Morgunblaðið - 01.09.2018, Page 45

Morgunblaðið - 01.09.2018, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 unum sem hefjast kl. 19.30 leikur píanistinn Ingi Bjarni Skúlason ásamt tríói sínu sem skipað er Bárði Reinert Poulsen frá Færeyjum á kontrabassa og Magnúsi Trygvasyni Eliassen á trommur,“ segir Sunna og bendir á að Ingi Bjarna sé ekki aðeins að fagna nýrri útgáfu heldur einnig útgáfusamningi við Dot Time Records sem gerir út frá New York. „Seinna tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og þar leikur kvartett trommuleikarans Scott McLemore. Með honum leika Frakkarnir Pierre Perchaud á gítar og Nicolas Moreaux á kontrabassa og Hilmar Jensson á gítar,“ segir Sunna og tekur fram að fjórmenningarnir hyggist vefa í kringum hver annan á lýrískan og þokkafullan máta. Dagskrá fimmtudagsins hefst með tónleikum saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar og sænska píanistans Lars Jansson í Hannesarholti kl. 19.30, en tónleik- arnir eru endurteknir kl. 21.30. „Þeir leika tónsmíðar beggja í bland við vel valda sígræna djassstand- arda.“ Finnskur trompettsnillingur Á föstudag verður einnig boðið upp á tvenna tónleika í Tjarnarbíói. „Bassaleikarinn Giulia Valle leikur kl 19.30 með tríói sínu skipuðu Marco Mezquida á píanó og David Xirgu á trommur. Giulia er afskap- lega spennandi og hefur verið á hraðri uppleið undanfarin ár,“ segir Sunna og bendir á að Valle hafi komið fram á merkum djasshátíðum eins og Montreal Jazz Festival, San Francisco Jazz og klúbbum á borð við Blue Note í New York. „Þau leika eldheita tónlist, sem er bæði hlý, fáguð og lagræn.“ Seinni tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og þar fagnar tríó Sunnu Gunnlaugs nýrri plötu sem nefnist Ancestry. Með Sunnu leika Þor- grímur Jónsson á kontrabassa, Scott McLemore á trommur og Ver- neri Pohjola á trompett. „Ég heyrði fyrst í Verneri á hátíð fyrir nokkrum árum og hreifst strax, enda er hann algjör trompettsnillingur. Í lok síð- asta árs þegar tríói mínu var boðið á Tampere Jazz Happening í Finn- landi spurði ég hvort ég mætti bjóða Verneri að vera gestaleikari hjá mér. Stjórnendur tóku mjög vel í það, enda kom í ljós að á hátíðinni fékk hann viðurkenningu fyrir fram- lag sitt til finnsks djass,“ segir Sunna og rifjar upp að að hátíð lok- inni hafi þau farið í hljóðver Sibeli- usarakademíunnar og tekið upp plötuna sem nú er komin út. Fernir tónleikar verða í boði á föstudag . Í Tjarnarbíó kl. 19.30 fagnar bassa- leikarinn Sigmar Þór Matthíasson nýrri plötu. „Með honum leikur ein- valalið íslenskra djassleikara, þeir Snorri Sigurðarson á trompet, Jóel Pálsson og Helgi Rúnar Heiðarsson á saxófóna og klarínett, Kjartan Valdemarsson á píanó og Magnús Trygvason Eliassen á trommur,“ segir Sunna og lýsir tónlist sextetts- ins sem blöndu af djassi, poppi og rokki sem beri keim af nokkurri æv- intýramennsku. Sellóið sjaldheyrt í djassi „Á seinni tónleikunum í Tjarnar- bíó, eða kl 21.30, leikur gítarleik- arann Ralph Towner frá Bandaríkj- unum einleik á klassískan gítar. „Ralph, sem er einstakur spilari, er þekktastur fyrir leik sinn með hljómsveitinni Oregon. Hann hefur komið víða við á sínum ferli og leikið inn á um óteljandi hljómdiska með ýmsum stærstu nöfnum djassins.“ Í Iðnó verða einnig tvennir tón- leikar. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 19.30 og þar er um að ræða útgáfu- tónleika tríósins NOR undir stjórn bassaleikarans Richard Andersson með Óskari Guðjónssyni á saxófón og Matthías Hemstock á trommur, en diskur þeirra nefnist The Six of Us. „Uppistaða efnisskrár er tón- smíðar Richards og Óskars en þeim mætti lýsa sem tærum og einföldum, þó svo að samleikur og meðferð hljómsveitarinnar geti verið marg- slunginn.“ Seinni tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og þar leiðir sellóleikarinn Þórdís Gerður Jónsdóttir sextett sinn í flutningi á eigin tónsmíðum. „Sellóið er sjaldheyrt hljóðfæri í djassinum, en Þórdís leitast við að finna sellóinu hlutverk sem leiðandi hljóðfæri í djassi og spuna en einnig að nálgast djass eins og um sígilda kammertónlist væri að ræða,“ segir Sunna. Með Þórdísi leika Andri Ólafsson á kontrabassa, Grímur Helgason á klarinettu, Guðmundur Pétursson á rafgítar, Matthías Hemstock á slagverk og Stein- grímur Karl Teague á píanó. Laugardaginn 8. september verð- ur alls boðið upp á fimm tónleika. Söngkonan Katrín Halldóra Sigurð- ardóttir ríður á vaðið ásamt Hauki Gröndal og hljómsveit hans Arctic Swing Kvintett á Grand hóteli kl. 13. „Efnisskráin samanstendur af lög- um frá gullaldarárum djassins í skemmtilegum útsetningum þar sem áherslan er á sveiflu, lagræn sóló og almennan hressleika,“ segir Sunna og tekur fram að með því að bjóða upp á ólíkar tíma- og staðsetn- ingar tónleika hátíðarinnar sé það von skipuleggjenda að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. „Gítarleikarinn Andrés Þór fær til sín einn fremsta djassleikara Slóvakíu, víbrafónleikarann Miro Herak á tónleikum kl. 15 í gömlu kartöflugeymslunum. Þeir leika ljúf- an, melódískan nútímadjass og sam- anstendur efniskráin af blöndu af lögum þeirra beggja og samtíma djasstónsmíðum.“ Blanda af djassi og heimstónlist Seinni síðdegistónleikarnir í gömlu kartöflugeymslunum hefjast kl. 16.30 og þar fagnar DOH tríóið nýjum diski. „Tríóið er skipað okkar yngri kynslóðar djassleikurum, sem eru reyndar búin að starfa saman í fimm ár en eru fyrst núna að senda frá sér sinn fyrsta disk,“ segir Sunna. DOH skipa Helgi Heiðars- son á saxófón, Daníel Helgason á gítar og rafbassa og Óskar Kjart- ansson á trommur. „Eftir góða pásu þar sem gestir hátíðarinar geta nært sig verður boðið upp á tvenna tónleika á Grand hóteli. Þetta verður sannkölluð veisla sem engin má missa af. Klukkan 19.30 leiðir slagverksleik- arinn Marilyn Mazur tíu kvenna sveit sem nefnist Shamania. Mazur er án efa drottning danska djassins enda eina konan sem hefur verið í hljómsveit goðsagnarinnar Miles Davis,“ segir Sunna og bendir á að tónlistin verði spennandi blanda af djassi og heimstónlist. „Þetta verður magnaður seiður rytma og tóna.“ Seinni tónleikar kvöldsins hefjast kl. 21.30. „Þar kemur fram Marcin Wasilewski Trio frá Póllandi, sem hefur verið áberandi nafn í djass- heiminum síðustu árin. Þeir hafa spilað saman í yfir 20 ár og því ekki að undra að samspil þeirra einkenn- ist af mýkt og næmni,“ segir Sunna og bendir á að tríóið fagni útkomu nýs disks hjá ECM í september. Lokatónleikar hátíðarinnar verða í gömlu kartöflugeymslunum og hefjast kl. 23. „Þar mun dúóið Skeltr frá Bretlandi og Una Stef Band halda uppi stuðinu. Á lokadegi hátíð- arinnar, sunnudaginn 9. september, verður haldin þakkargjörð í kirkju Óháða safnaðarins sem hefst kl. 17. „Þar verður Guðmundur Stein- grímsson, öðru nafni Papa Jazz, heiðraður fyrir sitt framlag til djass- tónlistar á Íslandi,“ segir Sunna. Allar nánari upplýsingar eru á reykjavikjazz.is og miðar seldir á tix.is. Samspilaðir Marcin Wasilewski Trio leikur á Grand hóteli á laugardag. Virtur Gítarleikarann Ralph Tow- ner leikur í Tjarnarbíói á föstudag. Magnaður seiður Slagverksleikarinn Marilyn Mazur leiðir kvennaband. Ævintýri Bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson fagnar nýrri plötu. Um fleira fólk má lesa á slóðinni www.radiobongo.net/quadrantes. Þess má geta að Mary Ann Hobbs hjá BBC6 (sem er pælinga- útvarp með stóru P-i!) spilaði hluta af Quadrantes nr. 1 í þætti sínum síð- asta nóvember. Hús- og teknó- listamaðurinn Yotam Avni endur- hljóðblandaði þá Quadrantes nr.3 fyrir stuttu og lék það í hlaðvarpi sínu fyrir Groove Magazine. Og mun Hobbs spila þá útgáfu á BBC6 þætti sínum næsta miðvikudag. Ævintýri, svo sannarlega, og vert að fylgjast með frá byrjun. Listamaðurinn hefur meðal annars stuðst við Karolina Fund upp á fjár- mögnun og hægt er að fræðast meira um útfærslurnar á því hér: www.karolinafund.com/project/ view/2187. Ljósmynd/Gabríel Patay Mektarmaður President Bongo, reiðubúinn í ævintýri næstu ára. Tvær sýningar verða opnaðar í dag kl. 17 í Kling & Bang í Marshall- húsinu, annars vegar sýning Auðar Ómarsdóttur, Stöngin-inn, og hins vegar sýning Páls Hauks Björns- sonar, Dauði hlutarins. Á sýningu sinni steypir Páll Haukur saman naumhyggjulegum skúlptúrum við maximalíska umhverfishönnun „þar sem hið lögbundna mætir hinu óstjórnlega með ófyrirséðum fagurfræðilegum afleiðingum,“ eins og segir í tilkynningu. Um verk Auðar segir að í þeim megi sjá vísanir í íþróttamenningu, tákn úr listasögunni, popptónlist í bland við persónulegar upplifanir. „Þú tekur ákvörðun, skýtur og til verður röð afleiðinga sem gera þig annaðhvort að hetju eða skúrk,“ segir um verk- in. Tvöföld opnun í Kling & Bang Listamennirnir Auður Ómarsdóttir og Páll Haukur Björnsson. Myndlistarkonan Solveig Thorodd- sen opnar sýninguna Náttúrulega í dag kl. 17 í galleríinu Ekkisens. Sol- veig sýnir verk um náttúruna og tengsl manneskjunnar við hana og mun bjóða upp á te úr íslenskum villijurtum ásamt léttum rauðum og hvítum veitingum. Sýningin verður opin á morgun kl. 15-17 og á mánu- dag og þriðjudag kl. 16-18. Solveig starfaði lengst af sem grunnskólakennari og starfar nú sem leiðsögumaður. Hún vinnur í ýmsa miðla og eru umfjöllunar- efnin gjarnan samskipti manns og náttúru sem og pólitísk samfélags- mál. Hún hefur tekið þátt í samsýn- ingum bæði hér á landi og erlendis og árið 2017 gaf Partus út ljóðabók hennar Blekrými í bókaflokkinum Meðgönguljóð. Solveig sýnir í Ekkisens Náttúra Solveig Thoroddsen sýnir í Ekkisens, Bergstaðastræti 25b.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.