Sumir þeirra eru farnir að benda fólki á þennan kost við verkjum, bólgum eða sogæða­ vandamálum. Einnig vinnum við vel með sjúkraþjálfurum því með­ ferðin hjálpar einnig sjúklingum með stoðkerfisvandamál, mikinn bjúg, lélegt blóðflæði eða fóta­ pirring. Sömuleiðis þeim sem hafa farið í mjaðmakúluskipti eða hnjá­ liðaskipti. Þetta er góð meðferð eftir margs konar aðgerðir og við höfum séð undraverðan árangur. Í sumum tilfellum hefur fólk prófað allt mögulegt án þess að fá hjálp. Fæstir vilja taka inn bjúgtöflur í langan tíma,“ segir Sandra og bætir við að hún hafi sjálf oft farið í tækin. „Ég finn fyrir því hvað mér líður vel á eftir. Auk þess fæ ég mér víta­ míndrykk til að bæta orkuna. Þeir sem hafa prófað tækið koma aftur og aftur. Það er algengt erlendis að sjúkraþjálfarar séu með Weyergans tæki og ég vona að meiri samvinna geti verið á milli okkar hér á landi. Eftir að ég byrjaði að vinna með þessa tækni hef ég orðið miklum mun meðvitaðri um eigin heilsu,“ segir Sandra og hefur orð á að margir af skjólstæðingum hennar hafi orðið fyrir kulnun í starfi vegna of mikils álags. Sandra segir að miklar kröfur séu á fólk í samfélaginu og mikill hraði. „Íslendingar eru duglegir en því miður er margt fólk dottið út af vinnumarkaði og það getur verið erfitt að fá fólk í vinnu. Það er sorgleg þróun. Mér finnst löngu vera kominn tími á að vinnuveit­ endur hlúi vel að sínu starfsfólki. Vonandi er að verða vitundarvakn­ ing á þessu sviði. Ekki er gott þegar allir sjúkrasjóðir tæmast.“ Gengur á fjöll Áhugamál Söndru er að ganga á fjöll. „Ég og eldri dóttir mín erum mikið í fjallgöngum. Ég er nýkomin heim frá Kaliforníu þar sem ég gekk á fjöll. Mér finnst sérstaklega gaman að fara á fjöll í Banda­ ríkjunum. Með slíkri göngu getur maður hlaðið batteríin á undra­ skömmum tíma. Þetta gefur mér kraft og ég endurnærist úti í nátt­ úrunni. Helst sleppi ég símanum og losa mig við stress. Fjallganga er besta þunglyndislyf sem hægt er að fá,“ segir hún. Vængur vonar Fyrir utan allt þetta hefur Sandra gengið með þá hugmynd í tíu ár að hjálpa MND sjúklingum varðandi styrktarstarfsemi. Sú hugmynd er loksins orðin að veruleika. „Ég fékk vinkonu mína, Írisi Björk Jónsdóttur, yfirhönnuð hjá Vera Design, til að hjálpa mér við hönnun. Úr varð Vængur vonar eða Wing of Hope. Við erum byrj­ aðar að selja og Anna prinsessa á Englandi er þegar búin að eignast eitt stykki. Þetta eru hálsmen og nælur og er hægt að kynna sér verkið á Facebook síðunni Wing of Hope. Ég er mjög stolt af þessu verkefni. Það var mér hjartans mál að aðstoða MND félagið með þetta. Með styrknum getur félagið síðan aukið rannsóknir á þessum sjúkdómi,“ segir Sandra sem er umboðsaðili Weyergans og Styx á Íslandi, vara og véla sem eru að slá í gegn eins og sogæðastígvélin, súr­ efnishjálmurinn og vacusport. Þeir sem vilja kynna sér frekar starf hennar á Heilsu og útliti geta haft samband í síma 562 6969, bókað tíma, fengið ráðgjöf um meðferðir eða kynnt sér vítamínin. Streitan var að yfirtaka líf mitt Sandra Lárusdóttir stofnaði Heilsu og útlit árið 2014. Markmið hennar var að bæta vellíðan og heilsu fólks. Sandra sérhæfði sig í tækjum frá þýska heilsuvöruframleiðandanum Weyergans. Sandra Lárusdóttir hjá Heilsu og útliti í Hlíðasmára. Á bak við hana má sjá vörur úr PM International línunni sem hafa slegið í gegn hér á landi. Þetta eru vítamín og fæðubótarefni. MYND/EYÞÓR Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is KYNNINGARBLAÐ 15 F I M MT U DAG U R 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 KONUR Í ATVINNULÍFINU 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 1 -C 9 8 C 2 2 3 1 -C 8 5 0 2 2 3 1 -C 7 1 4 2 2 3 1 -C 5 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.