Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Qupperneq 33
1. febrúar 2019 FRÉTTIR 33 Æsingur vikunnar: Á föstudaginn í síðustu viku greindi DV frá því að Gunn­ ar Bragi Sveinsson, þing­ maður Miðflokksins, hefði logið til um minnisleysi sitt varð­ andi kvöldið örlagaríka á barnum Klaustri í nóvember. Daginn eftir ætlaði fréttastofa Bylgjunnar að toppa það og sagði að Gunnar Bragi hefði einnig sagt ósatt um bindindi sitt eftir Klaustursmálið. Fréttin var illa unnin og kom það á daginn að allt sem þar var sagt var uppspuni frá rótum. Upp hófst mikill æsingur meðal stuðningsmanna Gunnars Braga, sem var viðbúið í kjölfar fyrri Klaustursæsings. Á mánudaginn var Gunnar Bragi orðinn fórnar­ lamb vondra fjölmiðla og flestir, ef ekki allir, voru búnir að gleyma æsingnum sem átti sér stað í vik­ unni á undan. Nýr æsingur blossaði upp á þriðjudagskvöldið. Þá var greint frá því í kvöldfréttum RÚV að til stæði að planta tveimur pálmatrjám utan­ dyra í nýrri íbúðabyggð sem mun rísa austan við Sæbrautina. Yrðu þau inni í sérstökum hitastýrðum glerbúrum. Um er að ræða listaverk eftir þýsku listakonuna Karin Sand­ er. Hjálmar Sveinsson, borgarfull­ trúi og formaður dómnefndarinn­ ar sem valdi verkið, mætti stoltur í fréttatímann og sagði að verkið mundi verða kennileiti fyrir nýja hverfið. Undir lok fréttarinnar kom fram að kostnaðurinn við pálma­ trén tvö verði um 140 milljónir. Hver veit nema stór hluti virkra í athugasemdum, með takmarkaða samúð með listum og meirihlut­ anum í Reykjavík, hafi kastað upp kvöldverðinum. Aðrir fjölmiðlar voru aðeins nokkrar mínútur að grípa töluna 140 milljónir á lofti og birta fréttir. Fyrir hádegi á mið­ vikudaginn var kapphlaup um að hæðast að pálmatrjánum. Var meirihlutinn sakaður um óráðsíðu, bruðl og fíflagang. Meira að segja Landgræðslan hæddist að borgar­ yfirvöldum og rifjaði upp stráin frægu í Nauthólsvík. Garðyrkju­ maður sagði í viðtali við DV að það væri verið að „kvelja“ plöntur. Eftir hádegi fóru aðstandendur pálmatrjánna að tjá sig um málið. Fulltrúar Samfylkingarinnar, sem gátu ekki þvegið hendur sín­ ar af málinu, sögðu að lóðarhafar myndu greiða fyrir verkið með innviðagjaldi. Rök sambærileg því og að segja að Marel sé að borga rekstrarkostnað menntaskóla í gengum innheimtu skatta. Það skapaðist nokkur úlfúð innan Sam­ fylkingarinnar vegna málsins, sak­ aði Kristín Soffía Jónsdóttir borgar­ fulltrúi grasrót flokksins um að taka þátt í æsingnum. Logi Einars­ son, formaður flokksins, maldaði í móinn. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, sem stóð að samkeppninni um verkið, sagði það ekki dýrt og raunhæft verð fyrir útilistaverk. Æsingurinn var að mestu leyti bú­ inn um kvöldið, en hélt áfram á síð­ um Morgunblaðsins og mun líkleg­ ast gera það áfram fram yfir helgi. Nema til komi ný vending í málinu. Annars sjáum við pálmatrén ekki fyrr en í næsta áramótaskaupi. Pálmatrén Raðauglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.