Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Qupperneq 16
talaði hann mjög hátt, þar sem ég heyri frekar illa. Ég hafði nokkrum sinnum áður verið við það að detta út á sviðinu en sloppið fyrir horn. Stressið var líka alltaf að aukast og ég reglulega farinn að rifja upp texta rétt áður en ég fór á svið, blaða í of- boði í handritinu. Þetta þekkti ég ekki áður. Auðvitað var alltaf smá stress í manni fyrir sýningar en það var bara eðlilegt, meira eins og fiðr- ingur, en aldrei neitt í líkingu við þetta.“ Lengi vel ræddi hann vandamálið ekki við nokkurn mann. „Nei, nei, ég var ekkert að ræða þetta; hafði það bara fyrir mig. Ég held þó að margir hafi áttað sig á því að ekki var allt með felldu; að ég væri ekki sami maður og áður.“ Það var risastór ákvörðun að segja upp föstum samningi við Þjóð- leikhúsið en Þröstur segir það ein- faldlega hafa verið óhjákvæmilegt. Spurður hvort honum líði betur núna þegar hann er laus undan pressunni sem fylgir því að koma fram svarar Þröstur: „Mér líður skár, skulum við segja. Kvíðinn eykst við mikið álag og pressan á mér er ekki lengur eins svakaleg og hún var. Það þarf að vera rólegra í kringum mig; ég hugsa til dæmis að ég gæti alveg mokað skurð. Get þó ekki verið alveg viss; það er ótrúlegt hvernig kvíðinn getur komið aftan að manni.“ Vitum að þetta er tilraun Enda þótt hann starfi ekki lengur fast við húsið hefur Þröstur ekki al- veg sagt skilið við Þjóðleikhúsið. Ari Matthíasson leikhússtjóri hringdi í hann í sumar og bauð hon- um lítið hlutverk í einni sýningu í vetur; Einræðisherranum eftir Charlie Chaplin, sem frumsýndur verður um jólin. „Eftir umhugsun ákvað ég að segja já. Verkefnið er spennandi og þetta er lítið hlutverk; ég verð ekki með allt á herðunum. Við Ari vitum báðir að þetta er til- raun og það verður bara að koma í ljós hvernig gengur.“ Þröstur vill heldur ekki útiloka hlutverk í sjónvarpi og bíómyndum, komi slík tækifæri upp í framtíðinni. Það sé allt öðruvísi vinna en í leik- húsinu og álagið hvergi nærri eins mikið þegar leikið er fyrir framan myndavélar en ekki áhorfendur. Fyrst eftir slysið var Þröstur merkilega brattur og ekkert benti til þess að það myndi hafa varanleg áhrif á heilsu hans. „Eftir á að hyggja var ég í tómu rugli fyrstu tvo mánuðina; mjög hátt uppi og ýtti þessu bara ómeðvitað frá mér. Síðan kom skellurinn. Kvíðinn er svo skrýtin skepna að ég vissi til að byrja með ekki hvað þetta var. Hafði aldrei upplifað neitt þessu líkt áður. Skyndilega fór mér að líða mjög undarlega; vakna um miðjar nætur og fann ekki ró nema ég færi út að keyra eða ganga.“ Illa við að taka lyf Þegar bera fór á kvíðanum fékk Þröstur áfallahjálp og kom hún að gagni. Ekki er auðvelt að vinna úr lífsreynslu sem þessari – allra síst einn síns liðs. „Ég hef leitað til sér- fræðinga á þessu sviði, auk þess sem fjölskylda mín hefur verið betri en enginn. Mér er alla jafna illa við að taka lyf en hef þó gert það stöku sinnum, til að slá á kvíðann þegar hann er mestur.“ Þremur var bjargað af kili fiski- bátsins Jóns Hákonar frá Bíldudal eftir að honum hvolfdi út af Aðalvík 7. júlí 2015. Einn fórst. Þröstur komst upp á kjölinn eftir að bátnum hvolfdi og tókst að draga tvo félaga sína upp úr sjónum. „Þetta stóð mjög tæpt,“ rifjar hann upp. „Var bara spurning um einhverjar mínútur. Fljótlega eftir að við vorum komnir um borð í bát- inn sem bjargaði okkur horfðum við á Jón Hákon sökkva.“ Þröstur var raunar búinn að sætta sig við orðinn hlut – að hann myndi deyja. „Við vorum búnir að bíða svo lengi á kilinum að ég fann að enda- lokin voru að nálgast. Ég var búinn að öskra eins og óður maður eftir hjálp – inn í tómið. Enginn virtist koma auga á okkur. Fyrirfram hefði ég búist við því að maður myndi fara á taugum við þessar aðstæður en mér til mikillar undrunar hef ég aldrei verið eins rólegur á ævinni. Það var þó þungbært að hugsa til eiginkonu minnar og barna og að ég fengi ekki að kveðja þau. Yngsta dóttir mín var ekki nema níu ára á þessum tíma.“ Var ekki feigur Að sama skapi segir Þröstur engin orð fá því lýst hvernig þeim varð við þegar þeir sáu bjargvættinn, fiski- bátinn Mardísi, nálgast. Lífinu var þá ekki lokið eftir allt saman. „Það voru svo margar tilviljanir í þessu; að báturinn var kyrr þegar honum hvolfdi. Hefði hann verið á ferð hefðum við allir drukknað. Að ég skyldi komast upp á kjölinn, að við skyldum finnast rétt áður en bát- urinn sökk og svo framvegis. Maður var greinilega ekki feigur.“ Þröstur veit að þessi erfiða reynsla mun fylgja honum lífið á enda; það verði einfaldlega ekki umflúið. „Slysið er aldrei langt und- an. Ég endurupplifi það reglulega og stundum er þetta eins og bíómynd sem rúllar í höfðinu á mér. Með tím- anum verður myndin þó þéttari – og styttri.“ Núna, þremur árum síðar, segir Þröstur ýmsu ósvarað varðandi slys- ið; þar á meðal stærstu spurning- unni: Hvers vegna sökk báturinn? „Skýrslan sem gerð var um slysið er bull. Svo við tölum bara mannamál. Um það er ég sannfærður. Þar var því haldið fram að lekið hefði inn um lestarlúgukarm, þar sem var sprunga. Það getur ekki staðist. Skyndilega var báturinn fullur af sjó og fór á hvolf á sjö sekúndum. Á því hlýtur að vera önnur skýring. Bát- urinn var heldur ekki of þungur. Við vorum með átta tonn en ég hafði oft verið um borð með fjórtán tonn án þess að lenda í vandræðum. Það hjálpar manni ekki að vinna úr þess- ari reynslu að skýring á slysinu fáist ekki en við það verðum við að búa. Alla vega eins og málum er komið í dag.“ Finnst hann ennþá vera tvítugur Þröstur veit ekki hvað tekur við hjá honum þegar kokkaverkefninu lýk- ur á hótelinu. Eitt er þó alveg á hreinu: Hann fer ekki aftur á sjó. „Það er alveg búið. Ég gerði mér grein fyrir því strax á leiðinni í land eftir að okkur hafði verið bjargað. Sama máli gegnir að ég held um hina tvo sem lifðu slysið af. Við ræddum þetta okkar á milli. Sjórinn er þó aldrei langt undan, eins og þú sérð hérna. Fiskur verður alltaf stór partur af lífi mínu. Vonandi get ég haft eitthvað upp úr því að reykja og grafa lax, eins og við höfum talað um. Ef ekki, þá finn ég mér örugg- lega eitthvað annað að gera. Ég hef ekki stórar áhyggjur af framtíð- inni.“ Þröstur er 57 ára gamall og stund- um er sagt að erfiðara sé að söðla um í lífinu eftir fimmtugt. Hann blæs á þær vangaveltur, sposkur á svip. „Blessaður vertu, aldurinn er engin fyrirstaða; mér finnst ég ennþá vera tvítugur!“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason „Við vitum ekki hvað það hefur verið. Stundum er þetta þannig og ekki hægt að útskýra hvað gerðist. Ég veit ekki hvernig ég komst á kjöl, vissi ekki fyrr en ég stóð þar. Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim. Það er bara svoleiðis,“ sagði Þröstur Leó í samtali við Helga Bjarnason, blaðamann Morgunblaðsins, daginn eftir að Jón Hákon sökk. ’Kvíðinn er svo skrýtin skepna að ég vissi til að byrjameð ekki hvað þetta var. Hafði aldrei upplifað neittþessu líkt áður. Skyndilega fór mér að líða mjög und-arlega; vakna um miðjar nætur og fann ekki ró nema ég færi út að keyra eða ganga. VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.9. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.