Litli Bergþór - 01.07.2016, Síða 46

Litli Bergþór - 01.07.2016, Síða 46
46 Litli-Bergþór hvað mikið hafi breyst síðan 1972 þegar hún kom fyrst að rekstri á svæðinu. „Ferðamönnum byrjaði að fjölga upp úr 1980“ segir hún „og 1986 hófum við rekstur á hótelinu. Síðan höfum við stækkað þetta í skrefum og erum hvergi nærri hætt; erum t.d. nú að reisa nýtt hótel á svæðinu“. Póst og fjarskiptastofnun heimilaði í febrúar Íslandspósti ohf. að fækka dreifingardögum í dreifbýli úr 5 í viku, í 2 aðra vikuna og 3 hina vikuna. Þetta hefur vakið mikla óánægju hjá dreifbýlisbúum og var Byggðaráð Bláskógabyggðar meðal þeirra sem lýstu yfir óánægju sinni með þessa skerðingu á þjónustu. Í janúar var ákveðið í byggðaráði að veita 15-17 ára unglingum undanþágu til reynslu fram á vor til að nýta líkamsræktarsalinn í Íþróttamiðstöðinni í Reykholti gegn fullorðinsgjaldi, að því tilskyldu að foreldri eða forráðamaður sé með viðkomandi í tækjasalnum til eftirlits og öryggis. Sveitarstjórn ákvað í janúar að sameina Blá- skógaveitu og Þjónustu- og framkvæmdasvið Bláskógabyggðar, undir heitinu, Framkvæmda- og veitusvið Bláskóga- byggðar. Auglýstar voru tvær 100% stöður hjá hinu nýja sviði, þ.e. sviðsstjóri og starfsmaður Framkvæmda- og veitusviðs. Alls bárust 12 umsóknir um starf sviðsstjóra Framkvæmda- og veitusviðs Bláskógabyggðar og var Bjarni D. Daníelsson, viðskiptafræðingur og skólabílstjóri, búsettur í Miðdal, ráðinn í starf sviðsstjóra í apríl. Sveitarstjórn kynnti í febrúar frumtillögur að uppbyggingu hótels á lóð sláturhússins í Laugarási á vegum Norverks ehf. Rífa á núverandi gisti- og veitingahús en í staðinn á að byggja nýtt 90-150 herbergja hótel sem getur verið allt að 6.000 fm auk nokkurra raðhúsa. Sveitarstjórn samdi við Guðmund Daníelsson um frumhönnun og kostnaðargreiningu á lagningu ljósleiðarakerfis um Bláskógabyggð. Foreldraráð leikskólans Álfaborgar lagði til við sveitarstjórn að sumarfríslokun leikskólans yrði stytt úr sex vikum í fjórar. Því var hafnað þar sem ekki var gert ráð fyrir slíkum kostnaðarauka í núverandi fjárhagsáætlun. Sveitarstjórn fól þó skólastjórum leikskólanna í sveitinni að leggja mat á kostnað slíkra breytinga og útfæra hugmyndir um framkvæmd hennar. Sigríður Magnea Kjartansdóttir og Gústaf Sæland, Íþróttafólk ársins 2015 hjá Umf. Bisk. Bjarni D. Daníelsson. Sveitarstjórn veitir 180.000 kr. til lagfæringa á nýja kirkjugarðinum í Skálholti og verður það skráð sem menningartengt verkefni. Umf. Bisk. valdi Sigríði Magneu Kjartansdóttur og Gústaf Sæland íþróttamenn Biskupstungna ársins 2015 en bæði voru þau tilnefnd fyrir glímu. Sigurvegari uppsveitadeildar Loga, Smára og Trausta þ. 8. apríl varð að þessu sinni liðið frá Hrosshaga/Sunnuhvoli með 217 stig og var Sólon Morthens í Hrosshaga stigahæsti knapinn með 81,5 stig. Viljayfirlýsing um áframhaldandi starfsemi Háskóla Íslands á Laugarvatni var samþykkt af sveitarstjórn. Um er að ræða mótvægisaðgerðir í kjölfar ákvörðunar Háskóla Íslands um að flytja nám í íþrótta- og heilsufræði til Reykjavíkur. Þetta er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, forsætisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Háskólafélags Suðurlands og Bláskógabyggðar. Skráning á fornleifum í Skálholti fer fram í sumar. Til þessa verkefnis hefur Fornleifastofnun fengið styrk úr Fornleifasjóði og mun sveitarstjórn einnig veita 500.000 kr. til verksins. Heildarkostnaður er metinn á 2,1 milljónir. Svavar Njarðarson hefur óskað eftir að stækka byggingarreit við Gullfosskaffi til suðurs. Helstu niðurstöður ársreiknings Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2015 voru: Tekjur umfram gjöld voru rúml. 82 millj. króna, skuldir 628 millj. og skuldahlutfall 58%. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða ársreikninginn og fagnaði góðri rekstrarniðurstöðu síðasta árs.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.