Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Page 2
2 1. febrúar 2019FRÉTTIR exótískir hlutir sem vantar í borgina DV fagnar þeim fyrirætlunum Reykja- víkurborgar að auðga flóru Íslands með því að flytja suðræna pálma til landsins. Munu þeir einnig standa um aldur og ævi sem minnisvarði um valdatíð faraóans Dagutkhamun B. Egg- ertshotep sem færði okkur smá exótík í gráan hvers- dagsleikann. Hér eru fimm aðrar rándýrar hugmyndir sem borg- arstjórn ætti að raungera. Krókódílar í Reykjavíkurtjörn Húsvíkingar vildu flytja inn krókódíla fyrir tuttugu árum en voru stöðvaðir af ráðherra. Nú er öldin önnur og tilvalið að reyna aftur. Tjarnar- pollurinn fyrir framan Ráðhúsið yrði fyrirtaks laug fyrir nokkra Nílarkrókó- díla. Sfinx í Nauthólsvík Hvítir sandar eru þegar til staðar á ylströndinni í Nauthólsvík. Staðinn skortir átakanlega snefil af mikilfengleik og einn sfinx yrði lausnin á því. Nokkur hundruð tonn af kalksteini ættu ekki að vera of stór biti fyrir borgarsjóð. Pöndur í Húsdýragarðinn Forveri borgarstjóra lofaði ísbjörnum í Húsdýragarðinn en það var hvergi nærri nógu háleit hugmynd. Allir helstu dýragarðar heimsins státa af risapöndum. Semja þyrfti sérstaklega við kínversku ríkisstjórn- ina um að fá nokkra bangsa og hugsanlega gefa eftir skika af borgarlandi í staðinn. Grafarvogs- múrinn Grafarvogsbúar hafa um nokkurt skeið viðrað hugmyndir um sjálfstæði og myndu taka hugmyndinni um múr fagnandi. Yrði Grafarvogur þá sjálfstjórnarhérað en áfram skattland borg- arinnar. Ekki væri bjóð- andi að byggja múrinn úr íslenskri steypu. Sérpanta þyrfti steina úr Kínamúrnum, Berlínarmúrnum og Grátmúrnum. Húðflúrlistasafn í Geldinganesi Það er með öllu ótækt að fólk taki þessi glæsilegu listaverk með sér í gröfina. Því verði sett á stofn húðflúrlistasafn á Geldinganesi þar sem flúraðir einstaklingar verða húðflettir eftir andlátið og þannig gerðir ódauðlegir. Á þessum degi, 1. febrúar 1835 – Þrælahaldi er kastað fyrir róða á eynni Máritíus. 1896 – Óperan La bohème er frumsýnd í Torinó, undir stjórn Arturos Toscanini. 1964 –The Beatles kemst í fyrsta skipti á topp vinsældalista í Bandaríkjunum, með laginu I Want To Hold Your Hand. 1979 – Íranski höfuðklerkurinn Ruhollah Khomeini kemur til Tehran eftir tæplega fimmtán ára útlegð. 2009 – Fyrsta ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er mynduð. Hún verður forsætisráðherra fyrst íslenskra kvenna og fyrsti opinberlega samkynhneigði stjórnarleiðtoginn á heimsvísu. Síðustu orðin „Það er veggfóðrið eða ég, annað hvort verður að fara.“ – Írski rithöfundurinn Oscar Wilde (1854–1900) Birgir leiðir grasrótina gegn Bergþóri og Gunnari Braga B irgir Þórarinsson, þing- maður Miðflokksins, vakti athygli á Alþingi í vikunni þegar hann steig í pontu með skilti sem á stóð „Not in My Parliament“ eða „Ekki á mínu þingi.“ Auk þess hélt hann kröft- uga ræðu um mikilvægi þess að karla á þingi stæðu með sam- starfskonum sínum og útrýmdu kynferðisofbeldi gegn þeim. Tók þingheimur undir þessi skilaboð. Skiltið er liður í átaki Evrópu- ráðsins gegn kynbundnu ofbeldi á þjóðþingum álfunnar og Birgir vildi koma þeim skilaboðum áleiðis til Íslands. Birgir tók sæti Bergþórs Ólasonar í Evrópuráð- inu á meðan hinn síðarnefndi fór í leyfi vegna Klaustursummæla sinna. Hefði mörgum þótt það undarlegt að sjá Bergþór flytja þennan boðskap heim ef hann hefði setið fundinn, í ljósi undan- genginna atburða, og lítt trúan- legt. Þá sérstaklega gróf og kyn- ferðislega hlaðin orð hans um Lilju Dögg Alfreðsdóttur mennta- málaráðherra. Engum dylst að skilaboð Birgis voru innileg en einnig skýr merki um að stór hluti flokksmanna vill sjá breytingar innan flokksstarfs- ins með lýðræðislegum hætti. Ef þessar breytingar gangi ekki í gegn gæti sá hluti misst áhugann og yfirgefið flokkinn fyrir fullt og allt. Yrði það sérlega blóðugt í því uppbyggingarstarfi sem flokkurinn er í. Að sögn þess Miðflokksfólks sem DV hefur rætt við kom endurkoma Bergþórs og Gunnars Braga Sveins- sonar á Alþingi því jafn mikið á óvart og öllum öðrum. Birgir hefur lýst því yfir að hann vilji að boð- að verði til flokksráðs- fundar þar sem stað- an eftir Klaustur verður metin. Telur hann ekki rétt að Bergþór og Gunnar Bragi geti geng- ið að stöðum sínum vísum. Birgir hefur markað sér stöðu sem tals- maður grasrótar flokksins og er einnig vinsæll utan hans. Er því mikil vigt í orðum hans. Orðið á götunni Birgir Þórarinsson Skýr krafa um breytingar. Selma slær sér upp L eikstjórinn og tónlistarkonan Selma Björnsdótt- ir er byrjuð að slá sér upp með Kolbeini Tuma Daðasyni, fréttastjóra Vísir.is. Turtildúfurnar hafa farið á nokkur stefnumót saman en fara sér að engu óðslega. Á dögunum var Selma í hlutverki veislu- stjóra á þorrablóti Stjörnunnar og sló í gegn eins og endranær með dansi og söng. Nýi kærast- inn mætti að sjálfsögðu á gleðina og dáðist að drottningunni á sviði. Heiða hætt á Stundinni H eiða B. Heiðars, auglýsingastjóri Stundarinn- ar, hefur lokið störfum á miðlinum sem hún hjálpaði til við að stofna. Heiða hóf störf á auglýs- ingadeild DV árið 2010 og tók síð- an þátt í stofnun Stundarinnar í jan- úar 2015. Aðspurð hvað tæki við sagði Heiða: „Núna er ég að horfa á Netflix, svo sé ég til.“ Inga Lind og Árni Haukur skilin H eyrst hefur að Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðla- kona og Árni Hauksson fjárfestir séu skilin að skiptum. Inga Lind býr í einbýlishúsi þeirra í Mávanesi í Garðabæ, en þau fluttu í húsið árið 2012. Árni býr hins vegar í Fossvogi. Húsið í Mávanesi er 800 fer- metra hús sem þau byggðu eft- ir að hafa rifið húsið sem stóð þar fyrir. Húsið stendur á sjávar- lóð og þykir sérstaklega fallega hannað og þá sérstaklega séð úr fjörunni. Inga og Árni hafa verið saman í um tvo áratugi, þau eiga saman fjögur börn, en Árni átti eina dóttur fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.