Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Blaðsíða 36
36 FÓKUS - VIÐTAL 1. febrúar 2019 brautin festist á flísar og í baðkör Hægt að nota úti og inni HREIÐUR.IS K ÍK TU V IÐ Á SMELLT U HÉ R FR ÁB ÆR T FJÖL NOTA LEIKFANG AÐLAGAR SIG AÐ BARNINU OG U MH VE RF IN UBílabrautin HREIÐUR.IS VEgakort án hindrana fyrir uppáhaldsleikföngin Leyfðu hugmyndafluginu að ráða gerir að verkum að langoftast er ég virkur samfélagsþegn.“ Geðsjúkdómur á ekki að vera tabú Ragnar segir það mikilvægt að geðsjúkdómar séu ekki tabú, ekki frekar en líkamlegir sjúkdómar. Hann segist hafa upplifað for­ dóma og þá ekki síst hjá sér sjálf­ um, en eftir að hann opnaði sig um veikindi sín, segir hann for­ dóma gagnvart sér vera hverfandi. „Tabúið og fordómarnir eru í heilanum á mér, ekki hjá fólkinu í kringum mig. Þegar ég er á mið­ línu, þá upplifi ég stundum for­ dóma hér og þar og að samfélag­ ið sé litað af fordómum og ég get leitt það hjá mér. En þegar ég er á þeim punkti að ég spyr mig: „Á ég að leita mér hjálpar? Eða á ég að kála mér?“, þá eru fordómarnir bara hjá mér. Fordómarnir eru að segja: „Þú getur ekki verið byrði á öðru fólki, fólk hefur svo miklar áhyggjur af þér ef þú segir frá að þér líði svo illa að þú viljir kála þér, fólk sefur ekki á næturnar ef þú segir þeim frá hvað þér líður illa, heilbrigð­ iskerfið hefur ekki tíma fyrir fólk eins og þig.“ Mig langar varla að segja þetta upphátt, en ég fæ svona minikomplexa af því ég að ég reyndi aldrei sjálfsvíg, ég var bara á brúninni að reyna og ég upplifi að ég sé ekki þess verðugur að vera með í einhverjum ímynduðum klúbbi af því að ég reyndi aldrei sjálfsmorð. Ef það er eitthvað sem ég get komið til skila þá er það að grípa þessar hugsanir strax, leita sér hjálpar strax.“ Skíthræddur við að koma út úr skápnum í vinnunni Líkt og áður segir þá vinnur Ragnar hjá Isavia, og segir hann að hann hafi verið búinn að vinna þar í svolítinn tíma þegar hann varð að segja frá veikindum sínum. „Það var stórt skref að vinna úr þessari skömm og hluti af því var að koma út úr skápnum í vinnunni með veikindi mín. Ég var þá með þrjá yfirmenn sem ég þurfti að tala við. Ég var skíthræddur og var viss um að ég myndi missa vinnuna, en mér var alls staðar tekið vel. Einn þeirra horfði á mig hugsi og sagði að lokum: „Láttu mig bara vita ef þú hættir að taka lyfin þín.“ Svo hlógum við báðir. Ég mæti alltaf í vinnu, nema á 2–3 mánaða fresti þá kemur niður­ sveifla sem varir í 2–4 daga og þá stimpla ég mig bara út á meðan og fer í veikindaleyfi í þann tíma og svo kem ég inn aftur. Þau sem vinna með mér vita að ég svara ekki síma eða tölvupósti þegar ég er veikur. Þó að ég sé bara heima að spila tölvuleik, þá lem ég mig ekki niður fyrir það, af því að ég veit að þetta tímabil klárast. Ef ég væri búinn að spila í tvær vikur þá væri konan mín búin að segja við mig: „Jæja, Humi, þarftu nú ekki að fara að gera eitthvað, tala við lækninn?“ Ef ég gef sjálfum mér andrými til að vera lasinn þá er þetta rútína sem virkar fyrir mig. Þegar ég er ekki veikur vinn ég forvinnuna mína; að skapa mér heilbrigða sjálfsmynd, mataræði, hreyfingu og allt það gerir að verkum að mér líður betur, og fyrir vikið verða veikindatímabilin styttri.“ Erfiðasta verkefnið að taka ábyrgð á sjálfum sér Ragnar segir að erfiðasta verk­ efnið eftir að hann greindist hafi verið að vinna úr allri skömminni: „Það er verkefni sem ég fæ upp í hendurnar og það hefur verið einn stærsti hlutinn af því að taka ábyrgð á sjálfum mér. Eitt af verk­ færunum sem ég nota er að ég á engin leyndarmál, ég á fullt af hlutum sem eru prívat, en engin leyndarmál, ég á alltaf einhvern að sem ég treysti og get rætt við. Það hefur virkað vel fyrir mig að átta mig á að ég get ekki borið ábyrgð á hlutum sem ég gerði þegar ég var lasinn og gat ekki bet­ ur, en þótt ég geti ekki borið ábyrgð á þeim þá get ég tekið ábyrgð á þeim og stundum felst það í því að segja: „Ég var ofboðslega lasinn og ég gat ekki betur en mér þykir of­ boðslega leitt að þetta hafi gerst.“ Ég þarf að fyrirgefa sjálfum mér þessa hluti og það er ekki alltaf auðvelt. Það er erfitt að biðjast fyrirgefn­ ingar á einhverju sem ég ber ekki ábyrgð á, en ég tek ábyrgð með því að tala um það. Það var mjög stór hluti af þessu að taka ábyrgð á mínu dóti, þá get ég lifað sáttur með því og farið að sofa á nótt­ unni.“ Fjölskyldan stærsti fjársjóðurinn Þegar eitthvað kemur upp á segist Ragnar svo lánsamur að eiga fólk í kringum sig sem hann getur talað við, foreldra sína, konuna, vini og systkini. „Ég er svo lánsamur og ég get trúað þeim fyrir öllu þessu dóti, það er minn stærsti fjársjóð­ ur. Þegar ég er spurður að því hvernig mér líður þá á ég oft erfitt með að svara og stundum á ég engin orð til að lýsa hvern­ ig mér líður. Þetta meikar engan sens fyrir aðra, en stundum þegar konan mín spyr mig hvernig mér líður þá svara ég: „Þetta er eins og fjólublátt flauel og það er rifflað og ógeðslega dimmt. Þá er svona herbergi í höfðinu á mér, sem alla jafna er bjart og hvítt og hvítmálað. Ég finn þegar ég er niðri að það er öðruvísi þar inni og öðruvísi áferð. Það sem mér finnst svo fallegt er að aðstandendur mínir spyrja: „Hvernig líður þér?“ og þeir vilja fá svarið: „Það er fjólublátt, það er drungalegt,“ af því að þeir vilja fá heiðarlegt svar þó að þeir geti ekki lagað ástandið. Stundum set ég upp grímu, sem er alltaf talað um sem eitthvað nei­ kvætt, en stundum þarf ég bara að passa upp á mig. Til dæmis þegar ég er að koma upp úr lægðinni, þá hef ég ekki gagn af því að segja: „Ég er búinn að vera rosalega las­ inn og allt er hellað“ það hjálpar mér oft ekkert. Stundum set ég því upp grímu og brynja mig og segi að ég hafi það bara fínt. Stund­ um er ég þó algjörlega heiðarlegur við viðkomandi og segi nákvæm­ lega hvað er búið að gerast. Þetta er hluti af því að læra inn á mig og hverjum ég hleypi að mér og hverjum ekki. Þetta snýst allt um að læra inn á mig og mín viðbrögð. Ég set mörk gagnvart öðrum og gagnvart sjálfum mér. Þegar ég er niðri þá get ég samt græjað morgunmat handa krökkunum, þá er ég að taka þátt. Ég get kannski gengið með þeim í skólann þenn­ an dag, en ekki hinn.“ Daglegar Kringluferðir eru mælikvarði Ragnar á eina rútínu sem hann gerir daglega þegar hann er þung­ lyndur, sem hjálpar honum að staðsetja sig. „Það sem ég geri er að ég geng alltaf í Kringluna, fer á sama kaffihúsið, og reyni að sitja í sama stólnum þar sem ég horfi út yfir Stjörnutorg og skrifa í dag­ bók. Ástæðan fyrir því að ég geri þetta er að ég er að passa upp á að einangra mig ekki og svo er þetta ákveðið sýrutest. Þegar ég geng inn í Kringluna þá finn ég að annaðhvort vil ég ekki tala við neinn, hafa hettuna á mér og það á enginn að sjá mig eða ég ætla að taka af mér hettuna og mögulega horfa framan í fólk. Þetta er svona samanburðartilraun og þannig veit ég hvar ég er í kúrfunni eftir því hvernig mér líður.“ Börn Ragnars vita að hann er veikur, enda hafa þau hjónin rætt veikindi hans við þau. „Þau vita að ég er lasinn í heilanum og þegar ég er veikur heima, þá vita þau að ég er lasinn. Þau fá að vera ærsla­ belgir, þau þurfa ekki að tipla á tánum í kringum mig, en þau finna að sjálfsögðu fyrir þessu og ábyggilega seinna, þurfa þau að tala um hvernig er að eiga veikan föður. Það hefur áhrif þegar ein­ hver í fjölskyldunni er veikur og mitt hlutverk gagnvart þeim er að bera virðingu fyrir því, vera opinn fyrir því og geta tekið þessar sam­ ræður við þau. Aðalatriðið í þessu er kannski að þegar fólk er lasið eins og ég, er ekki hægt að „hressa sig við“ eða að laga ástandið með einhverjum einföldum trixum en það er hægt að gera ótrúlega mikið gagn með því að vera til staðar. Eftir að ég kom út úr skápnum með veikindi mín þá heyri ég eigin lega aldrei neitt sem er stuð­ andi og fólk sýnir mér mikinn skilning, mun meiri en ég hélt að ég fengi. Í mínu tilviki þá getur það verið gott að fólk viti af mín­ um veikindum þegar ég mæti ein­ hvers staðar, þá get ég verið róleg­ ur og ég sjálfur, í stað þess að þurfa að passa að haga mér á einhvern ákveðinn máta.“ Er hægt að lækna geðsjúkdóm? „Það er spurning sem ég á ekki svar við. Minn verður ekki lækn­ aður, ég er ekki sjúklingur, en ég passa mig að muna að ég er veikur. Ef ég man það þá tek ég lyfin mín og ber ábyrgð á sjálfum mér. Ef ég gleymi því þá er hætt við að ég fari að skrensa. Ég er með geðsjúkdóminn geð­ hvarfasýki, þetta er sjúkdómur með ákveðna greiningu. Mér finnst það mjög hughreystandi að það er heilt vísindasamfélag búið að skoða þetta og rannsaka og það er viðurkennd meðferð og til viðurkennd lyf. Um leið og ég vissi að ég var með geðhvarfasýki og það var læknir fyrir framan mig sem staðfesti það, þá var þungu fargi af mér létt. Ég var kominn með bjargráð og ekki lengur einn í heiminum. Ég er með mjög gott bakland, öll mín kjarnafjölskylda stendur þétt í kringum mig; kon­ an mín, börnin, mamma og pabbi, bræður mínir, vinir og tengdafjöl­ skyldan. Það má koma skýrt fram, það skiptir mig miklu máli. Það er ekkert tabú að ég er veikur og það að eiga bakland skiptir ótrúlega miklu máli, en það þýðir að ég þarf að rækta baklandið mitt, þau vita ekki hvernig þetta virkar nema ég tali við þau. Ég er líka mjög lán­ samur, lífið gengur vel og ég get unnið fulla vinnu, það er alls ekki gefið en maður veit það ekki fyrr en á reynir.“ n Aðstoð og fræðslu fyrir einstaklinga sem glíma við þunglyndi og geð­ sjúkdóma er að finna hjá: n Hjálparsími Rauða krossins sími 1717 Heimasíða: 1717.is n Píetasamtökin sími 552­2218 Heimasíða: pieta.is n Geðdeild Landspítala sími 543­4050 n Einnig má finna fróðleik og upplýsingar á heimasíðu Hugrúnar, gedfraedsla.is. Félagið Hugrún hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og úrræði, sem og að auka sam­ félagslega vitund. „Um leið og ég vissi að ég var með geðhvarfasýki og það var læknir fyrir framan mig sem staðfesti það, þá var fargi létt af mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.