Litli Bergþór - 01.07.2016, Page 12

Litli Bergþór - 01.07.2016, Page 12
12 Litli-Bergþór með að fá sig lausa frá störfum til að sinna þjálfun og fundum við vel fyrir því. Hjá okkur voru það þrír kennarar sem ekki sáu sér fært að starfa sem þjálfarar fyrir ungmennafélagið sökum bindingar sem fólgin er í vinnuramma þeirra. Á haustönn var brugðið á það ráð að fá Silju Þorsteinsdóttur, stöðvarstjóra World Class á Selfossi til að vera með trampolin fitness námskeið. Það var frábærlega vel sótt og vakti mikla lukku, en æft var tvisvar í viku. Arnar var áfram með fótboltann og Helgi með glímuna. Nadine á Brautarhóli bauð svo upp á danskennslu, sem er nýjung í starfinu okkar. Þó nokkrar umræður fóru í stjórn íþróttadeildar um kaup á tækjum til íþróttaiðkana. Þar sem staða deildarinnar er nokkuð góð var ákveðið að veita peningum í tæki sem gætu nýst öllu því góða fólki sem notar íþróttahúsið og voru keypt 6 trampolin nú á vordögum 2016 og verið er að bíða eftir tilboði í lóð og fleiri smátæki fyrir tækjasalinn í íþróttahúsinu. Mikill sigur vannst þegar aldursreglum um aðgengi í tækjasalinn var breytt um síðustu áramót. Nú mega 15 ára krakkar koma í salinn í fylgd með fullorðnum sem geta leiðbeint þeim. Næsta skref er svo að hvetja til rýmri heimilda, þannig að unglingar sem eru að æfa af fullri alvöru geti nýtt sér salinn til fulls, án eftirlits fullorðna fólksins. Við eigum að hvetja ungt fólk til að hreyfa sig, ekki letja það. Þjálfurum þakka ég samstarfið, starf þeirra er ákaflega mikilvægt og kemur fram í þeim börnum sem sækja æfingar. Þeir þjálfarar sem lengst af hafa starfað með ungmennafélaginu búa að gríðarlegri reynslu og Unglingastigið í Grunnskóla Bláskógabyggðar í heimsókn í CrossFit Hengli í Hveragerði, í starfskynningu. þekkja börnin okkar mjög vel, það er mikilvægt fyrir foreldra að vita að börnin þeirra eru í góðum höndum. Að lokum langar mig að þakka fyrir mig. Það hefur verið gott og gaman að starfa fyrir ungmennafélagið, en nú læt ég öðrum eftir að halda áfram og byggja upp starfið og óska þeim sem við mér taka velfarnaðar. Kærar þakkir, Reykholti 16. apríl 2016 Agla Þyri Kristjánsdóttir Gústaf Sæland vann til 1. verðlauna í sínum flokki í glímu á Landsmóti UMFÍ á Akureyri um verslunarmannahelgina í fyrra.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.