Fréttablaðið - 31.01.2019, Síða 80
2019
HÁSKÓLABÍÓ | 02.02.2019
Í beinni
og í opinni dagskrá
herra hnetusmjör
bríet
una misère
jóipéxkróli
dagur sig
stjórnin
auður
jón jónsson
léttöl
HÁSKÓLABÍÓ | 02.02.2019
FRAM KOMA:
3 1 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KVIKMYNDIR
The Favourite
HHHHH
Leikstjórn: Yorgos Lanthimos
Aðalhlutverk: Olivia Colman,
Rachel Weisz, Emma Stone, Nic-
holas Hoult
Óskarsverðlaunin eru síður en svo
óskeikull mælikvarði á gæði kvik-
mynda. Ef svo væri hefðu til dæmis
Shakespeare in Love,
Gladiator og Chicago
aldrei fengið verðlaunin
fyrir bestu myndina. Þetta
breytir því svo aftur ekki
að The Favourite stendur
undir öllum almennum
kröfum og væntingum
til „Óskarsverðlauna-
mynda“ og verðskuldar
allar sínar tíu tilnefningar.
Og við megum víst þakka
Óskarnum fyrir að geta séð
myndina í kvikmyndahúsi
á Íslandi þar sem hún þótti
ekki líkleg til þess að standa undir
nema örfáum sýningum áður en Ósk-
arinn varpaði sínum dýrðarljóma á
hana með tilnefningunum tíu.
The Favourite er mikið og marg-
brotið furðuverk; aristókratískt
búningadrama, kaldhæðin kómedía
og óvægin sálfræðistúdía sem sýnir
átakanlega hvernig mennskan víkur
þegar þráin eftir völdum, peningum,
áhrifum og skilyrðislausri náð í
augum valdsins eitrar hjörtu manna.
Sögusviðið er England í upphafi
18. aldar þar sem Anna drottning
ríkir, veik á sál og líkama. Hún
treystir alfarið á aldavinkonu sína
Söru Churchill sem ekki aðeins
sinnir drottningunni sjálfri heldur
ekki síður rekstri konungdæmisins.
Stríðsbrölt Englendinga og Frakka
tekur stöðugt meiri tíma frá Söru sem
stígur pólitískan darraðardans við
karlaveldið við hirðina af mikilli list.
Þá sætir ung frænka Söru, Abigail,
færis og verður eftirlæti drottningar-
innar. Stúlkan sú er heillum horfin
aðalskona sem er komin á lægsta
plan eftir gjaldþrot föður síns en er
tilbúin til að beita öllum brögðum
til þess að öðlast fyrri virðingarsess.
Sara vill vitaskuld engin horn-
kerling vera og pakkar í þétta vörn í
mikilli refskák um hylli drottningar
sem eins og vera ber fer í allar áttir
þannig að ekki er á vísan að róa.
Hennar hátign er að springa af innri
harmi eftir að hafa fætt fjölda and-
vana barna undir erfingjapressunni
og er svo tæp andlega að hún sveiflast
öfgakennt á milli hlýju og freku, gleði
og sorgar.
Hinar konurnar tvær reyna að
stíga ölduna og gera út á skapgerðar-
bresti drottningar með misjöfnum
árangri og fljótt verður ljóst að eng-
inn verður sigurvegari í þeim hildar-
leik.
Olivia Colman nýtur sín í botn í
bitastæðu hlutverki drottningarinnar
og sýnir frábær tilþrif í þvottekta Ósk-
arsverðlaunahlutverki. Emma Stone
hefur aldrei verið betri en sem Abigail
og skilar sannfærandi tálkvendi, síður
en svo öll þar sem hún er séð. Þessar
tvær njóta þess báðar að hlutverk
þeirra bjóða upp á heilmikil tilþrif
en skyggja þó ekki á Rachel Weisz
sem er hreint úr sagt stórkostleg í
yfirvegaðri túlkun sinni á Söru sem
staðföst stendur vörð um það sem
henni er kærast þótt tilfinningarnar
ólgi undir köldu yfirborðinu.
Feðraveldið í spéspegli
Á meðan konurnar plotta eru karl-
arnir í sínu stríðsbrölti og ósköp eru
þeir nú máttlausir með sínar hár-
kollur og hallærislega andlitsfarða á
gullöld feðraveldisins. Þeir mega sín
enda ekki mikils gegn Söru og Abigail
sem hertaka í raun hefðbundin karl-
hlutverk; skjóta dúfur, ríða klofvega,
sparka í punga og rífa slíkan klám-
kjaft að þær myndu smellpassa í
Klaustursfyllerí á öndverðri 21. öld-
inni.
Það besta við þessi kynhlutverka-
skipti er síðan sú sorglega staðreynd
að það er enginn góður í þessari
mynd, hvorki konur né karlar. Allt
er þetta bara fólk sem lætur stjórn-
ast af hvötum sínum og hver og ein
kvennanna þriggja hefur sínar ástæð-
ur fyrir því að gera það sem hún gerir.
Það mætti skrifa langt mál um
hversu mögnuð The Favourite er en
hún hefur komið svo miklu moldviðri
á huga minn að ég eiginlega get bara
skrifað um hversu erfitt að er koma
tilfinningunum sem hún vekur í orð.
Betri meðmæli er að vísu varla hægt
að gefa bíómyndum enda segir það
miklu meira en haugur af gullstyttum
um gæði þeirra ef þær hafa slík áhrif á
áhorfandann að hann getur ekki hætt
að hugsa um þær.
The Favourite er þann-
ig mynd og eitt af því sem
er svo skemmtilega sér-
stakt og klikkað við hana
er að um leið og hún
gerir stólpagrín að karla-
veldinu sýnir hún konur
sem eru jafn ofurseldar
mannlegum löstum sem
yfirleitt eru tengdir eitr-
aðri karlmennsku; valda-
brölt, losta og sérstaklega
grimmd, með vænum
slatta af meðvirkni.
Þetta er mynd um konur sem eru
eiginlega algjörlega handan feðra-
veldisins og ómögulegt að klessa
á hana stöðluðum merkimiðum
femínisma, feðraveldis, kvenfyrirlitn-
ingar eða karlhaturs. The Favourite er
marghöfða og heillandi skrímsli sem
erfitt að er að ná tökum á og það gerir
hana jafn brjálæðislega góða og töff
og raun ber vitni.
Þórarinn Þórarinsson
NIÐURSTAÐA: The Favourite er
heillandi og á köflum súrrealísk
upplifun. Frábærlega leikið bún-
ingadrama og karakterstúdía sem
talar frá 18. öld beint til samtímans
og hlífir engum á meðan hún
skemmtir öllum.
Ísköld eru kvennaráð
Rachel Weisz og Olivia Colman fara með himinskautum í The Favourite og lyfta myndinni upp í hæstu hæðir.
Rachel Weisz er hörkutól í karla-
veldi 18. aldar og skautar allan
tilfinningaskalann af mikilli list.
Emma Stone er ekki öll þar sem hún er
séð og undir fögru skinni leynist kona
sem ekki er gott að lenda í klónum á.
BÍÓ
3
1
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
3
1
-9
D
1
C
2
2
3
1
-9
B
E
0
2
2
3
1
-9
A
A
4
2
2
3
1
-9
9
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K