Litli Bergþór - 01.07.2016, Síða 10
Laugarási þess tíma. Þá mun hann hafa verið einna fyrstur til að hefja paprikurækt á Íslandi.
Helgi og Guðrún eignuðust 3 börn sem heita: Guðný (f. 18.02.1962), Lilja f. 04.06.1965, d.
08.03.2016) og Þorsteinn (f. 01.07.1966).
Þau skildu og Helgi starfaði við skrúðgarðyrkju á höfuðborgarsvæðinu og stofnaði gróðurhúsið
Víkurblóm í Njarðvík 1988. Síðan lærði hann málaralist bæði hérlendis og í Indónesíu. Hann hefur
haldið allmargar sýningar á verkum sínum. Hann var síðast skráður til heimilis á Breiðdalsvík. Guðrún
hóf sambúð með Sigþór Ólafssyni
(1942-2010) árið 1984. Nú býr hún á
Kjalarnesi.
Það voru síðan þau Gunnar Tómasson
(f. 10.09.1946) og Elsa B. Marísdóttir
(f.12.12.1945) sem keyptu Asparlund
af Helga og Guðrúnu. Þau komu í
Laugarás úr Hafnarfirði og fluttu í
10 Litli-Bergþór
ASPARLUNDUR 1968
1968 fluttu Helgi J. Kúld (f. 18.07.1938, d. 22.12.2015)
og Guðrún Lilja Skúladóttir (f. 15.06.1940) í sumarhúsið
á Sigurðarstöðum og stofnuðu garðyrkjubýlið Asparlund,
sem er austan Skálholtsvegar milli Ljósalands og Ekru. Á
Sigurðarstöðum dvöldu þau skamma hríð áður en þau fóru í
gamla bæinn í Hveratúni.
Helgi og Guðrún byggðu ekki íbúðarhús í Laugarási og þau
hurfu á braut eftir u.þ.b. fjögurra ára dvöl og héldu áfram í
garðyrkjunni á Reykjabóli í Hrunamannahreppi. Það er sagt
að Helgi hafi verið kommúnísti, sem þótti víst ekki par fínt í
Asparlundur.
Helgi og Guðrún.
Elsa og Gunnar.
gamla bæinn í Hveratúni í nóvember 1971, meðan þau
byggðu íbúðarhús á landskika vestan Skálholtsvegar þar
sem heimkeyrslan að barnaheimili Rauða krossins var, en
er nú heimreið að Kirkjuholti. Í húsið fluttu þau síðan á 2.
degi jóla 1974. Elsa og Gunnar eignuðust tvö börn sem eru:
Anna María (f.27.03.1967), en hún er búsett í Reykjavík og
Tómas Grétar (f.10.03.1974), sem býr á Hvolsvelli.
Ketilbjörn ehf.
Vinnuvélaverktaki
Syðri-Reykjum
Grímur Þór - Sími 892 3444