Litli Bergþór - 01.07.2016, Page 47

Litli Bergþór - 01.07.2016, Page 47
Litli-Bergþór 47 Aðsókn að Slakka í Laugarási hefur aukist mikið og því stendur til að fjölga bílastæðum þar. Hefur sveitarstjórn tekið vel í erindi um að leigja fyrirtækinu tímabundið lóðina Holtagötu 6 í þessu skyni. í Aratungu þar sem þær Þórhildur Lilja á Spóastöðum og Margrét á Brautarhóli sungu fyrst þrjú lög, síðan flutti Unnur Malín Sigurðardóttir frumsamin lög og að því loknu söng og spilaði meistari KK sig inn í hug og hjörtu viðstaddra. Firmakeppni Hestamannafélagsins Loga var haldin í Hrísholti laugardaginn 18. júní og þótti takast vel. Þess má geta að það fóru 11 hross frá Loga á Landsmót hestamanna á Hólum 2016. Björn með Fálkaorðuna ásamt börnum sínum Ólafi og Hjördísi. Froðupartí 17. júní. Andlát: Sighvatur Arnórsson frá Miðhúsum lést þann 24. febrúar. Útförin fór fram frá Skálholtskirkju 5. mars. Jarðsett var í Haukadal. Jón Karlsson frá Gýgjarhólskoti lést föstudaginn 11. mars. Útför hans fór fram frá Skálholti laugardaginn 26. mars. Jarðsett var í Haukadal. Gunnar Haraldsson sem bjó í Kistuholti í Reykholti lést föstudaginn 11. mars. Útförin fór fram frá Skál- holtskirkju laugardaginn 19. mars. Jarðsett var að Stóru-Borg í Grímsnesi. Bjarni Helgason frá Helgastöðum lést föstudaginn 8. apríl. Útför hans fór fram frá Skálholtskirkju föstudaginn 22. maí. Jarðsett var að Ólafsvöllum á Skeiðum. Ragnhildur Magnúsdóttir frá Gýgjarhólskoti lést laugardaginn 14. maí. Útförin var gerð frá Skálholtskirkju mánudaginn 30. maí. Jarðsett var í Haukadal. Pollarnir skemmtu sér vel í Firmakeppni Loga. Vinkonurnar Dagmar og Hildur. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi Björn Sigurðsson í Úthlíð fálkaorðu þann 17. júní fyrir félagsmálastörf og uppbyggingu í ferðaþjónustu. Þjóðhátíðarpistill: 17. júní var haldinn með pompi og prakt í Reykholti með hefðbundnu ávarpi fjallkonu, sem að þessu sinni var Elíza Óskarsdóttir frá Helgastöð- um, söng grunnskólabarna undir stjórn Unnar Malín- ar og veðlaunaafhendingu í ljósmyndakeppninni þar sem Álfheiður Bridde á Bjarkarbraut í Reyk- holti átti bestu myndina. Menningarverðlaun Blá- skógabyggðar voru afhent og komu að þessu sinni í hlut Gullkistunnar á Laugarvatni, þeirra Öldu Sigurðardóttur og Kristveigar Halldórsdóttur. Alda veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Sigríðar Jónsdóttur. Úti var kassabílarallí og „froðudiskó“ slökkviliðsins og á eftir kaffihlaðborð 10. bekkinga, sem tókst einstaklega vel. Voru það tæplega 200 gestir sem drukku kaffi og eru krakkarnir þakklátir fyrir stuðninginn. Á meðan unglingarnir skemmtu sér í sundlaugardiskói um kvöldið voru haldnir tónleikar

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.