Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Miðað við íbúafjölgunina undanfarið gæti íbúafjöldi Árborgar verið farinn að nálgast ellefu þúsund árið 2021. Nú stendur yfir mesta uppbygg- ingarskeið í sögu svæðisins. Sveitarfélagið hefur úthlutað 100 lóðum frá 2012 og einkaaðilar selt um 115 lóðir. Á sama tímabili hafa 200 íbúðir verið byggðar á lóðum í eigu sveitarfélagsins en 450 íbúðir á lóðum í eigu einkaaðila. Miðað við háspá gætu íbúarnir verið orðnir um 10.800 árið 2021. Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Árborgar, segir áformað að byggja um 200 íbúðir ár hvert árin 2019 til 2021. Styrkja vatnsveitukerfið Þessi vöxtur kalli á nýja innviði. Verið sé að undirbúa nýjan grunn- skóla og leikskóla og sækja meira vatn, heitt og kalt, og almennt verið að stækka dreifikerfin, bæta gatnagerð o.s.frv. Gísli Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri Árborg- ar, segir vöxt sveitarfélagsins vera áskorun. „Við verðum auðvitað að vanda okkur við uppbyggingu innviða sveitarfélagsins og nýta tækifærið. Við erum að þróast frá því að vera bær yfir í að vera borg,“ segir Gísli. „Við erum til dæmis að undirbúa byggingu nýs grunnskóla. Skóla- kerfið hefur sprengt utan af sér. Við erum með mjög öflugt skólakerfi og erum að byggja skóla. Það er eitt af stóru verkefnunum sem við erum að takast á við.“ Stjórnsýslan undirmönnuð Gísli Halldór segir þróunina kalla á fjölgun starfsmanna hjá Árborg. „Þegar íbúafjölgunin er svona mikil er stjórnsýsla sveitarfélagsins víða orðin undirmönnuð. Það þarf að tryggja nægan mannskap til að sinna öllum verkefnum. Við erum auðvitað líka, eins og frægt er orðið, að taka þátt í að byggja upp nýjan miðbæ með fyrirtækinu Sigtúni. Nýja miðbæjarskipulagið hefur ver- ið samþykkt. Það felast líka í því gríðarleg tækifæri til að byggja upp Selfoss og Árborg sem áhugaverðan viðkomustað og góðan stað til að búa á,“ segir Gísli Halldór. Hann segir Árborg hafa mikið að- dráttarafl. Þar sé góð þjónusta, nægt landrými og hagkvæmara húsnæði. „Ég held að á næstu 20 árum muni Árborg telja einhverja tugi þúsunda íbúa. Að við séum að stefna í kannski 30 þúsund íbúa á tímabilinu. Hér er öll þjónusta til staðar og það er að myndast dýnamískt og öflugt sam- félag með kröftugum miðbæ. En það þarf auðvitað að vanda sig. Því skipulag í borg þarf að vera gott til að hún nái að þróast vel sem slík.“ Eiga lönd í Flóahreppi „Árborg er miðstöð fyrir allt Suðurlandið. Við eigum mikið land- rými til að byggja á og eigum reynd- ar líka lönd í Flóahreppi þar sem væri æskilegt að geta byggt. Það þarf þá að leysa ýmis mál varðandi sveitarfélagamörk. Þau eru í sitt- hvoru sveitarfélaginu. Ég tel að við séum í góðu færi til þess að byggja upp borgarmenn- ingu. Við þurfum að vera vakandi fyrir atvinnutækifærum. Margir íbú- ar Árborgar starfa á höfuðborgar- svæðinu. Við höfum því töluverð tækifæri í uppbyggingu skrifstofu- húsnæðis og ýmissa atvinnutæki- færa. Við erum með rómaða þjón- ustu, meðal annars í skólakerfinu, og hér er gott að ala upp börn. Maður heyrir aðflutt fólk tala um að hér sparist upp undir 2-3 tímar á dag í ferðalög og skutlið á börnunum.“ Miklir möguleikar í flugvelli Gísli Halldór segir verið að skoða hugmyndir um uppbyggingu flug- vallar á Árborgarsvæðinu. „Einkaaðilar og verkfræðistofur eru að skoða það af alvöru en Árborg hefur ekki verið með það mál á sinni könnu, eða barist fyrir því enn þá. Þessir aðilar eru að byrja að kynna okkur þessar hugmyndir. Ég held að það séu gríðarlegir möguleikar í þessu. Í fyrsta lagi erum við með öfluga höfn í Þorlákshöfn sem myndi geta styrkt slíka uppbyggingu. Það getur skapast gott samband milli flugvall- ar og hafnar. Í öðru lagi er gríðarlegur ferða- mannastraumur um Suðurlandið. Það mælir því ekkert á móti því að þeir lendi á Suðurlandi og fari þaðan í ferðalög, frekar en að lenda á Kefla- víkurflugvelli. Það gæti létt á Kefla- víkurflugvelli sem er náttúrulega orðinn ásetinn. Án þess að hafa skoðað þessar til- lögur ítarlega held ég að það gætu falist í þessu mikil tækifæri,“ segir Gísli Halldór. Stefna á þrjátíu þúsund íbúa  Bæjarstjóri Árborgar spáir allt að þreföldun íbúafjöldans á næstu 20 árum  Nýir skólar byggðir  Segir mikil tækifæri í nýjum alþjóðaflugvelli  Þá geti nýr miðbær reynst lyftistöng fyrir svæðið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Selfoss Fjöldi íbúða er nú í smíðum í Árborg. Margir nýju íbúanna koma frá höfuðborgarsvæðinu. Íbúafjöldi í Árborg 2015-2018 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Íbúafjöldi Spá:* 3,5% 6% árleg fjölgun 2015 1. ársfj. 2016 1. ársfj. 2017 1. ársfj. 2018 1. ársfj. 2018 2. ársfj. 2019 spá 2020 spá 2021 spá Heimild: Hagstofa Íslands *Spá Sveitarfélagsins Árborgar 8.090 8.280 8.550 9.100 9.230 9.981- 10.722 Fjölgun 1. ársfj. 201 5-2. ársfj. 2018 14,1% Gísli Halldór Halldórsson Húsnæðisverð í Árborg 2015-2018* Fermetraverð, þúsundir króna 300 250 200 150 100 50 0 Fjölbýli Sérbýli 2015 2016 2017 2018* Heimild: Þjóðskrá Ísl. *Janúar-ágúst 2018. 178 164 208208 245 295 274 288 Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur hjá Íslands- banka, bend- ir á að fast- eignaverð á Selfossi hafi hækkað hraðar en á höfuðborg- arsvæðinu á síðustu árum. „Frá og með árinu 2015 hefur íbúðaverð á Selfossi, hvort sem horft er til sérbýlis eða fjölbýlis, hækkað um 14-15% að meðaltali á ári. Til samanburðar hefur hækkunin á höfuðborgarsvæð- inu verið 10-11% á sama tímabili. Íbúðaverð á Selfossi hækkaði því meira en á höfuðborgarsvæðinu. Mesta hækkunin á Selfossi var í fyrra. Þá hækkaði meðal- fermetraverð, samkvæmt kaup- samningum á Selfossi, um 42% í fjölbýli og 18% í sérbýli.“ Elvar Orri segir rétt að hafa í huga að meiri verðsveiflur séu í viðskiptum með fjölbýli á Sel- fossi enda liggi þar færri samn- ingar að baki. Hann segir að- spurður að svo miklar hækkanir gangi ekki til lengri tíma. Þær séu miklar í sögulegu tilliti. „Ólíklegt verður að teljast að áðurgreindar hækkanir haldi áfram til lengri tíma og benda tölur fyrir 2018 til að þegar sé farið að hægja á hækkun íbúða- verðs á Selfossi.“ Hækkaði um 14-15% á ári FASTEIGNAVERÐIÐ Elvar Orri Hreinsson Ert þú í söluhugleiðingum? Við erum til þjónustu reiðubúin -örugg fasteignaviðskipti Heiðrún Björk Gísladóttir Löggiltur fasteignasali og HDL. Björn Þorri Viktorsson Löggiltur fasteignasali og HRL. Elín Viðarsdóttir Löggiltur fasteignasali Jóhann Örn B. Benediktsson Skrifstofu- og fjármálastjóri MBA Miðborg fasteignasala | Sundagarðar 2 | 104 Reykjavík | Sími 533 4800 | www.midborg.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.