Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Side 32
Kærkominn vetur 1. febrúar 2019KYNNINGARBLAÐ Árið 2011 hófu eigendur Leift-ur verslun að flytja inn Axkid bakvísandi barnabílstólana og í kjölfarið varð Leiftur vefverslun að veruleika árið 2013. „Í dag bjóðum við upp á allar öryggisvörur fyrir barnafjölskyldur og meira en það,“ segir Benedikt Ármannsson hjá Leiftur verslun. „Axkid barnabílstólarnir eru sænskir bakvísandi gæðastólar. Bakvísandi stólar eru meira en fimm sinnum öruggari en framvísandi stólar og mælum við með því að börn séu bakvísandi sem lengst. Minikid stóllinn er vinsælastur, hann er fyrir börn 0-25 kg., sem er fyrir 0-5 ára börn, þó að ég hafi séð börn allt að sjö ára aldri í þeim. Stólarnir eru langir og þægilegt er fyrir börnin að sitja í þeim og sitja lengi í þeim,“ segir Benedikt. „Það er þægilegt að festa stólinn í bílinn og fer lítið fyrir honum.“ Minikid stóllinn fæst í fimm litum: svartur, bleikur, blár, rauður og grár. Mælir Benedikt þó ávallt með því að nota ungbarnabílstól fyrir börnin til að byrja með. Þar sem bílstóllinn vísar bakinu að bílstjóra, er einnig gott að kaupa spegil sem festa má á höfuðpúð- ann, svo hægt sé að fylgjast með barninu. Fæst hann einnig hjá Leift- ur verslun. Kannanir hafa sýnt að allt að 80% af stólum eru rangt festir. „Við viljum að fólk máti stólinn í bílinn og barnið í stólinn. Við að- stoðum fólk við að festa stólana í bílinn og fólk getur alltaf komið aftur ef það er óöruggt með að stólinn sé ekki rétt festur. Sem dæmi má nefna þá var einn hjá mér í dag sem var kominn með nýtt barn í stólinn og vildi bara vera viss um að allar festingar væru réttar. Um 80% stóla eru rangt festir skv. könnunum, en flestir sem eru með bakvísandi stóla eru mjög meðvitaðir um stólana hjá sér og öryggið.“ Firstbike jafnvægishjólin – Börn eru enga stund að læra að hjóla Leiftur verslun selur einnig Firstbike jafnvægishjólin, en með þeim læra börn að hjóla án hjálpardekkja. Hjól- in má skoða bæði á firstbike.is eða leiftur.is. „Hjólin eru ætluð börnum á aldrinum 2-5 ára, en börn geta notað þau með lækkunarbúnaði frá 2 ára aldri,“ segir Benedikt. Hjólin koma í einni stærð, en týpurnar eru fjórar, í mismunandi litum og með mismunandi dekkjum. Á öllum hjólunum er handbremsa. „Börnin hlaupa eða labba með hjólunum og ná jafnvæginu ótrúlega hratt, það er ótrúlegt að sjá 2 ára barn ná jafnvæginu bara á einum degi. Þau eru farin að hjóla með þér bara eftir 1-2 daga.“ Leiftur verslun selur einnig ung- barnabílstóla og sessur með baki. „Hjá okkur fæst allt frá snuðum upp í trampólín,“ segir Benedikt, „við bjóðum upp á gæðahluti á góðu verði og handveljum inn gæðavörur í sölu hjá okkur. Við erum með alls- konar öryggisbúnað fyrir heimili þar sem börn eru, hornhlífar, læsingar og fleira. Við seljum barnavagna og trampólín sem eru ein af þeim öruggustu sem hægt er að fá.“ Leiftur verslun selur einnig Snuza lífvaktina. Hún er sett á bleyju barnsins og nemur andardrátt þess og lætur vita ef öndun verður óregluleg eða hættir. Snuza fæst í Móðurást, Fífu og hjá Leiftur verslun. Allt úrvalið má skoða í vefverslun Leiftur verslun á leiftur.is og bilstol- ar.is og í barnavöruversluninni Litli Gleðigjafinn á Akureyri. Hluti af vör- unum fást í Móðurás, Fífu, Heimkaup og fleiri stöðum á höfuðborgar- svæðinu. Hægt er að skoða og máta barnabílstólana í Mosfellsbæ. Allar upplýsingar má fá í síma 412-2990 og á netfanginu leiftur@ leiftur.is. n LEIFTUR VERSLUN: Börnin eru örugg í Axkid-barnabílstólunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.