Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.9. 2018 „Við erum í dauðafæri!“ Það yrði rosalega stórt skref aðkomast í lokakeppni HM oghefði mikla þýðingu; ekki bara fyrir kvennaknattspyrnu heldur ís- lenska knattspyrnu yfirhöfuð. Þetta yrði þá fjórða árið í röð sem íslenskt landslið skilaði sér inn á stórmót, EM eða HM. Það er ekki lítið afrek og engum blöðum um það að fletta að ís- lensk knattspyrna er komin á kortið í alþjóðlegu samhengi.“ Þetta segir Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), en íslenska kvenna- landsliðið getur sem kunnugt er tryggt sér farseðilinn á HM í Frakk- landi næsta sumar með sigri á Þjóð- verjum á Laugardalsvelli í dag, laug- ardag. Jafntefli þýddi að íslenska liðinu myndi nægja sigur gegn Tékkum í lokaleik riðilsins á þriðjudaginn kem- ur til að komast á HM en tap fæli að öllum líkindum í sér tvöfalt umspil um laust sæti á HM. „Það er flóknara mál að komast í lokakeppni HM en EM og Evrópa mætti að ósekju eiga þar fleiri sæti. En þannig er það ekki og markmiðið er að sjálfsögðu að klára dæmið gegn Þjóðverjum. Við erum í dauðafæri!“ segir Guðrún Inga. Spurð hvort hún sé sannfærð um að markmiðinu verði náð svarar vara- formaðurinn: „Að sjálfsögðu. Ég hef óbilandi trú á liðinu. Stelpurnar okk- ar munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna leikinn og þurfa á allri okkar hvatningu að halda. Þjóðin áttar sig á því og í fyrsta skipti er uppselt á kvennalandsleik á Íslandi. Takmarkið var að fylla Laugardals- völlinn og ég hefði orðið verulega svekkt hefði það ekki tekist. Þetta hefði ég ekki þorað að segja fyrir tveimur til þremur árum – hefði lík- lega verið álitin galin – en þetta er enn ein staðfestingin á því hversu langt liðið hefur náð og hvernig þjóð- in hugsar til stelpnanna okkar.“ Það er svo sem engin nýlunda að kvennalandsliðið vinni frækna sigra; liðið hefur tekið þátt í þremur sein- ustu lokamótum EM og árið 2013 fór liðið alla leið í átta liða úrslit. „Ís- lenskri kvennaknattspyrnu hefur verið lyft á hærri stall með því að taka þátt í þessum mótum og árangurinn 2013 stendur auðvitað upp úr. Leik- mennirnir eru fyrirmyndir, jafnt inn- an sem utan vallar,“ segir hún. Hafa nýtt tækifærin vel Það er gömul saga og ný að stórmót séu góður „sýningargluggi“ og hafa margir íslenskir leikmenn í framhald- inu fengið tækifæri til að spreyta sig í atvinnumennsku erlendis. „Stelp- urnar hafa nýtt tækifæri sín vel; eflst og þroskast í útlöndum,“ segir Guð- rún Inga en leggur þó áherslu á, að ekki sé ástæða til að fara utan, bara til að fara utan. „Þar á ég við að liðin sem stelpurnar eru að fara í þurfa að vera betri en liðin hér heima og það er alls ekki sjálfgefið, þar sem ís- lenska deildin er orðin mun sterkari en hún var og liðin jafnari. Það sjáum við til dæmis á öflugum erlendum leikmönnum sem hingað koma og leika hér jafnvel ár eftir ár. Það myndu þær aldrei gera nema vegna þess að deildin er sterk.“ Árangur eins og íslensku landsliðin hafa verið að ná verður vitaskuld ekki hristur fram úr erminni og Guðrún Inga segir KSÍ reglulega fá fyrir- spurnir: Hvernig farið þið eiginlega að þessu? Þessi pínulitla þjóð. „Við svörum þessu alltaf á þá leið að þetta sé vinna og aftur vinna. Við erum með menntaða þjálfara niður í yngstu flokkana, bæði í stúlkna- og drengja- flokki, auk þess sem aðstaðan hjá að- ildarfélögum KSÍ er alltaf að verða betri með tilkomu gervigrasvalla og knattspyrnuhúsa. Auðvitað erum við lítil þjóð og allt það en þegar á hólm- inn er komið erum við alltaf ellefu á móti ellefu inni á vellinum. Alveg sama hver andstæðingurinn er.“ Spurð hvenær HM-draumurinn hafi fyrst vaknað fyrir alvöru segir Guðrún Inga að stórir draumar hafi alltaf verið fyrir hendi frá því 22 stelpur hlupu fyrst út á völl á Íslandi. „Við eigum að setja markið hátt. Það er einfaldlega í eðli okkar Íslendinga. Ætli það hafi samt ekki verið eftir að liðið komst fyrst á EM árið 2009 að maður fór fyrir alvöru að gæla við að þessi draumur gæti orðið að veru- leika.“ Að sögn Guðrúnar Ingu yrði það sérstakt afrek að fara upp úr þessum riðli en hann þótti fyrirfram mjög erf- iður. Nægir þar að nefna Þjóðverja, eina alsterkustu knattspyrnuþjóð heims. „Eftir sigurinn í Þýskalandi vissum við að þetta yrði í okkar hönd- um og að úrslitastundin myndi renna upp hér heima í byrjun september. Nú er komið að henni. Allur undir- búningur hefur verið góður; nú veltur þetta á frammistöðunni á vellinum. Áfram Ísland!“ Elín Metta Jensen, nr. 15, gerði eitt mark og Dagný Brynjarsdóttir, nr. 10, tvö í 3:2-sigrinum á Þýskalandi í fyrra. Ljósmynd/A2 Peter Hartenfelser Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er í dauðafæri að tryggja sér sæti í lokakeppni HM í fyrsta sinn en liðið tekur á móti Þjóðverjum í dag og Tékkum á þriðjudag í undankeppninni. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KS Í, hefur fulla trú á liðinu. Mikið hefur mætt á Frey Alexanders- syni, lands- liðsþjálfara kvenna, að undanförnu en í sumar tók hann einnig við starfi aðstoðarþjálfara karla- landsliðsins, auk þess sem hann eignaðist barn á dög- unum. Guðrún Inga hefur engar áhyggjur af honum. „Freyr er gífurlega duglegur og metn- aðarfullur og þetta var gert með samþykki allra. Það græða allir á þessari tengingu milli kvenna- og karlaliðsins enda erum við ein stór fót- boltafjölskylda. Það hefur lengi verið góð samvinna milli lið- anna og tveir síðustu landsliðs- þjálfarar karla, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, lágu ekki á sínu liði þegar kvenna- liðið fór á EM í Svíþjóð og Hol- landi. Stelpurnar njóta góðs af vinnu Freys með strákunum – og öfugt.“ Hún segir þetta sýna róman- tíkina í íslenskri knattspyrnu en samvinna sem þessi sé alls ekki algeng úti í hinum stóra heimi. Ein stór fjölskylda Freyr Alexandersson Guðrún Inga segir íslensku knattspyrnulandsliðin ekki bara sækja innblástur og styrk hvort til annars, heldur ekki síður til afreksfólks í öðrum íþróttagreinum, eins og handknattleik, körfu- knattleik, frjálsum, golfi og sundi, svo dæmi sé tekið. „Fátt sameinar þjóðina betur en góður árangur í íþróttum. Handboltinn hefur yljað þjóðinni lengi og hver er ekki stoltur af sundfólkinu okkar sem náð hefur frábær- um árangri gegnum tíðina? Og nú erum við komin með kylfinga á heimsmælikvarða, bæði konur og karla,“ segir varaformaður KSÍ. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, er bjartsýn á sigur um helgina. Morgunblaðið/Valli Afrekin hvatning ’ Ég er alltaf bjartsýn; stelpurnar munu leggja sig 110% fram. Draumurinn er að vera á HM í Frakklandi næsta sumar. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ. INNLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.