Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Page 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Page 31
Um annað væri ágreiningur meðal sérfræðinga og virðist ríkisvaldið að hluta til hafa komið sér upp hópi sérfræðinga sem telja allt heimilt! En á fundinum var áréttað að það hlyti að vera nauðsynlegt að líta á málið í heild og ekki síst þegar svo oft og svo víða hefði verið farið yfir þau mörk sem stjórnarskráin setur. Í frétt Hjartar Guðmundssonar blaðamanns af fundinum segir að Stefán Már Stefánsson lagapró- fessor hafi fjallað um það „hvernig aðild Íslands að EES-samningnum og sífellt frekari kröfur um fram- sal valds til evrópskra stofnana skapaði ákveðin vandamál varðandi stjórnarskrána. Samningurinn hefði í byrjun verið talinn á mörkum þess að standast hana en síðan hefði sífellt bæst við regluverk frá Evr- ópusambandinu í gegnum hann sem kallaði á frekara framsal valds. Stefán lagði áherslu á mikilvægi þess að horfa heildstætt á það valdaframsal sem átt hefði sér stað í gegnum EES-samninginn í stað þess að horfa aðeins á eina og eina lagagerð frá Evrópusam- bandinu. Það væri heildarmyndin sem skipti fyrst og fremst máli. Hversu mikið vald hefði verið framselt í heildina í gegnum samninginn og hvort það stæðist stjórnarskrána.“ Hliðverðir bregðast þjóðinni Þetta er öllum orðið ljóst og það er sjálfsagt þess vegna sem, undir öðrum formerkjum þó, er sífellt sótt að stjórnarskránni. En það er ekki verkefnið heldur að standa vörð um stjórnarskrána og vinda fremur of- an af því sem misfarið hefur verið. En það kom einnig fram á þessum fundi að kvört- unarefnið um að stjórnarskráin væri „of þröng í þess- um efnum“ gerði það einmitt að verkum að það væri þó einhver staða til að taka hennar málstað, þótt það hefði ekki gengið að öllu leyti eftir. Ef því yrði breytt yrðu hinar veiku varnir nánast að engum vörnum. Óþrjótandi ístöðuleysi Þeir stjórnmálamenn sem eru eins og vaxbrúður í höndum þeirra embættismanna sem fyrir löngu hafa gengið í ESB og kæra sig kollótta um afstöðu þjóðar- innar eru þess vegna að leita leiða til að laska stjórnarskrána fremur en að standa vörð um hana. En það er ekki útilokað að einhvern tíma snúist dæmið við og stjórnmálamenn fáist til verka sem líta ekki á sig sem óbreytta handlangara „undirmanna sinna“. Þótt slíkt virðist í augnablikinu æði fjarri er þó betra að hafa ekki leyft hinum að eyðileggja stjórnar- skrána áður en það hugsanlega gerist. Það var einnig mikið umhugsunarefni sem sagt var á fundinum að samningurinn um EES gengi auðvitað út frá því að það væri jafnræði í frumkvæði og atbeina að innleiðingarferlinu. En því hefði farið fjarri. ESB ætti allt frumkvæði og hver einasti þáttur innleiðing- arferilsins kæmi úr þeirri átt. Væri full ástæða til að ætla að það stæðist ekki samninginn. Sérstaklega var nefnt að eftir Maastricht-sáttmálann hefðu breyt- ingar sem Íslendingar hefðu ekki átt neina aðild að og ekkert haft um að segja verið leiddar inn í íslenskan rétt án þess að fulltrúar EES-samningsins kæmu nokkurs staðar að. Bretar í „brexit-ferli“ skoðuðu hvort EES-leiðin kynni að henta þeim. En þegar þeir sáu hvernig norskir og íslenskir embættismenn haga sér eins og lærlingar á fyrsta ári í Brussel og hafa minni en engin áhrif sáu þeir að þetta væri ekkert fyrir þá, þótt hug- myndin hefði í upphafi virst snjöll. Það er því miður orðið algjörlega ljóst að hliðverðir af Íslands hálfu hafa á umliðnum árum brugðist. Og þeir hafa einnig brugðist hinum pólitísku yfirboðurum sínum sem hina formlegu ábyrgð bera. Það tók tíma að átta sig á því að fullkominn trúnaðarbrestur hefði orðið á milli embættismannanna sem treyst var fyrir verkinu og þings og þjóðar. Í ljós hefur komið að þeir fyrrnefndu líta svo á að verkefni þeirra sé eingöngu að hotta á „heimamenn“ um að afgreiða pakkana sem bú- rókratarnir í Brussel afhenda þeim fullskapaða og að hneykslast á því að innleiðingarferlið heima gangi of hægt. Varla dettur nokkrum manni í hug að þeir sem hafa staðið með svo óboðlegum hætti að málum séu færir um að leggja mat á framvinduna fram að þessu. Á fundinum var þetta orðað svo að þegar innleiðing væri svo einhliða eins og raunin hefur verið og þvert á anda EES-samningsins mætti spyrja hvort ekki væri rétt að tala um innlimun farþegans í samstarfinu fremur en innleiðingu reglna eftir sameiginlega niður- stöðu beggja. Það er auðvitað þannig. Hér hefur aðeins verið nefndur hróplegur heim- ildarskortur til innleiðingar Þriðja orkupakkans. En þess má geta að margir þeirra sem tóku þátt í umræð- unum bentu á að efnislega væri þessi innleiðing þess utan frámunalega óhagstæð hinni íslensku þjóð og dæmin sem nefnd voru tóku af öll tvímæli í þeim efn- um. Það bætist þá við stjórnarskrárbrotin. Erfitt er að ímynda sér að þingmenn Sjálfstæðis- flokksins muni standa að þessu máli, að minnsta kosti ekki þeir fáu sem hlupust ekki undan merkjum í Ice- save. Þá yrði þetta spurningin um forsetann. Stæði hann með stjórnarskránni og þjóðinni eða klúbbnum. Svarið er einfalt. En maður veit aldrei. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 2.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.