Litli Bergþór - 01.07.2016, Qupperneq 15

Litli Bergþór - 01.07.2016, Qupperneq 15
Litli-Bergþór 15 Þann 5. febrúar frumsýndi leikdeild ungmennafélagsins leikverkið „Brúðkaup“ eftir Guðmund Ólafsson, í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar, en þetta var áttunda leikritið sem hann hefur sett upp með leikdeildinni á síðustu 12 árum. Sýningum á leikritinu lauk 12. mars að loknum 16 sýningum og, að sögn formanns leikdeildar, vel á annað þúsund seldum miðum. Hér er um að ræða einskonar fjölskyldugamandrama. Það gengur á ýmsu og margt fer öðruvísi en ætlað er. Það er þessi stóri dagur „Brúðkaup“ þegar allir vilja að allt gangi snurðulaust fyrir sig og eiginlega meira en það. Þessi fóru með hlutverk í sýningunni: Camilla Ólafsdóttir, Hildur María Hilmarsdóttir, Íris L Blandon, Jóhann Kjartansson, Guðbjörg Þóra Jónsdóttir, Hrund Harðardóttir, Unnur Malín Sigurðardóttir, Brúðkaup í Aratungu Arnar, Halldór, Sölvi, Jóhann, Guðbjörg, Runólfur og Hrund, í hlutverkum sínum. Unnur Malín og Hildur María í hlutverkum sínum Íris og Arnar í hlutverkum sínum. Arnar Sigurbjartsson, Ída Bjarnadóttir, Þórarinn Valgeirsson, Runólfur Einarsson, Sölvi Hilmarsson, Halldór Bjarnason og Sigurveig Mjöll Tómasdóttir. Alls komu 20 manns að uppsetningunni. Þrír þeirra leikara sem upphaflega hugðust taka þátt, gengu úr skaftinu á æfingatímanum, en þá voru bara gripnir nýir upp í staðinn, en það voru þau Camilla, Runólfur og Hrund. Sviðsmyndin var alveg sérstakur kapítuli, en ákveðið var að láta verkið gerast í skógarrjóðri. Til að útbúa það voru notaðir 12 km af baggaböndum í ýmsum litum. Brúðkaup er 29. verkið sem ungmennafélagið setur upp frá því Aratunga var tekin í notkun 1961 og Lénharður fógeti var sýndur. Núverandi stjórn leikdeildar skipa, Íris Blandon, sem er formaður, Hildur María Hilmarsdóttir og Kristinn Bjarnason pms

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.