Litli Bergþór - 01.07.2016, Qupperneq 40

Litli Bergþór - 01.07.2016, Qupperneq 40
40 Litli-Bergþór Greinin er um veiðimöguleika í Hvítárvatni og drepið á vatnsföll þau, sem í það renna, þar á meðal Svartá og Tjarná. „Milli þeirra er mestallt þurr og blásin hrjóstur“ segir hann orðrétt og á það við enn í dag. Hinsvegar hefur eyðst mjög jarðvegur og gróður í Tangaveri og hefur alls ekki þolað örtröð sem þar hefur orðið meðan áin var óbrúuð, en þar er nú að gróa upp að nýju, þar sem blásið hefur niður í bleytu og voru flög fyrir 10-20 árum. Bláfellsháls er ekki gróðursæll og ljótur uppblástur þar á kafla norðarlega, þó segja menn sem ráku þar fjárrekstra fyrir 40 til 60 árum, að gróður hafi þróast þar allmikið síðan, en menn verða mjög nákunnugir landinu þar sem þeir reka fjárrekstra ár eftir ár. Hins vegar hef ég oftastnær rekið mína rekstra austan við Bláfell. Ekki efa ég að mikil gróður- og jarðvegseyðing hefur orðið hér sunnan við Bláfell frá því að land byggðist, á Tunguheiði, milli Gullfoss og Sandár, er einn nafnkenndur steinn í allri urðinni og heitir Vegatorfusteinn (aflraunasteinn). Munnmæli herma að hann hafi verið einn steina laus ofanjarðar áður en heiðin blés upp, en langt mun vera síðan því Guttormur Sigbjarnarson jarðfræðingur kvaðst hafa rannsakað þetta svæði fyrir nokkrum áratugum og komist að þeirri niðurstöðu að það hefði blásið að mestu á 12. og 13. öld. Náttúruvernd og gróðurvernd eru mjög til umræðu nú á dögum og mætti ætla að þær hugmyndir væru nýlega til orðnar. En þó varð Sigríður í Brattholti þjóðkunn fyrir baráttu sína fyrir verndun Gullfoss. En það var önnur barátta, sem Sigríður var þekkt fyrir í sínu umhverfi. Það var líklega fyrir um 80 árum, að menn hófust handa með að gera afréttargirðingu ofan við Brattholtsland og megingróðurlendið í Hólum og er skemmst frá að segja að Sigríður barðist gegn þessu af þeirri atorku, að horfið var frá framkvæmdum að sinni. Mest var frá því sagt í mín eyru hvaða aðferðum hún beitti og hvaða árangri hún náði, en minna getið um hvers vegna hún var svo mjög andvíg þessu verki, sem ætla mátti að væri þó til hagsbóta fyrir búskap í Brattholti. Þó er ljóst að hún hafði mestu ótrú á gaddavír, sem þá var nýjung. Ætla má líka að Sigríður hafi gert sér ljóst að gróðurinn, sem þá mun hafa verið að byrja að leita fyrir sér með að festa rætur í flögunum, sem girðingin átti að liggja yfir, þyldi ekki þá örtröð, sem þar hefði orðið. Sigríður ann blómum og öllum gróðri, sem annarri fegurð og bjó yfir nokkurri listhneigð. Teiknaði m.a. myndir af blómum, sem vöktu aðdáun og undrun þeirra er sáu. Seinna, líklega svona 20 árum seinna, var girt þarna, en mun hafa enst mjög stutt. Holklakinn lyft staurunum upp úr flaginu og leir og sandur eyðilagt ryðvörnina á vírnum. Nú hefur allnokkur breyting orðið á gróðri hér fyrir ofan byggðina, afréttargirðing var gerð eftir að hreppurinn eignaðist Hólaland og liggur eftir þessum flögum, sem ég nefndi áðan og stendur ágætlega. Enda eru þau nú algróin eins og reyndar flest önnur flög, sem voru á þessu svæði. Rofabörðin eru að gróa upp ár frá ári, undan teðslunni, sem sauðfé ber á þau, einkum þar sem það gengur á öflugu haglendi. Beitarálag hefur minnkað mjög mikið við fækkun fjár og styttri beitartíma, þó ætla ég að mestu hafi munað þegar fé hætti að skarka á landinu ógrónu á vorin. Það krafsaði rótartægjur upp úr melum og flögum þegar yfirborðið var gljúpt eftir vetrarfrostið. Þessa skoðun byggi ég að nokkru á reynslu frá mínu heimalandi. En svona breyting frá uppblæstri til uppgræðslu, tekur langan tíma og lengi munu verða til börð og bakkar, sem hafa hlaðist upp af áfoki þar sem jarðvegsgrunnurinn er vatnsþvegin möl eða móklöpp, sem drekkur í sig allan raka. Það hefur verið lamið inn í þjóðina af ofurkappi undanfarin ár, að Tungnamannaafréttur væri eyðimörk og öll gróðureyðing og allar auðnir væru fjárbeit að kenna. Það er alkunn aðferð og vandalaus fyrir menn, sem hafa aðgang að fjölmiðlum og mannfundum, að stagast á því sama aftur og aftur, þangað til flestir eða allir trúa því. Það er dæmigert með myndina af Svartártorfum, þar sem vegurinn liggur í Hvítárnes. Þar var girt meðfram veginum, gróðurtorfan friðuð og hlúð að gróðrinum þeim megin við girðinguna, en allri umferð þjappað saman á mjóa bakkabrún hinumegin. Mynd af þessu er sýnd bæði í sjónvarpi og á mannfundum hvenær sem rætt er um mál, sem tengjast landvernd eða fjárbeit á einhvern hátt. Hvernig liti þá hálendið út, ef sauðfjárbeit og önnur landnýting hefði ekki komið til. Bláfellshólmi er í Hvítá austan við Bláfell í um 300 m. hæð yfir sjó. Þangað fór ég síðastliðið sumar og flutti plöntuvistfræðing, Sigurð H. Magnússon mág minn, yfir árkvíslina. Sigurður var þar eina 5 klukkutíma að skoða gróðurinn og fann þar ýmsar plöntur, sem hann kvað mjög sjaldgæfar í þessum landshluta og nokkrar sem hann taldi alls ekki finnast þar sem fjárbeit væri. Flest var þetta í brekkuhöllum meðfram ánni, smávaxið og myndaði hvergi samfellda gróðurþekju. Lýsing mín á hólmanum er sú, að þar er brekka á móti suðri, svona eins og vænn skrúðgarður við íbúðarhús með birkiskógi og eru stærstu hríslurnar allt upp í 6 m langar, en liggja mjög með jörð undan brekkunni, sjáanlega undan snjóþyngslum. Skógarbotninn er nær eingöngu vaxinn blágresi. Annarsstaðar er hallinn niður í árgilið með ýmsu móti, hamrar, urðir, skriður og brekkuhöll með fjölbreyttum og mjög strjálum gróðri. Gæsavarp mun vera þar allmikið, einkum í kringum aðal skógarrunnann og mun birkfræðið ná að þroskast í gömlum gæsahreiðrum. Aðalsvæðið, flöturinn uppi á hólmanum sem áin hefur ekki brotið, Geirþrúður Sighvatsdóttir

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.