Fréttablaðið - 31.01.2019, Side 47

Fréttablaðið - 31.01.2019, Side 47
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Öryggismiðstöðin er fram-sækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildar- lausnir í öryggis- og velferðar- málum fyrir fyrirtæki og einstakl- inga. Auður Lilja Davíðsdóttir er framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Öryggismiðstöðinni og leiðir sókn fyrirtækisins á markaði. Konum hefur fjölgað mikið hjá Öryggismiðstöðinni Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmda- stjóri sölusviðs Öryggismið- stöðvarinnar sem hefur verið leiðandi með nýjungar á markaði. MYND/EYÞÓR Snjallöryggi sem slær í gegn „Öryggismiðstöðin útvegar, setur upp og þjónustar allar mögulegar lausnir í öryggi og velferð,“ segir Auður Lilja og bætir við að fyrir- tækið leggi ríka áherslu á vandaða og persónulega þjónustu. „Öryggis- miðstöðin var þannig fyrst á markað með snjallöryggiskerfi fyrir heimili og minni fyrirtæki og hefur tekið leiðandi stöðu með ríflega 2.000 uppsetningar á Snjallöryggi. Snjallöryggi hefur svo sannarlega slegið í gegn og afar ánægjulegur árangur sem við höfum náð. Það er ekki lengur framtíðarmúsík að snjallvæða heimili. Lausnin er komin á markað, hún er einföld í notkun og aðgengileg öllum. Heim- ilið er komið í app og fólk getur á einfaldan hátt stjórnað öryggis- kerfinu í gegnum snjallsíma, kíkt heim til að kanna hvort allt sé í lagi og stjórnað lýsingu og raftækjum ef það kýs það.“ Hraður vöxtur sem byggir á nýrri hugsun Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og hefur fullt starfsleyfi til öryggisþjónustu frá dómsmálaráðu- neytinu. Starfsmenn fyrirtækisins og dótturfélaga eru um 450 talsins. Vöxtur Öryggismiðstöðvarinnar hefur vakið mikla athygli en velta samstæðunnar fór í fyrsta skipti yfir 5 milljarða króna árið 2018 og veltuaukning milli ára um 30%. Fyrirtækið hefur verið leiðandi með nýjungar á markaði og að mörgu leyti fetað ótroðnar slóðir í sinni nálgun. „Öryggismiðstöðin skilgreinir sig ekki sem hefðbundið öryggisfyrirtæki,“ segir Auður Lilja og heldur áfram: „Við erum fram- sækið þjónustufyrirtæki sem býður viðskiptavinum lausnir. Okkar styrkleikar liggja í tækniþjónustu og viðbragði og við rekum eina stærstu og öflugustu tæknideild landsins þar sem sérþekking er mikil. Fyrirtækið rekur sína eigin vaktmiðstöð til móttöku boða frá öryggiskerfum viðskiptavina. Vaktmiðstöðin er að sjálfsögðu starfrækt allan sólarhringinn, alla daga ársins. Stjórnstöðin veitir okkur svo einstakt tækifæri til að bregðast við hvers konar uppá- komum hjá viðskiptavinum okkar. Sólarhringsþjónusta stjórnstöðvar með útkallsvakt öryggisvarða er þannig gífurlega öflug þjónusta sem við reynum að tvinna inn í allt sem við gerum. Með þessa styrkleika að leiðarljósi bætum við inn nýjum vörum og þjónustu í búðarborðið. Þar einskorðum við okkur alls ekki við öryggis- lausnir.“ Hún bendir á að starfssvið Öryggismiðstöðvarinnar sé vítt og hópur viðskiptavina fjölbreyttur. „Þannig býður Öryggismiðstöðin til dæmis upp á margvíslegar lausnir í velferðartækni. Við rekum til að mynda eina bifreiðaverkstæði landsins sem sérhæfir sig í bíla- breytingum fyrir fatlað fólk. Auk þess rekum við viðgerðarþjónustu á hjálpartækjum með samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Þekktasta lausnin sem við bjóðum á þessu sviði er eflaust öryggishnappurinn fyrir eldri borgara. Við bjóðum líka upp á mjög sérhæfðar lausnir eins og augnstýrðar tölvur og tjáskipta- búnað.“ Hún segir að einn af vaxtar- möguleikum fyrirtækisins liggi á breytingum í lýðfræði. „Aldurssam- setning þjóðarinnar er að breytast og á næstu áratugum bíður okkar risavaxið verkefni við að þjónusta sífellt stækkandi hóp eldri borgara. Það er ljóst að það þarf nýjar leiðir og nálganir. Ef við nálgumst það verkefni með sama hætti og í dag þá verður einfaldlega ekki til nægt fjármagn eða vinnuafl. Við höfum trú á því að samspil tækni og þjónustu muni þarna gegna lykil- hlutverki. Öryggismiðstöðin hefur á stefnuskránni á næstu mánuðum og misserum að kynna til leiks snjallar nýjungar sem efla öryggi og þjónustu við eldri borgara og gerir fjölskyldum kleift að standa betur saman að umönnun og velferð sinna nánustu.“ Konur gegna stærra hlutverki Öryggismiðstöðin hefur því sannar- lega mörg járn í eldinum og Auður Lilja viðurkennir að starf fram- kvæmdastjóra sölusviðs geti tekið á. „Það er krefjandi verkefni að stýra sölusókn hjá fyrirtæki í miklum vexti. Það þarf samstillt átak allra starfsmanna til að halda þjónustu og gæðum í hámarki. Auk þess er mikil áhersla lögð á að ráðast ekki í innleiðingu á of mörgum nýjungum í einu heldur setja frekar enn meiri fókus á þær lausnir sem markaður- inn kallar helst eftir. Þannig er mjög mikilvægt að hlusta vel á raddir viðskiptavina. Öryggisbransinn var lengi vel mjög mikill karlaheimur. Þegar ég hóf störf hjá Öryggismiðstöðinni árið 2004 voru afar fáar konur við störf þar. Með breyttum áherslum og aukinni tæknivæðingu hefur fjöldi kvenna stóraukist í fyrir- tækinu og þær farnar að taka að sér fleiri stjórnunarstörf. Mín trú er að sú þróun haldi áfram enda þurfum við gott jafnvægi kynja í okkar bransa eins og öllum öðrum. Störfin sem fyrirtækið býður henta líka almennt séð alveg jafn vel báðum kynjum,“ segir Auður Lilja að lokum. Öryggismiðstöð- in er framsækið fyrirtæki sem býður viðskipta- vinum sínum lausnir og hefur verið leiðandi með nýjungar á markaði, að sögn Auðar Lilju Dav- íðsdóttur, fram- kvæmdastjóra sölusviðs. Okkar styrkleikar liggja í tækniþjón- ustu og viðbragði og við rekum eina stærstu og öflugustu tæknideild landsins þar sem sér- þekking er mikil. KYNNINGARBLAÐ 17 F I M MT U DAG U R 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 KONUR Í ATVINNULÍFINU 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 1 -C E 7 C 2 2 3 1 -C D 4 0 2 2 3 1 -C C 0 4 2 2 3 1 -C A C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.