Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Síða 15
sem aðalkarlinn í eldhúsinu. Ég
væri frekar til í að vera aðstoð-
armaður hjá öðrum sem kann meira
en ég. Bestu kokkarnir okkar eru
svo miklir listamenn; diskarnir sem
þeir bera fram margir hverjir,“ seg-
ir hann dreyminn og við fáum báðir
vatn í munninn við tilhugsunina.
Á krossgötum
Eins og fram hefur komið er Þröst-
ur á krossgötum; sagði skilið við
leikhúsið í vor eftir áratuga farsælt
starf.
„Það kemur ekki til af góðu,“
segir hann alvarlegur í bragði.
„Eins og margir vita lenti ég í sjó-
slysi fyrir þremur árum og hef
glímt við kvíða allar götur síðan.
Þetta var farið að bitna á vinnu
minni í leikhúsinu og ég fann að ég
ræð einfaldlega ekki við þetta leng-
ur. Það fylgir því mikið álag að
vera leikari, að þurfa stöðugt að
standa sína plikt fyrir framan
fjölda fólks, og þegar kvíði er í
spilinu, eins og hjá mér, fer þetta
alls ekki vel saman.“
Kornið sem fyllti mælinn var at-
vik í janúar síðastliðnum þegar
Þröstur fékk kvíðakast í Þjóðleik-
húsinu rétt fyrir sýningu. „Ég sat
bara í stólnum í sminkinu og fann
hvernig kvíðinn helltist allt í einu
yfir mig. Á einni eða tveimur sek-
úndum skipti ég hreinlega um lit;
varð grár í framan. Sminkan sá að
ekki var allt með felldu og hringdi á
sjúkrabíl sem flutti mig á spítala.
Ég náði mér fljótt en áttaði mig eigi
að síður á því að ég yrði að skipta
um vettvang. Leikhúsið væri ekki
lengur fyrir mig.“
Fraus og mundi
ekki textann
Skömmu áður hafði þyrmt yfir
Þröst á sviðinu – í miðri sýningu.
„Allt í einu fór ég í „blakkát“. Fraus
bara og mundi ekki textann. Þetta
var mjög vandræðalegt. Það heyrðu
allir í salnum í hvíslaranum enda
Þröstur Leó með hnífinn
á lofti í eldhúsinu á
Hlemmur Square. Hann
var ekki hár í loftinu þeg-
ar hann flakaði sinn fyrsta
fisk og hefur alla tíð haft
yndi af matargerð.
„Eins og margir vita lenti ég í sjóslysi fyrir þrem-
ur árum og hef glímt við kvíða allar götur síðan.
Þetta var farið að bitna á vinnu minni í leikhús-
inu og ég fann að ég ræð einfaldlega ekki við
þetta lengur. Það fylgir því mikið álag að vera
leikari, að þurfa stöðugt að standa sína plikt fyr-
ir framan fjölda fólks og þegar kvíði er í spilinu,
eins og hjá mér, fer þetta alls ekki vel saman,“
segir Þröstur Leó Gunnarsson.
Morgunblaðið/Eggert
16.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15