Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Page 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Page 27
Getty Images/iStockphoto Kóngamörgæsir eru með- al þeirra fimm tegunda mörgæsa sem ráfa um strendur Falklandseyja. Flestir ferðamenn koma til eyjanna til að sjá mörgæsir. Íslenskt vandamál Ferðamennska hefur aukist gríð- arlega á síðustu árum á Falk- landseyjum. Árið 2010 komu í kringum 500 ferðamenn til eyjanna, en áratug seinna, árið 2015, voru ferðamennirnir orðnir rúmlega 60 þúsund. „Oft og tíðum fjölgar fólki á eyjunum um meira en helming á einum degi, þegar skemmtiferða- skip koma í höfn,“ segir Stewart- Reid, en ferðamennska hefur orðið einn stærsti hlutinn í hagkerfi eyjanna. Í kjölfarið hafa Falklandseyj- ingar þurft að glíma við vandamál sem við á Íslandi þekkjum betur en við kærum okkur um, líkt og slæma umgengni ferðamanna og sóðaskap. Íbúar Falklandseyja eru aðeins í kringum þrjú þúsund, en tæplega 20 sinnum fleiri ferðamenn heim- sækja eyjarnar á ári hverju. Til að sporna við þeim vanda- málum sem fylgja aukinni ferða- mennsku hafa óformlegar hegð- unarreglur verið settar sem ferðamenn eru beðnir um að fylgja. Samkvæmt þeim eru ferðamenn til dæmis beðnir um að halda sig við vegi, gefa villtum dýrum ekki mat, tína ekki blóm – þar sem þau gætu verið friðuð – og flytja ekki bein, egg eða slíkt úr landi. Fáni Falklandseyja er dæmigerður fyrir yfirráðasvæði Breta. Falklandseyjar eru í Suður-Atlantshafi, við strendur Argentínu. Getty Images/iStockphoto 2.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is Nýjar vörur Vasi antiq brass 22.900 Spegill 80cm 18.900 Hliðarborð á hjólum 120.000 Viðar hliðarborð 38.500 Ljós 35.900 jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.