Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Side 30
Kærkominn vetur 1. febrúar 2019KYNNINGARBLAÐ
Veturinn er kominn í Nítró
Nítró hefur lengi verið þekkt á með-al mótorhjóla- og fjórhjólafólks en það eru færri sem vita að
Nítró þjónustar einnig allt sem viðkemur
vetrarsporti.
Fyrst má nefna Arctic Cat vélsleð-
ana sem þeir selja, en Arctic Cat kynnti
til sögunnar í vetur einn byltingar-
kenndasta vélsleða sem komið hefur
fram á sjónarsviðið í langan tíma, en
það er Alpha One sem er bara með einn
leiðara í búkka og gerir hann einstaklega
skemmtilegan í akstri. Að sjálfsögðu
býður Arctic Cat áfram upp á M8000,
Hardcore og Mountain Cat sem hafa
fyrir löngu sannað ágæti sitt.
En Nítró einblínir ekki bara á Arctic
Cat því þar er hægt að fá ýmsa slit- og
aukahluti fyrir allar tegundir vélsleða t.d.
rífara, nagla, meiða, karbíta, sleðahjól
(dollies), hita í handföng og ýmislegt
fleira. Einnig er hægt að sérpanta véla-
og varahluti í nær allar tegundir vél-
sleða. Nítró er í umboðsaðili fyrir Kimpex
sem er stærsta fyrirtæki sinnar tegund-
ar í vélsleðasportinu með hundruð
vöruflokka. Einnig sjá þeir um vélahluti í
gegnum CVTech sem sérhæfir sig í þeim.
Nýjasta æðið í vetrarsportinu er
svokölluð snjóhjól, en það eru torfæru-
hjól sem beltabúnaður og skíði eru sett
undir. Í Nítró er að finna beltabúnað frá
Yeti og Motortrax í nokkrum mismunandi
útgáfum.
Hlý föt fyrir sportið
En það er ekki nóg að eiga góð tæki, því
það þarf líka að klæða sig rétt þegar
kuldaboli bítur í kinnar. Í versluninni er
að finna allan fatnað í vetrarsportið;
heilgalla, úlpur, buxur, ásamt skóm,
hönskum, undirfötum og hjálmum
frá toppframleiðendum eins og FXR,
Motorfist, CKX, Airoh og fleirum. Og
þeir sem vilja setja öryggið á oddinn
þá fást snjóflóðapokar, ýlur og stangir
frá BCA í versluninni.
Sumarið í Nítró
Þegar sól hækkar á lofti fyllist búðin
af sumarvörum. Ein allra vinsælasta
fermingargjöf síðustu ára hefur verið
vespa og hefur Nítró verið í farar-
broddi á þeim markaði með Znen
bensínsvespurnar og ZTech raf-
magnsvespurnar. Það þarf einungis
að vera 13 ára til að mega aka þeim
og það þarf hvorki að skrá þær né
tryggja.
Svo er líka gott að minna á CFMoto
fjórhjólin og buggy-bílana, Kawasaki
og Beta mótorhjólin og allan búnað
og fatnað ásamt vara- og aukahlut-
um sem viðkoma mótorsportinu.
Og þeir sem þurfa að láta gera
við tæki þurfa ekki að leita langt yfir
skammt því fullkomið verkstæði er á
staðnum sem sinnir öllum gerðum og
tegundum tækja, hvort sem þau eru á
tveimur hjólum, fjórum eða á belti. Nú
er sérstakt tilboð á vetrarskoðun fyrir
vélsleða á verkstæðinu sem stendur
út mars.
Versluninn og verkstæðið eru
í 1.000 fermetra húsnæði að
Urðarhvarfi 4.
Opið í versluninni kl. 10.00–18.00
alla virka daga.
Heimasíðan nitro.is hefur verið
mikið endurnýjuð og er enn í vinnslu.
Þar er að finna alla vöruflokka sem
verslunin selur. n