Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 104.900 kr. á mann í tvíbýli. Ferðir til og frá Glasgow flugvelli innifaldar. sp ör eh f. Glasgow í jólabúningi NÝ FERÐ! Í ár bjóðum við í fyrsta sinn upp á skemmtilega aðventuferð til Glasgow. Á þessum árstíma er borgin klædd í fallegan jólabúning því jólamarkaðir, jólailmur og jólaljós einkenna Glasgow sem hefur í mörg ár verið ein besta og hagstæðasta borgin til að versla í fyrir jólin. Möguleiki á dagsferð til Edinborgar. 29. nóvember - 2. desember Fararstjórar: Carola & Gúddý Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Mikil spenna ríkir fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn því þýska í undankeppni HM í knattspyrnu sem leikinn verður klukkan 14.55 á Laugardalsvelli í dag. Leikurinn er einn sá stærsti í sögu kvennalands- liðsins, en með sigri tekur það stórt skref í átt að heimsmeistaramótinu í Frakkalandi á næsta ári. Uppselt er á leikinn og er það í fyrsta sinn sem uppselt er á leik kvennalandsliðsins hér á landi, en Laugardalsvöllur tekur um 9.800 manns í sæti. Áhorf- endamet kvennalandsliðsins mun því falla í dag, en þetta er langtum meiri fjöldi en sótt hefur leiki kvennalandsliðsins síðustu ár. Síð- ast var sett met þegar ríflega 7.000 manns sáu leik liðsins við Brasilíu í aðdraganda EM í fyrra. Ómar Smárason, markaðsstjóri KSÍ, segir að talsverður viðbúnaður sé í kringum leikinn. „Þetta er í raun sami viðbúnaður og alltaf þeg- ar uppselt er á landsleik á Laugar- dalsvelli. Það er í sjálfu sér bara box sem við þurfum að tikka í varðandi þjónustu, öryggisgæslu og annað. Þegar þessi fjöldi er á leikjum verð- ur að vera ákveðið viðbragð,“ segir Ómar. Gríðarlegur áhugi í Þýskalandi Mikill fjöldi starfsmanna á vegum þýska ríkissjónvarpsins verður við- staddur leikinn í dag, en gríðarlegur áhugi er fyrir leiknum í Þýskalandi. Alls verður þýska ríkissjónvarpið með um 70 starfsmenn á leiknum. Til marks um mikinn áhuga þar í landi var ákveðið að breyta tíma- setningu leiksins að ósk þýska ríkis- útvarpsins. „Ég þekki ekki ná- kvæmlega ástæður þess en þýska sjónvarpið hefur mikil áhrif á þetta líkt og sjónvarpsrétthafar hafa oft. Það óskaði eftir þessu og enginn á vegum KSÍ eða Stöð 2 Sport gerði athugasemd við það,“ segir Ómar og bætir við að leikurinn verði í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. „Það er ekki regla að leikir sem þessir séu í op- inni dagskrá en það var hins vegar samkomulagið milli okkar og þeirra að hafa það þannig,“ segir Ómar. Spurður hvort margir fjölmiðla- menn verði að störfum í kringum leikinn kveður Ómar nei við. Þó verði um tíu fjölmiðlamenn frá nokkrum löndum. „Það verða tíu fjölmiðlamenn frá hinum ýmsu lönd- um, þar á meðal Bretlandi, Banda- ríkjunum og Frakklandi. Þess utan verða auðvitað ýmsir tæknimenn, lýsendur og aðrir starfsmenn frá þýska sjónvarpinu,“ segir Ómar. Tólfan hitar upp á Ölveri Fyrir leik kvennalandsliðsins í dag verður stuðningsmannasvæði á bílastæðunum fyrir framan Laugar- dalsvöll þar sem áhorfendur geta hitað upp fyrir leikinn og byggt upp stemningu. Að sögn Ómars er vert að benda fólki á að talsvert færri bílastæði standa til boða sökum stuðningsmannasvæðisins. KSÍ bendi fólki á að nýta sér almenn- ingssamgöngur. Upphitun mun hefjast um tveim- ur klukkustundum fyrir leik og er fólk hvatt til að mæta tímanlega. Á svæðinu verður boðið upp á tónlist- aratriði, blöðrulistamenn, knatt- þrautir, andlitsmálningu og hoppu- kastala. Þá mun Jóhanna Guðrún auk annarra tónlistarmanna halda uppi fjörinu fram að leik. Á sama tíma verða meðlimir Tólf- unnar með upphitun á Ölveri í Laugardal. Hilmar Jökull Stefáns- son, einn forsprakka Tólfunnar, seg- ir að gríðarleg spenna sé meðal meðlima Tólfunnar fyrir leiknum. „Við erum allir gríðarlega spennir og höfum mikla trú á stelpunum í dag. Við ætlum að hittast á Ölveri klukkan tólf og förum síðan á stuðn- ingsmannasvæðið um klukkutíma fyrir leik. Þar ætlum við að reyna að gíra fólk almennilega upp í leikinn,“ segir Hilmar, sem er vongóður um að íslenska liðinu takist að ná í góð úrslit í leiknum í dag. „Við í Tólfunni munum allavega syngja og tralla all- an leikinn og styðja þétt við bakið á þeim. Það er vonandi að þær nái í góð úrslit og taki skref í átt að HM,“ segir Hilmar. Athygli vakin á Parkinson Fyrir leikinn í dag munu ellefu ís- lenskar konur, sem allar glíma við Parkinsonsjúkdóminn, ganga inn á völlinn. Þar munu þær standa sam- hliða íslenska landsliðinu á meðan þjóðsöngurinn er leikinn, en þetta er gert til að vekja athygli á sjúk- dómnum. „Eins og sjást mun í dag þarf að leiðrétta þann misskilning að Parkinson sé öldrunarsjúkdóm- ur, en því miður er fólk á öllum aldri að greinast með sjúkdóminn,“ segir Vilborg Jónsdóttir, formaður Park- insonsamtakanna, sem vonast til að með þessu verði fólk betur meðvitað um sjúkdóminn. Þá sé afar ánægju- legt að vekja athygli á málefninu þegar nýtt áhorfendamet verður slegið á kvennalandsleik á Laugar- dalsvelli. Mikil stemning vegna landsleiksins  Áhorfendamet kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli fellur í dag  Um 70 manns á vegum þýska ríkisútvarpsins starfa í kringum útsendingu á leiknum  Upphitun hefst um tveimur tímum fyrir leik Morgunblaðið/Eggert Laugardalsvöllur Þýska landsliðið æfði á vellinum í gær. Búast má við um 10.000 manns á leiknum í dag. „Við erum með sömu ráð og alltaf. Það er að mæta tímanlega og leggja löglega í eitthvert af þeim 1.700 bílastæðum sem eru í kring- um völlinn,“ segir Kolbrún Jóna- tansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkur, í sam- tali við Morgunblaðið. Að hennar sögn mega ökumenn sem leggja ólöglega búast við um tíu þúsund króna sekt. Eftirlit á vegum Bíla- stæðasjóðs vegna leiksins verður sambærilegt við það sem notast er við í kringum aðra stórviðburði á Laugardalsvelli. „Það hefur ekki verið svona mikill viðbúnaður áður vegna kvennaleiks. Við höfum náð góðum tökum á karlaleikjunum enda veit fólk af eftirlitinu og hættir þar af leiðandi að leggja ólöglega,“ segir Kolbrún og bætir við að bifreiðum sem lagt er ólög- lega á stórviðburðum fari ört fækkandi. „Mér hefur fundist þetta vera mikið betra undanfarið. Fólk er að læra þetta, sem er gott, enda viljum við ekki að fólk sé að leggja svona,“ segir Kolbrún. Vilja að fólk mæti tímanlega BÍLASTÆÐASJÓÐUR VERÐUR MEÐ EFTIRLIT Á LEIKNUM Hörður Felixson, fyrrverandi skrif- stofustjóri Trygg- ingamiðstöðvar- innar, lést á dvalarheimilinu Skjóli í Reykjavík að morgni dags 29. ágúst síðastliðinn, 86 ára að aldri. Hörður fæddist í Reykjavík 25.10. 1931. Foreldrar hans voru Ágústa Bjarnadóttir, kenn- ari og húsmóðir, f. 2.8. 1900, d. 3.10. 1978, og Felix Pétursson bókari, f. 7.2. 1900, d. 3.9. 1987. Hörður var stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík og lauk prófum í viðskiptafræði frá Há- skóla Íslands. Hann starfaði alla tíð í Tryggingamiðstöðinni, frá 1959 til 1999, lengst af sem skrif- stofustjóri. Hörður var mikill íþróttamaður og félagsmaður. Hann varð marg- faldur Íslands- og bikarmeistari með KR í knattspyrnu og reyndar einnig Íslandsmeistari með KR í handknattleik 1958 ásamt því að sinna félagsstörfum fyrir félagið. Þá lék hann 11 landsleiki fyrir Ís- lands hönd í knattspyrnu. Þar á meðal spilaði hann með bræðrum sínum, Bjarna og Gunnari, í landslið- inu 1963 á móti Bretlandi í undan- keppni Ólympíu- leikanna í Tókýó 1964. Þetta var í fyrsta sinn í knatt- spyrnusögunni sem þrír bræður léku saman í landsleik og var það skráð í heimsmetabók Guinness. KR naut krafta Harðar í áratugi og var hann sæmdur gullmerki félagsins fyrir störf sín á þeim vettvangi. Auk þess tók hann virkan þátt í félagsstörfum og gegndi trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Seltjarnar- nesbæ og fleiri samtök og félög. Hörður lætur eftir sig eigin- konu, Kolbrúnu Skaftadóttur, og þrjú uppkomin börn, Skafta, Ágústu og Hörð Felix, ásamt barnabörnum og barnabarnabörn- um. Útför Harðar verður gerð frá Neskirkju miðvikudaginn 5. september kl. 15. Liðsmenn KR leika með sorgarbönd vegna frá- falls Harðar þegar þeir sækja FH heim í Pepsi-deild karla á morgun, sunnudag. Andlát Hörður Felixson Staðfest hefur verið með greiningu á vegum Hafrannsóknastofnunar að þrír af fjórum löxum sem veiddust á Vestfjörðum nýlega og voru úr eldi. Laxarnir voru úr Laugardalsá í Ísa- fjarðardjúpi, Selá í Skjaldfannardal og Staðará í Steingrímsfirði. Fjórða sýnið sem rannsakað var reyndist vera náttúrulegur lax úr Hvanna- dalsá í Ísafjarðardjúpi. Á heimasíðu Hafrannsóknastofn- unar kemur fram að þessi fjöldi eldislaxa í ám á þessum svæðum sé í samræmi við það sem áhættumat um erfðablöndun gerir ráð fyrir miðað við núverandi umfang sjókvíaeldis hér við land. „Hlutfall eldislaxa í þessum ám er, miðað við þennan fjölda laxa, vel undir þeim mörkum að erfðasamsetningu villtu stofnanna sé hætta búin,“ segir á heimasíðunni. Hafrannsóknastofnun annast ýmsa þætti varðandi vöktun á lax- veiðiám til að fylgjast með því í hve miklu mæli strokfiskar úr eldi skila sér í veiðiár. Hluti af þeirri vöktun er að laxar sem veiðast og eru grunaðir um að vera af eldisuppruna eru sendir í svokallaða arfgerðagrein- ingu á erfðarannsóknastofu Matís ohf. Þrír eldis- laxar úr veiðiám  Vel undir mörkum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.