Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.9. 2018 LESBÓK FÓLK Uppistandarinn Louis C.K. var með sitt fyrsta uppistand í lang- an tíma í New York á dögunum. Það hefur ekki farið mikið fyrir grín- istanum upp á síðkastið, en í fyrra játaði kynferðisbrot gegn fimm kon- um. Meðal brotanna sem C.K. játaði á sig var að afklæðast fyrir framan konurnar og fróa sér fyrir framan þær. Hann talaði ekki um afbrot sín eða málin þar í kring í uppistandi sínu. Endurkoman hefur vakið blendnar viðtökur á samfélagsmiðlum. Sumir segja að C.K. sé að snúa aftur of snemma og að meiri tími þurfi að líða þar til sé við hæfi að hann fóti sig aftur í sviðs- ljósinu. Eigandi staðarins sem stóð fyrir uppi- standinu segist skilja gagnrýnina, en að ekki megi refsa fólki að eilífu fyrir afbrot sín. Aftur í sviðsljósið Louis C.K. Devil’s Advocate Málsvari myrkva- höfðingjans The Matrix Re- volutions Bylt Fylki The Hills Have Eyes Margt býr í fjöllunum Manst þú eftir sjónvarps-þáttunum Vík milli vina(Dawson’s Creek), Ó Ráðhús! (Spin City) og Fjör á fjölbraut (Heartbreak High)? Það þarf ekki að leita langt aftur í ís- lenskar sjónvarpsdagskrár til að finna íslenska þýðingar á flestum dagskrárliðum. Framan af var jafnvel aðeins þýddi titillinn birt- ur og gat þá stundum verið erfitt að vita um hvaða efni var að ræða, sér í lagi ef þýðandinn tók sér skáldlegt frelsi. Þar að auki flæktust málin þar sem sömu titl- ar voru oft notaðir yfir gjörólíkt efni, en kvikmyndin Trainspott- ing og þættirnir South Park voru til að mynda bæði þýdd sem Trufluð tilvera. Það eru ekki allir sammála um hvort á íslensku megi alltaf finna svar. Margir reyna eftir fremsta megni að þýða allt sem að kjafti kemur, en öðrum finnst innihald- ið getað rýrnað við þýðingu. Þótt þessi umdeilda birtingarmynd þýðingarlistarinnar í bíó- og sjónvarpsdagskrám landsins sé svo gott sem horfin, þá er gaman að grúska í sögu hennar og finna þá titla sem sitja eftir í minning- unni. Þýðing Die Hard sem Á tæpasta vaði er ódauðleg. Hvað á þetta að þýða? Dagblöð og aðrir þýddu lengi vel heiti nánast allra erlendra kvikmynda og sjónvarpsþátta á íslensku. Þessi hefð er nánast horfin í dag, en hvaða þýðingar eru eftirminnilegastar? Arnar Tómas Valgeirsson arnart@mbl.is Blade Vopni Mercury Rising Hitnar í Kolunum Look Who’s Talking Pottormur í pabbaleit Robocop Riddari götunnar The Crying Game Hráskinnaleikur Sleepy Hollow Drungadalur The Living Daylights Logandi hræddir Spawn Hetja úr neðra Flatfoot Goes East Harðjaxl í Hong Kong Jaws Ókindin Lethal Weapon Tveir á toppnum Cape Fear Víghöfði It’s the Rage Syrtir í álinn Every Which Way But Loose Viltu slást? Point Break Þrumugnýr SJÓNVARP Óskarsverðlaunahafinn Ben Kingsley mun fara með hlutverk í væntan- legri sjónvarpsþáttaröð sem ber heitið Our Lady, LTD. Þættirnir munu segja frá loddara sem ætlar að svindla á sóknar- presti en kemst að því að hann er mun hættulegri en hann virðist við fyrstu sýn. Kingsley mun fara með hlutverk prestsins í þáttunum sem eru væntanlegir á næsta ári, en framleiðendurnir hafa pantað tíu þátta fyrstu seríu. Kingsley státar af löngum og glæstum kvikmyndaferli, en hann hefur ekki leikið mikið í sjónvarpi undanfarna áratugi. Varasamur sóknarprestur Ben Kingsley kvikmyndaleikari Lady Gaga Frumsemur tónlistina TÓNLIST Tónlistarkonan Lady Gaga samdi ný lög fyrir myndina A Star is Born þar sem hún fer með aðalhlutverkið á móti Bradley Cooper. Plata með lögunum úr myndinni kemur út samhliða frum- sýningu hennar 5. október og hefur nítján laga listi hennar verið birtur sem inniheldur meðal annars ný lög frá Gaga. KVIKMYNDIR Hinn kraftmikli Dwayne Johnson hefur verið ráðinn til að fara með aðalhlutverkið í væntanlegri mynd DC um andhetjuna Black Adam. John- son er tekjuhæsti leikarinn í Hollywood í dag og ætl- ar greinilega ekki að láta sig vanta í ofurhetjuæðið. Black Adam er ekki vel þekkt ofurhetja og átti upprunalega að birtast í væntan- legu myndinni Shazam! sem auka- hlutverk, en það er líklegt að að- dráttarafl Johnsons muni stuðla að mikilli aðsókn. Svarti Adam Dwayne Johnson TÓNLIST Rapparinn Eminem gaf óvænt út plötuna Kamikaze í vik- unni. Hann hafði nokkrum dögum fyrr gefið sýnishorn af lagi á plöt- unni sem verður notað í myndinni Venom, en útgáfa plötunnar var ekki auglýst. Eminem gaf síðast út plötuna Revival, þar sem hann fékk meðal annars Ed Sheeran og Beyoncé sér til liðs. Eminem Óvænt plata

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.