Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Side 10
10 1. febrúar 2019FRÉTTIR - ERLENT
H
in þaulreynda þingkona
Nancy Pelosi er nýr leið-
togi Demókrata í full-
trúadeild Bandaríkja-
þings. Demókratar náðu góðum
meirihluta í deildinni í kosn-
ingunum í haust og var Pelosi
kjörin leiðtogi þeirra í byrjun
árs þegar leið að því að þingið
tæki til starfa. Hún er stundum
nefnd skákmeistarinn þar sem
hún þykir slóttugur stjórnmála-
maður sem getur lesið vel í stöð-
una og áttað sig á hvað framtíðin
ber í skauti sér. Hún á enda mikla
reynslu í stjórnmálum að baki því
hún hefur setið á þingi áratugum
saman, en hún er 78 ára. En þrátt
fyrir að leiðtogar flokkanna á þingi
fái yfirleitt mikla athygli þá er það
önnur þingkona Demókrata sem
fær meiri athygli þessar vikurnar
en Pelosi. Það er hin unga stjarna
Alexandria Ocasio-Cortes frá New
York eða dansstjarnan eins og
sumir hafa nefnt hana. Svo virðist
sem Repúblikönum standi mest
ógn af henni því þeir hafa ráðist
harkalega á hana á undanförnum
vikum en hún hefur staðið allar
atlögur þeirra af sér og virðist
ekkert bíta á hana.
Pelosi og Donald Trump for-
seti hafa tekist á undanfarið vegna
fjárlagadeilu fulltrúadeildarinn-
ar, en Trump hefur
þvertekið fyrir að
samþykkja fjárlög
nema milljörð-
um dollara verði
varið til að reisa
múr á landa-
mærunum við
Mexíkó. Þetta
taka Demókrat-
ar ekki í mál.
Hafa stálin
stinn mæst
þegar Pelosi
og Trump takast á. Sumir stjórn-
málaskýrendur í Washington hafa
sótt fyrirmynd í heim kvikmynd-
anna þegar þeir lýsa þessum átök-
um og einn ráðgjafi Trump lýsti
átökum Pelosi og Trump sem hér
væri King Kong að etja kappi við
Godzilla. Pelosi er í fararbroddi í
sókn Demókrata gegn Trump en
auk þess hefur hún sýnt flokks-
félögum sínum hver það er sem
ræður för. Þegar atkvæði voru
greidd um hver skyldi vera leið-
togi Demókrata í fulltrúadeildinni
greiddu nokkrir Demókratar at-
kvæði gegn henni og þeir hafa nú
fengið að kenna á því. Einn þeirra,
Kathleen Rice, fékk til dæmis ekki
sæti í hinni valdamiklu dóms-
málanefnd deildarinnar þrátt
fyrir að röðin væri komin að
henni. Politico segir að Pelosi
hafi náð fram hefndum gegn ein-
um uppreisnarmanna úr röðum
Demókrata.
Fæddist inn í flokkinn
Það má segja að Pelosi hafi fæðst
inn í stjórnmál og Demókrata-
flokkinn. Faðir hennar var borgar-
stjóri í Baltimore. Hún hefur verið
áberandi og áhrifamikil í flokkn-
um frá því á miðjum átt-
unda áratugnum. Hún
var fyrsta konan sem
var kjörin leiðtogi
fulltrúadeildarinnar,
en því embætti
gegndi hún frá 2007
til 2011 og aftur nú.
Mikil reynsla hennar
og góður skilningur á
valdataflinu í banda-
rískum stjórnmálum
mun væntanlega
koma henni til góða í þeirri bar-
áttu sem hún á fyrir höndum gegn
Trump.
Það var Pelosi sem var ein helsta
driffjöðrin að baki því að koma
heilbrigðisfrumvarpi Obama, hinu
svokallaða Obamacare, í gegnum
þingið og hún hefur orð á sér fyrir
að vera sannkallaður stórmeistari
í valdataflinu á þinginu.
„Hún veit hvernig á að telja
atkvæði. Hún veit hvernig á að
sannfæra fólk vinsamlega, en líka
hvernig á að gera það harkalega.
Þetta eru hæfileikar sem leiðtogi
þarf að hafa. Hún er óárennileg og
menn skyldu ekki vanmeta hana,“
sagði meðal annars í tímaritinu
The Atlantic á síðasta ári.
Vilja endurnýjun
Demókrataflokkurinn þráir
endurnýjun og Pelosi er frekar
skammtímalausn en framtíðar
leiðtogi enda vel við aldur. Hún
mun því ekki vera í fararbroddi
hvað varðar að sýna hvert flokk-
urinn stefnir. Ljóst er að mikil
undiralda er í flokknum um að
nú sé komið að kynslóðaskiptum
og eru konur og minnihlutahóp-
ar í mikilli sókn innan hans. Þessi
þrá eftir nýjum og yngri andlit-
um hefur örugglega ekki minnkað
við að Pelosi tók við leiðtogastöð-
unni og þá staðreynd að næstu
menn á eftir henni í valdastigan-
um eru þeir Steny Hoyer og James
Clyburn, en þeir eru 79 og 78 ára.
Ein helsta orkusprauta flokks-
ins og ein stærsta vonarstjarna
hans þessi misserin er fyrrnefnd
Alexandria Ocasio-Corters sem
var kjörin á þing í kjördæmi í New
York sem nær meðal annars yfir
Bronx og Queens. Hún vann yfir-
burðasigur í sínu kjördæmi, fékk
um 80 prósent atkvæða. Hún er
ættuð frá Púertó Ríkó og hefur
valdið fjaðrafoki á Capitol Hill.
Hún er ný á sjónarsviðinu en hún
komst fyrst í kastljósið í júní á
síðasta ári þegar hún sigraði Joe
Crowley, þungavigtarmann, í for-
vali Demókrata. Hún vekur mikla
athygli hvar sem hún kemur sem
og á samfélagsmiðlum en hún er
dugleg við að nota þá. Hún er með
2,5 milljónir fylgjenda á Twitter,
fleiri en Pelosi, en á þó langt í land
með að ná Trump sem er með 57
milljónir fylgjenda. Óvinir hennar
fylgjast grannt með henni og hafa
reynt að gera henni skráveifur, en
án árangurs enn sem komið er.
Nýlega birtu Repúblikanar mynd-
band af henni, frá háskólaárum
hennar, þar sem hún dansar. Með
myndbandinu skrifuðu Repúblik-
anar:
„Sjáið hvernig nýjasti uppá-
haldskommúnisti Bandaríkjanna
skemmtir sér.“
En áhrifin urðu allt önnur en
lagt var upp með og sú niður-
læging sem þetta átti að verða fyrir
Ocasio-Cortez varð að sigri henn-
ar. Hún svaraði Repúblikönum
nýlega með myndbandi á Twitter
þar sem hún sést taka nokkur létt
dansspor fyrir framan skrifstofu
sína.
Demókratískur sósíalisti
Ocasio-Cortez lýsir sjálfri sér sem
„demókratískum sósíalista“ en
það er vægast sagt óvenjulegt að
heyra þetta í bandarískum stjórn-
málum. Hún hefur þegar sýnt að
hún lætur ekki nægja að lýsa sjálfri
sem slíkri heldur hefur hún viðrað
hugmyndir um 70 prósenta skatt
á þá efnamestu, sjúkratrygginga-
kerfi að evrópskri fyrirmynd og
mikla aukningu í framleiðslu á
umhverfisvænni orku. Þetta fer
illa í marga Repúblikana sem
hafa látið hörð orð falla um hana.
En margir Bandaríkjamenn virð-
ast styðja hugmyndir hennar.
Könnun, sem Hill-HarrisX gerði,
sýnir að 59 prósent aðspurðra eru
jákvæð í garð hugmynda hennar
um hátekjuskatt. n
• Bókhald
• Afstemmingar
• Ársreikningar
BÓKHALD
• Launavinnsla
• Árshlutauppgjör
• Virðisaukaskattsskil
3 SKREF
BÓKHALDSÞJÓNUSTA
LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF
EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR
ÞARABAKKA 3
S. 578 6800
Demókratar á krossgötum
Skákmeistarinn og hin dansandi stjarna í sviðsljósinu
„Hún er óárennileg
og menn skyldu
ekki vanmeta hana
Nancy Pelosi Fæddist inn í flokkinn.
Kristján Kristjánsson
ritstjorn@dv.is
Alexandria Ocasio-Cortez
Vonarstjarna Demókrata.