Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018
áhugamál að skoða uppskriftir og
horfa á matreiðsluþætti.
Þú fylgdist alla tíð vel með
fréttum og veðri og alltaf var
sussað á mann þegar fréttirnar
voru, hvort sem þær voru í út-
varpi eða sjónvarpi. Ég man að
ég spurði þig oft hvort það hefði
gerst eitthvað nýtt frá því þú
hlustaðir á fréttirnar klukkutíma
áður. Svo var sofið yfir kvöld-
fréttunum og veðrinu í sjónvarp-
inu en þú þóttist alltaf hafa bara
rétt dottað.
Núna síðustu vikur hef ég ver-
ið að leita mér að íbúð, alltaf vild-
ir þú vita hvernig leitin gengi og
svo þegar ég sagði þér um daginn
að þetta væri komið, ég væri búin
að finna íbúð og þetta myndi
reddast þá varstu glaður. Þú
brostir bara og kinkaðir kolli. Þú
fylgist ábyggilega vel með, en
mikið vildi ég óska að þú gætir
komið í heimsókn.
Elsku pabbi, við sjáumst aftur
þegar minn tími kemur.
Harpa.
Þorvaldur Þorvaldsson hét
hann fullu nafni, skírður í höfuðið
á móðurafa sínum, hann Lalli
Bald, bróðir minn. Hann lést 23.
ágúst af afleiðingum bílslyss sem
þau hjón, Lalli og Inga, lentu í í
júní sl.
Lalli var einn af átta systkin-
um frá Sælandi á Árskógssandi.
Nú hafa fimm bræður kvatt
þessa jarðvist á fáum árum.
Í uppvextinum átti Lalli tvö
heimili, í Sælandi og Gilsbakka á
Hauganesi hjá móðurömmu og
Stjána móðurbróður sínum. Eins
og flestir drengir þessa tíma þar
um slóðir var sjómennskan í
fyrsta sæti og varð hans starf um
ævina.
Honum Lalla var ýmislegt til
lista lagt. Hann var mjög góður
kokkur og liðtækur í því í seinni
tíð. Hann þótti skarpur og
skemmtilegur, hafði góðan húm-
or en var snöggur upp á lagið og
oft fljótfær.
Hann var fljótur að tileinka sér
nýjungar. Nú seinni ár var tölvan
það tæki sem hann tileinkaði sér
og notaði mikið. Ungur keypti
hann sér segulbandstæki og raf-
magnsgítar. Hann hafði gaman af
tónlist og söng, enda var mikið
sungið í Gilsbakka. Kristján
frændi raulaði þessa vísu eftir
Jón frá Ljárskógum.
Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys,
hnígur að ægi gullið röðulblys.
Vanga minn strýkur blærinn blíðri
hönd,
og báran kveður vögguljóð við
fjarðarströnd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró.
Kom, draumanótt, með fangið fullt af
friði og ró.
Syngdu mig inn í svefninn ljúfi blær.
Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan
vær.
Draumgyðja ljúfa, ljá mér vinarhönd,
og leið mig um þín töfraglæstu
friðarlönd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró.
Kom, draumanótt, með fangið fullt af
friði og ró.
Stjórnmálaskoðanir hans voru
þess eðlis að það þýddi ekki að
deila við dómarann. Hann vissi að
Sjallarnir væru með þetta.
Sterk minning kemur upp í
huga minn frá Sælandi. Lalli var
fljótur að ráða krossgátur. Hann
kom heim með vikublaðið Fálk-
ann sem í var krossgáta. Ég
fylgdist með honum leysa gátuna
og bað hann að kenna mér. Þú
lærir þetta einhvern tímann var
svarið. Ég stalst í blaðið þar sem
hann lagði það frá sér og sá þar
orð sem stóð „veiki“ og skrifaði
bara „illt í maga“ í auða reiti.
Þetta uppátæki mitt varð honum
mikið hlátursefni og átti hann
það til að minna mig á að ég væri
helv … góð að ráða krossgátur.
En Lalli réði ekki bara gátur í
Fálkanum. Hann þurfti oft að
ráða í krossgátur og gátur í lífinu
sjálfu.
Lalli og Inga bjuggu öll sín
hjúskaparár á Dalvík, áttu hlý-
legt heimili og mikið barnalán,
sem er ríkidæmi. Þau eignuðust
sex myndarbörn og eru afkom-
endur þeirra nú á þriðja tug.
Lífsgöngu Lalla er nú lokið
hér á jörð eftir margar flóknar
gátur og götur og eflaust bíður
hans góð heimkoma í Sumarland-
ið þar sem bræður hans og aðrir
ættingjar taka vel á móti honum.
Hver veit nema þau taki lagið!
Kæri bróðir, blessuð sé minn-
ing þín. Kæra Inga, börnin ykkar
og fjölskyldur þeirra. Samúð
okkar er hjá ykkur,
Ragnheiður Baldvinsdóttir
(Heiða) og fjölskylda.
Í dag er ég að kveðja góðan
dreng, vin og félaga, skóla- og
fermingarbróðir, Lalla í Sælandi.
Lalli eins og hann var kallaður
jafnan, ólst upp í barnmargri,
yndislegri, fjölskyldu og því oft
þröngt á því heimili. Hann var
ungur drengur þegar frændi
hans Kristján í Gilsbakka á
Hauganesi tók hann að sér og þá
kynntumst við vel, jafnaldra
guttar, alltaf í boltaleikjum, á
bryggjunni og í bátum. Lalli var
alltaf ljúfur og kátur, gerði að
gamni sínu og man ég Lalla ekki í
vondu skapi. Við gengum saman í
barna- og unglingaskólann í Ár-
skógi, og vorum fermdir saman,
ásamt níu fermingarsystkinum,
sem nú syrgja góðan vin. Fljótt
eftir fermingu fórum við, á þess-
um aldri, að stunda sjó,
hann með frænda sínum á
Draupni sem nú er á Síldarsafn-
inu á Siglufirði.
Ég var þá á Sævaldi með
pabba mínum, báðir þessara báta
voru á línuveiðum fram við
Grímsey, þegar svo illa vildi til að
Lalli lenti í spilinu og lærbrotnaði
mjög illa. Þá var ekki hægt að
hringja á þyrlu, eins og nú tíðk-
ast, heldur sett á fulla ferð í land
á 6-7 sjómílna hraða og tók 5-6
klukkustundir að komast í höfn.
Síðan að keyra með hann til Ak-
ureyrar á sjúkrahús.
Auðvita ná menn sér aldrei al-
veg eftir svona slys en Lalli var
harður af sér og farinn að sparka
bolta, ótrúlega fljótt aftur. Á
táningsárunum ferðuðumst við
mikið saman og eftir að ég keypti
Willysinn fjölgaði ferðum okkar í
Dalvíkurbíóið og á böllin sem
haldin voru í nágrenninu.
Svo skildi leiðir okkar, ég fór
suður og í siglingar, sambönd
slitnuðu en minningar okkar lifðu
og þegar við hittumst hló Lalli
innilega við upprifjun okkar á
prakkarastrikunum og yndisleg-
um stundum unglingsáranna.
Bílslys gera ekki boð á undan
sér, eitt augnablik og allt er
breytt, lífsgleðin snýst upp í sorg
og enginn veit þá kallið kemur
eða hver er næstur.
Ég minnist Lalla með hlýjum
hug og góðum minningum og veit
að fermingarsystkinin átta sem
eftir lifa gera það einnig.
Góður drengur, æskuvinur og
félagi, fallinn frá.
Hvers vegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði.)
Eftirlifandi eiginkonu, börnum
og fjölskyldum sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Hafsteinn Reykjalín
Jóhannesson.
✝ Þóranna Krist-ín Hjálmars-
dóttir fæddist á
Kambi í Deildardal
12. apríl 1936. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnuninni á Sauð-
árkróki 19. ágúst
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Hjálmar
Pálsson bóndi, f. 3.
mars 1904, d. 15.
apríl 1983, og Steinunn Hjálm-
arsdóttir, f. 11. júní 1905, d. 15.
júlí 1942.
Systkini Þórönnu eru Guð-
rún Hjálmarsdóttir, f. 23.12.
1928, d. 8.1. 2018. Páll Ágúst
Hjálmarsson, f. 22.12. 1929.
Hjálmar Ragnar Hjálmarsson,
f. 3.3. 1931, d. 10.1. 1998. Guð-
finna Ásta Hjálmarsdóttir, f.
9.8. 1932, d. 1.12. 2014. Hösk-
uldur Hjálmarsson, f. 13.11.
1934, d. 11.7. 1935. Hulda
Hjálmarsdóttir, f. 13.11. 1934,
d. 9.7. 1935. Hulda Hjálmars-
dóttir, f. 28.9. 1938. Skarphéð-
inn Hjálmarsson, f. 30.9. 1940.
Stúlka Hjálmarsdóttir, f. 10.7.
1942, d. 10.7. 1942.
Þóranna giftist Lárusi Haf-
steini Lárussyni, f. 15.12. 1940,
d. 11.4. 2007. Foreldrar hans
voru Lárus Ingvar Sigurðsson,
f. 10.4. 1911, d. 9.9. 1999, og
Daníela Jóna Jóhannesdóttir, f.
Guðrúnar Helgu Harðardóttur,
f. 28.6. 1972, eru Rebekka Ýr,
f. 28.12. 1992, og Sunneva Eir,
f. 7.8. 1996. Steinunn Daníela, f
28.1. 1976, sambýlismaður Sig-
urjón Leifsson, f. 12.1. 1971,
börn þeirra eru Þóranna Ósk. f.
26.4. 1996, Hafdís Lind, f.
27.12. 1999, Ívar Elí. f. 17.1.
2011.
Þóranna ólst upp á Kambi til
sex ára aldurs þegar móðir
hennar lést af barnsförum. Þá
fór hún í fóstur á Háleggsstaði
til Þórðar Hjálmarssonar, f.
3.8. 1879, d. 2.1. 1978, og Þór-
önnu Þorgilsdóttur, f. 2.5. 1879,
d. 11.9. 1963.
Hún fór í Húsmæðraskólann
á Löngumýri. Hún var mikil
hannyrðakona og eru til mörg
listaverkin eftir hana.
Síðan fór hún að vinna við
síld á Siglufirði og fór síðan til
Reykjavíkur og vann þar á Víf-
ilsstöðum, hóteli og Skálatúni.
Í janúar 1959 fór hún vestur
til Hnífsdals til að vinna í fiski.
Þar kynntist hún eiginmanni
sínum Hafsteini og hófu þau
búskap í Hnífsdal. Árið 1964
fluttu þau á Háleggsstaði í
Deildardal og bjuggu þar til
1998, með búskap, en hún vann
líka með í frystihúsinu á Hofs-
ósi þegar þau seldu vegna veik-
inda Hafsteins. Bjuggu þau á
Hofsósi til 2000 en þá fluttu
þau á Sauðárkrók. Þóranna
dvaldi á Dvalarheimilinu á
Sauðárkróki síðustu tvö árin
Útför Þórönnu fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 1.
september 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 14.
14.4. 1914, d. 8.3.
1981.
Börn Þórönnu
og Hafsteins eru:
Þórður Steinar
Lárusson, f. 16.8.
1965, kvæntur Þor-
björgu Bergsdótt-
ur, f. 21.8. 1965,
synir þeirra eru
Þorsteinn Orri, f.
26.2. 1992. Þor-
björn Atli, f. 26.3.
1994, sonur hans Þorbjörn
Adam, f. 23.8. 2010, og Þórður
Berg, f. 30.3. 2001. Dætur
Þórðar og Brynju Júlíusdóttur,
f. 19.1. 1967, d. 12.12. 2009, eru
Lára Dögg, f. 20.6. 1985, sam-
býlismaður Sigmar Örn Péturs-
son, f. 6.11. 1982. Börn þeirra
eru Hafsteinn Ingi, f. 18.8.
2005, Daníel Þór, f. 30.9. 2009,
og Anna Guðbjörg, f. 23.1.
2015. Sólveig Anna, f. 20.9.
1988, sambýlismaður hennar er
Hilmir Gunnar Ólason, f. 18.1.
janúar 1991, börn þeirra Ásdís
Ýr, f. 11.11. 2010, Reynir Logi,
f. 27.6. 2012, París Anna, f.
29.3. 2013, og Brynja Björk, f.
12.5. 2018.
Einar Jóhannes Lárusson, f.
13.6. 1967, kvæntur Sólveigu
Birnu Gísladóttur, f. 6.1. 1973,
börn þeirra eru Gísli Hafsteinn,
f. 17.1. 2008, og Birna Sól, f.
28.6. 2010. Dætur Einars og
Elsku mamma mín, ég vil
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
verið mér og mínum og hlýja
mér við góðar minningar um þig,
og veit að nú eruð þið pabbi loks-
ins sameinuð.
Þú vildir allt fyrir alla gera og
varst svo glöð og stolt þegar vel
gekk hjá okkur og börnunum
mínum, en hafðir líka miklar
áhyggjur þegar eitthvað var að
hjá okkur.
Þið pabbi voruð yndislegir
foreldrar og mun ég varðveita
minningu ykkar um aldur og
ævi.
Takk fyrir allt.
Ég kveð þig með ást og sökn-
uði, elsku mamma.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endur-
gjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson.)
Þín dóttir
Steinunn Daníela.
Elsku amma.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
Takk fyrir allt.
Þóranna Ósk, Hafdís Lind
og Ívar Elí.
Þóranna kom inn í líf okkar
fjölskyldunnar 1959. Þá kynnt-
ust þau Hafsteinn bróðir, hann
var þá að læra húsasmíðar og
hún kom til þess að vinna í Hrað-
frystihúsinu í Hnífsdal ásamt
Ragnheiði vinkonu sinni og
Hjálmari föður sínum. Þau Haf-
steinn hófu sambúð í Grænadal
1962. Og litla stelpuskottið ég
hlakkaði til að kynnast þessari
stelpu sem stóri bróðir var að
kynnast, henni Þórönnu. 13. apr-
íl 1963 er stór dagur í fjölskyld-
unni, bræðurnir Lárus Haf-
steinn og Einar Jóhannes
kvæntust Þórönnu og Finneyju í
Kapellunni í Hnífsdal og stutt að
fara í veisluna, yfir götuna á
Bakkaveg 10, hjá foreldrum okk-
ar. Kynni okkar Þórönnu urðu
góð og ævinlega gott að heim-
sækja þau, hvort heldur var í
Hnífsdal eða norður í Skaga-
fjörð.
Sumarið 1965 var fyrsta ferð
mín norður til þeirra í Deildar-
dal í nokkra daga. Þá var Stella
með í för og ýmislegt myndað á
kvikmyndatökuvél sem frægt
varð í fjölskyldunni og margir
búnir að hafa gaman af, þó ég
hafi ekki enn séð myndbrotin öll.
Mikið var gaman og allir kátir,
húsið málað og mikið hlegið.
Við Stefán komum fyrst sam-
an norður 1968 og þá var hey-
skapur á fullu og nóg af sól og
blíðu í Deildardalnum. Og bræð-
urnir Þórður og Jói fæddir og
loks prinsessan. Þegar við hjón-
in komum með drengina okkar
notuðu þau stundum tækifærið
og skruppu með börnin til ætt-
ingja suður eins og sagt var, en
við hjónin pössuðum að allt
gengi sinn vanagang í sveitinni á
meðan, með dyggri aðstoð sum-
ardvalardrengjanna að sjálf-
sögðu. Skemmtilegur tími á Há-
leggsstöðum.
Og þó húsakynnin væru ekki
tiltakanlega stór var ótrúlegt
hve margir gátu samt gist þar og
um réttirnar var sofið í öllum
krókum á Háleggsstöðum og
mikil kátína. Slegið upp veislu og
terturnar hennar voru víðfræg-
ar. Aldrei hef ég náð að baka
eins góða brúna randalínu og
Þóranna, og þykist ég þó nota
uppskriftina hennar.
Það fækkar ört í hópnum okk-
ar. Nú bætist fallega söngröddin
þín í raddirnar á efri hæðinni og
mikið verður sungið, og sungið,
heyri „Vagga, vagga, . . .“ hljóma
og pabba strjúka fingurgómana
af tilfinningu.
Ég kveð Þórönnu með kær-
leika og veit að vel er tekið á
móti henni, þar sem við hitt-
umst, þegar minn dagur kemur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Valdimar Briem)
Þín mágkona,
Bára Björk.
Þóranna Kristín
Hjálmarsdóttir
Áskær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir,
afi, langafi og langalangafi,
ÓLI SVEINN BERNHARÐSSON
vélstjóri,
Birkihlíð 21, áður Hátúni 10,
Vestmannaeyjum,
lést hinn 23. ágúst á sjúkrahúsi á Tenerife.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Bernharð Ólason Soffía Eiríksdóttir
Hafþór Ólason Bryndís Hauksdóttir
Hrafnhildur Hlöðversdóttir Brynjólfur Sigurðsson
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
bróðir, afi og langafi,
HÖRÐUR FELIXSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 29. ágúst.
Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn
5. september klukkan 15.
Blóm vinsamlegast afþökkuð en bent er á Alzheimersamtökin.
Kolbrún Skaftadóttir
Skafti Harðarson Sara Magnúsdóttir
Ágústa Harðardóttir Eyjólfur Sigurðsson
Hörður Felix Harðarson Guðrún Valdimarsdóttir
Bjarni Felixson
Gunnar Felixson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku, fallega stelpan okkar,
KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR,
Dyngjuvegi 17,
Reykjavík,
lést á Barnaspítala Hringsins föstu-
daginn 24. ágúst.
Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju
mánudaginn 3. september klukkan 11.
Halldór Geir Jensson Birgitta Rut Birgisdóttir
Brynjar Bjarmi Halldórsson
Arnór Bjarki Halldórsson
ömmur, afar og fjölskyldur