Litli Bergþór - 01.07.2016, Page 8

Litli Bergþór - 01.07.2016, Page 8
Þórarinn Helgason (f.17.04.1943) keypti Ekru af Hilmari og Guðbjörgu og bjó þar til 1998, utan ársins 1990 þegar Hilmar Önfjörð Magnússon (30.09.1948, d. 04.12.2001) leigði stöðina af honum. Þórarinn býr nú í Reykjavík. Herdís Hermannsdóttir (f. 12.10.1950) tók við af Þórarni og átti Ekru til 2001, hún býr nú í Borgarfirði. Sonur hennar sem var með henni hér, er Jökull Erlingsson (f.10.06.1984) Af Herdísi keyptu Marteinn Páll Friðriksson (f.12.07.1955) og Hansína Íris Blandon (f. 03.07.1950), en þau hafa búið á Ekru síðan, en hafa ekki stundað garðyrkju. HEIÐMÖRK 1966 Sævar Magnússon (f. 18.06.1936) og Karítas Óskarsdóttir (Kaja) (f. 25.12.1939) kynntust þegar Sævar hóf nám í Garðyrkjuskólanum á Reykjum en þar starfaði Karítas þá í gróðurhúsunum. Þau rugluðu saman reytum og þar kom að þau fluttu með börn sín í Laugarás vorið 1967, en áður hafði Sævar unnið að undirbúningi flutningsins og hafið framkvæmdir á landi sem þau fengu vestan Höfðavegar (Dunkabrautar) á milli Lauftúns og Ásholts. Fjölskyldan fékk efri hæð gamla læknishússins á leigu og bjó þar, þar til byggingu íbúðarhúss var lokið, en í það flutti hópurinn 1975. Karítas og Sævar höfðu eignast 4 börn sín áður en þau fluttu í Laugarás, það yngsta fæddist nánast á leiðinni. Þau eignuðust þessi börn: Ómar Eyjólfur (f. 17.02.1958 í Reykjavík), en hann tók við Heiðmörk 1994. Reynir (f. 16.03.1959), býr í Kaupmannahöfn, Þór (f. 13.12.1962, d. 10.10.1993) og Jóna Dísa (Sigurjóna Valdís) (f. 20.03.1967), sem býr í í Reykjavík. Í júní 1994 þótti þeim Sævari og Kaju þetta orðið gott dagsverk hjá sér og fluttu á Selfoss þar sem þau hafa búið síðan. 8 Litli-Bergþór EKRA 1965 Land Ekru er austan Skálholtsvegar á móti Kvistholti, milli Asparlundar og Lauftúns. Meðan Hilmar Magnússon (f. 28.09.1942,d. 18.09.1988) og Guðbjörg Kristjánsdóttir (f. 22.08.1944) voru að byggja yfir sig á Ekru, bjuggu þau í kjallara gamla læknishússins. Í húsið fluttu þau síðan eftir 10 ár uppi á brekkunni, árið 1975. Ekra. Heiðmörk. Guðbjörg og Hilmar. Guðbjörg og Hilmar bjuggu á Ekru til 1985, en fluttu þá til Reykjavíkur. Þar stofnuðu þau garðyrkjustöðina Valsgarð og síðar Grænu höndina með dóttur sinni og tengdasyni. Guðbjörg hefur lengst af síðan starfað hjá Garðheimum. Þau hjón eignuðust 3 börn, sem heita: Kristján Karl (f. 05.06.1960), býr í Hveragerði, Jóhanna Margrét (f.12.05.1961) býr í Kópavogi og Hera Hrönn (f.19.02.1963), sem býr á Flúðum.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.