Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Blaðsíða 29
Kærkominn vetur1. febrúar 2019 KYNNINGARBLAÐ
STÍLVOPNIÐ
LANGAR ÞIG TIL AÐ SKRIFA?
Ritlistarnámskeið Stílvopnsins
Stílvopnið er einnar konu fyrir-tæki,“ segir Björg Árnadóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri
Stílvopnsins, lítils fræðslufyrirtækis
sem býður ritlistarnámskeið og ráð-
gjöf um ritun og útgáfu. Vinsælustu
námskeið Stílvopnsins eru í endur-
minningaskrifum, greinarskrifum
og skapandi skrifum en þau síðast-
nefndu fjalla um að skrifa skáldskap.
Björg kennir sjálf öll námskeiðin og
veitir ráðgjöfina. Flest námskeiðanna
eru opin almenningi en Stílvopnið
sérsníður líka námskeið fyrir hópa og
vinnustaði. Námskeiðin eru haldin í
ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnar-
túni 2, en einnig víða um land. Ráð-
gjöf um ritun og útgáfu er veitt í formi
samtala eða bréfaskipta og snýst um
ólíkar þarfir ráðþeganna, en oftast
um hugmyndavinnu, yfirlestur og
umræður um skrifin.
Óttinn við auða blaðið yfirstiginn
„Ég stofnaði Stílvopnið árið 2015 til
að gefa út ferðabók sem ég hafði
skrifað um Mývatnssveit. Þegar ég
var komin með kennitölu, lógó og
vefsíðu datt mér í hug að auglýsa
ritlistarnámskeiðin sem ég hafði kennt
í lokuðum hópum í áratugi. Nám-
skeiðin hafa gengið vonum framar
og ég er eiginlega komin í stórútgerð
enda virðist fólk þyrsta í að skrifa. Á
námskeiðunum öðlast þátttakendur
öryggi eftir að hafa yfirstigið ótta sinn
við auða blaðið eða skjáinn. Ég legg
á það áherslu á öllum námskeiðum
mínum að hjálpa fólki að yfirstíga
þennan alþekkta ótta við að byrja að
skrifa en bæti svo smám saman við
æfingum sem fjalla um viðfangsefni
hvers námskeiðs.“
Löng reynsla af fræðslumálum
Björg er enginn nýgræðingur í
fræðslustörfum enda hefur hún kennt
síðan hún útskrifaðist sem myndlist-
arkennari árið 1983. „Ég fór að kenna
myndlist í Svíþjóð en kynntist þar
fljótlega ritlistarkennslu sem höfðaði
meira til mín. Ég tel þó myndlistar-
námið afar góðan grunn fyrir ritlist-
arkennara, enda kennir myndlistin
okkur að horfa og sjá, sem rithöfund-
ar þurfa svo sannarlega að temja sér.
Ég lauk námi í blaðamennsku í Sví-
þjóð og flutti svo heim árið 1989 og
hef skrifað og kennt síðan og nú hefur
mér tekist að flétta saman ævistörfin
í Stílvopninu,“ segir Björg sem einnig
hefur M.Ed.-gráðu í kennslu skapandi
greina og skipulagi fræðslu. „Ég hef
nær alltaf kennt fullorðnum og var
svo heppin um áraþúsundamótin
þegar mikil gerjun var í fullorðins-
fræðslunni að fá að stýra þremur
stofnunum á þessu áhugaverða
skólastigi um tólf ára skeið. Að þeirri
reynslu bý ég hjá Stílvopninu.“
Byggt á virkni og reynslu þátttak-
endanna
Á námskeiðum Stílvopnsins er lögð
áhersla á kennsluhætti sem byggja
á virkni nemenda. „Þegar þú skrifar
er það reynsla þín sem skiptir mestu
máli, hvort sem þú ert að rifja upp
minningar, færa skoðanir þínar í
orð eða nota ímyndunaraflið til að
skálda nýjan veruleika. Ég hjálpa
fólki að sækja efniviðinn inn á við
en legg einnig afar mikla áherslu á
hlutverk hópsins sem spegil fyrir skrif
einstaklinganna. Galdurinn felst að
mínu mati í því að fólk fær að vera
það sjálft en gefst þó tækifæri til
að spegla sig í öðrum,“ segir Björg
Árnadóttir um námskeiðin sem hún
hefur þróað í nafni fyrirtækis síns,
Stílvopnsins.
Nánari upplýsingar á stilvopnid.is
og á Facebook-síðunni Stílvopnið ehf.
Þórunnartún 2, 105 Reykjavík
Sími: 899-6917
Netpóstur: bjorg@stilvopnid.is n
Engar áhyggjur, þú þarft ekki
að liggja á gólfinu þótt þessi
ungmenni á ritlistarnám-
skeiði Stílvopnsins í Slóveníu
hafi gert það.
Björg Árnadóttir,