Fréttablaðið - 31.01.2019, Síða 74

Fréttablaðið - 31.01.2019, Síða 74
Orðin hér að ofan gætu verið höfð e f t i r e i n hve r r i völvunni en sú er ekki raunin. Ragn-heiður Skúladóttir hefur verið ráðin stjórnandi lista- hátíðarinnar Festspillene i Nord- Norge eða Arctic Arts Festival, eins og hún nefnist á ensku. „Mér finnst þetta svakalega spennandi áskorun og mikill heiður. Ég hef gaman af að kynnast nýju fólki og nýjum aðstæðum og hlakka til að hefja störf,“ segir Ragnheiður, sem var forseti sviðslistadeildar Listaháskólans fyrsta áratug hans, leikhússtjóri á Akureyri í nokkur ár, annar tveggja stofnenda og stjórn- enda leiklistarhátíðarinnar Lókal og nú framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. „Ég var ekki að leita að nýju starfi, er búin að vera hér hjá dansflokkn- um síðastliðin tvö ár og hef haft nóg að gera í því skemmtilega umhverfi,“ segir Ragnheiður. „En mig hefur líka dreymt um að sinna einhverju stóru verkefni sem listrænn stjórnandi, ég leyni því ekki. Og þegar Maria Utsi, fráfarandi stjórnandi Festspillene, ákvað að hætta, fékk ég upphring- ingu frá Noregi. Eftir nokkra eftir- gangsmuni lét ég til leiðast og sagði að það mætti hafa mig í huga þegar kæmi að því að ráða nýjan stjórn- anda.“ Listahátíðin Festspillene i Nord- Norge var stofnuð 1965 og byggir því á gömlum merg. Hátíðin er önnur stærsta listahátíð í Noregi, á eftir listahátíðinni í Bergen, hún þjónar aðallega fylkjunum Nordland, Hefur reynst farsælt að fylgja innsæinu Borgin Harstad í Norður-Noregi verður miðpunktur alheimsins næstu fjögur árin hjá Ragnheiði Skúla- dóttur, framkvæmdastjóra Íslenska dansflokksins. Hún mun stýra stórri listahátíð sem haldin er árlega. „Ég veit að þetta er krefjandi starf og staðan er hátt skrifuð,“ segir Ragnheiður. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Troms og Finnmörku og veltir árlega 400 milljónum. Að sögn Ragnheiðar var lengi vel lögð aðaláhersla á tón- list í dagskránni. „Síðustu fjögur ár hefur hátíðin hins vegar gengið í gegnum ákveðna umbreytingu; hún sinnir nú öllum listgreinum og mikil áhersla hefur verið lögð á að þróa tengsl hátíðarinnar við lista- menn á heimskautasvæðum Kan- ada, Bandaríkjanna og Rússlands. Nú munum við teygja okkur suður á bóginn. Ég hef allan heiminn undir og fjármagn til að þróa ný og spenn- andi verkefni á alþjóðavísu, sem er auðvitað skemmtilegt og mikil áskorun. Íbúar í Norður-Noregi eru fjölbreyttur hópur og þeir eru stoltir af sinni hátíð enda góðu vanir.“ Ragnheiður tekur við góðu búi, segir forvera sinn, Mariu, hafa komið úr tónlistarhátíðargeiran- um, hún sjálf muni koma með enn meiri áherslu á dans og leiklist en áður hafi verið. „Ég er náttúrlega á þeirri línu, en kem einnig til með að byggja á þeirri flottu tónlistarhefð sem er grundvöllur Festspillene. Nú tíðkast sífellt meiri og almenn- ari samvinna á milli listamanna úr ólíkum listgreinum og mér finnst það vera mjög mikilvægur og eftir- tektarverður þráður í samtíma- listum. Ég hef áhuga á að skoða slík samvinnuverkefni í framtíðinni,“ segir Ragnheiður sem er þegar farin að huga að málefnum Festspillene þó að hún taki ekki formlega við stöðu listræns stjórnanda fyrr en í ágúst í sumar. „Ég byrja í 50% starfi í mars, svona til að fylgjast með á endaspretti undirbúningsins fyrir hátíðahöldin sumarið 2019. En það er þannig með svona störf að heilinn fer strax í gang og maður fer umsvifalaust að hugsa fram í tímann. Ég er til dæmis þegar komin með hluta af prógramminu 2020 á blað.“ Ragnheiður er ráðin til fjögurra ára með möguleika á endurnýjun ráðningarsamnings að þeim liðnum. „Það er gaman að taka við hátíð sem er í góðu gengi bæði listrænt séð og fjárhagslega og nýtur vinsælda meðal almennings, þá getur maður einbeitt sér að fram- þróun hennar og frekari tengingum við umheiminn.“ Harstad er lítil hafnarborg aust- ast í eyjaklasanum Lófóten. Borgin liggur á 69. breiddargráðu, þremur gráðum norðar en Grímsey, en um 50 þúsund manns búa í Harstad og nágrenni. „Þetta er gríðarstórt svæði og áhugavert,“ segir Ragnheiður. „Landamæri Svíþjóðar eru skammt undan og fyrir norðan kemur veröld Rússlands upp að Noregi,“ segir hún og kveðst þegar vera komin með íbúð á staðnum. „Það veitir manni ákveðna festu og þótt ég verði mikið á flakki, þá er nauðsynlegt að hafa góðan samastað. Ég kem líka til með að dvelja í Reykjavík og vinna þaðan og geri svo ráð fyrir að maðurinn minn, Bjarni Jónsson leikskáld, geti unnið að einhverjum af sínum verkefnum í Harstad. Honum hefur allavega litist vel á þessi plön hingað til!“ Ragnheiður er ekki alveg ókunn starfsemi Listahátíðarinnar í Norð- ur-Noregi; hún hefur heimsótt hana á undanförnum árum með íslenskt listafólk, þar á meðal Íslenska dans- flokkinn sem sýndi FÓRN á dagskrá hátíðarinnar 2017, í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu um menn- ingu á norðurslóðum. Þess utan hefur Ragnheiður beinlínis komið að undirbúningi og skipulagningu verkefna sem tilheyra sviðslista- hluta Festspillene. „Ég var fengin til að sjá um alþjóðlegan hluta sviðs- listanna vegna hátíðarinnar 2019,“ upplýsir hún. „Það var reyndar áður en farið var að hreyfa við því að ég tæki mögulega við stjórn þessa apparats. Mér finnst gaman að geta þess að á meðal erlendra sviðsverka 2019 eru tvö íslensk verk; Hlustunarpartí eftir Ásrúnu Magnúsdóttur sem hún frumsýndi á Spectacular, sviðslistahátíð Lókal og RDF í Reykjavík 2017 og Horfin heimili eftir Kviss búmm bang. Það verk var upphaflega útvarpsverk og framleitt af RÚV en þróaðist síðar yfir í sviðsverk sem var líka á dag- skrá Spectacular 2017.“ Spurð hvort hún kunni norsku svarar Ragnheiður því til að hún lesi og skilji málið en þurfi að temja sér að tala það. „Norðmenn hafa reynd- ar gaman af að tala ensku við mann, en mér finnst liggja beinna við að reyna mig við norskuna í samtölum heldur en að grípa til ensku. Annars hef ég ekki miklar áhyggjur. Ég veit að þetta er krefjandi starf og staðan er hátt skrifuð í norsku lista- og menningarlífi. En ég hef gaman af að koma sjálfri mér á óvart. Ég hef aldrei litið fram á veginn og hugsað með mér: ég ætla að gera þetta og svo fer ég og geri þetta og ... ég hef frekar fylgt innsæinu í hvert sinn. Það hefur reynst mér farsælt hingað til.“ Ragnheiður horfir því bjartsýn fram á veginn. „Ég er þakklát fyrir þau tækifæri sem mér hafa gefist hér heima, allt frá því ég flutti heim frá Bandaríkjunum árið 2000 til þess að taka við sem fyrsti forseti nýstofnaðrar sviðslistadeildar LHÍ,“ segir hún. „Ég er jafnframt spennt að taka við nýju starfi í nýju landi. Auð- vitað er Noregur stærra samfélag en Ísland og Norðmenn eru kunnir af því að styðja vel við listir og menn- ingu. Það er eitthvað sem við Íslend- ingar mættum enn betur huga að, enda segi ég oft að listir eigi alveg eins heima í heilbrigðis- og vel- ferðarráðuneyti eins og í mennta- og menningarráðuneyti; þær hafa heilandi áhrif á mannfólkið.“ ÉG HEF ALLAN HEIMINN UNDIR OG FJÁRMAGN TIL AÐ ÞRÓA NÝ OG SPENNANDI VERKEFNI Á ALÞJÓÐAVÍSU, SEM ER AUÐ- VITAÐ SKEMMTILEGT OG MIKIL ÁSKORUN ÍBÚAR Í NORÐUR-NOR- EGI ERU FJÖLBREYTT- UR HÓPUR OG ÞEIR ERU STOLTIR AF SINNI HÁTÍÐ ENDA GÓÐU VANIR.“ Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is RESPECT Nemendur MÍT flytja lög sálar gyðjunnar Aretha Franklin MENNTASKÓLI Í TÓNLIST KYNNIR Föstudagur 1. febrúar kl. 20:00 Sunnudagur 3. febrúar kl. 20:00 Tvær ævintýraóperur Laugardagur 2. febrúar kl. 14:00 Sunnudagur 3. febrúar kl. 14:00 Mánudagur 4. febrúar kl. 20:00 Gilitrutt og Ár og öld Menntaskóli í tónlist og leikfélagið Hugleikur frumsýna tvær íslenskar óperur byggðar á þekktum ævintýrum Hátíðarsalur FÍH Rauðagerði 27 Iðnó Vonarstræti 3 3 1 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R38 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 1 -6 1 D C 2 2 3 1 -6 0 A 0 2 2 3 1 -5 F 6 4 2 2 3 1 -5 E 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.