Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Síða 17
Sigrún Edda Björnsdóttir í hlutverki
Snæfríðar og Þröstur Leó í hlutverki
Magnúsar í Bræðratungu í sýningu Borg-
arleikhússins á Snæfríði Íslandssól 1996.
Þröstur í hlutverki tónskáldsins Jóns
Leifs í kvikmyndinni Tár úr steini árið
1995. Með honum er Bergþóra Ara-
dóttir sem lék dóttur Jóns, Líf.
Þröstur sem Mikki ref-
ur í Dýrunum í Hálsa-
skógi í Þjóðleikhúsinu
2003 ásamt Bessa
heitnum Bjarnasyni
sem lék sama
hlutverk mörgum
árum áður.
Þröstur og Ólafur
Darri Ólafsson í hlut-
verkum sínum í Brúð-
gumanum árið 2008.
Morgunblaðið/Árni TorfasonMorgunblaðið/Golli
Þröstur sé jafnvígur á grín og al-
vöru. „Ég hef verið svo heppinn alla
tíð að hafa fengið að leika grín og
drama jöfnum höndum. Þurfi ég að
velja á milli þykir mér grínið
skemmtilegra. Það er líka glettilega
erfitt að gera góðan gamanleik; velt-
ur svo mikið á tímasetningum og
stemningu. Salurinn er auðvitað
mjög mikilvægur í dramatískum
verkum en hann er ennþá mikilvæg-
ari í gríninu. Tengi áhorfendur ekki
strax getur sýningin hæglega fallið
flöt. Og við finnum þetta yfirleitt
mjög snemma, hvort salurinn er með
á nótunum eða ekki. Það getur verið
heilmikill munur milli kvölda á sama
verkinu. Einmitt þess vegna eru
engar tvær leiksýningar eins.“
Þegar talið berst að kvikmynd-
unum nefnir Þröstur fyrst Tár úr
steini eftir Hilmar Oddsson, þar sem
hann lék tónskáldið Jón Leifs. „Það
var stór persóna og eftirminnileg
glíma, ekki síst fyrir þær sakir að ég
þurfti að leika að hluta á þýsku – sem
ég talaði ekki. Fékk hins vegar góða
hjálp og held að það hafi sloppið.“
Og aftur, rúmlega það, svo vitnað
sé í umsögn Erlendar Sveinssonar
um myndina í Morgunblaðinu:
„Þetta eru átakanlegar manneskjur
af holdi og blóði í stórkostlegri túlk-
un Þrastar Leós Gunnarssonar, sem
leikur Jón Leifs, Rutar Ólafsdóttur,
sem leikur eiginkonu hans Annie
Riethof Leifs, Bergþóru Aradóttur,
sem leikur yngri dótturina Líf, og
Sigrúnar Lilliendahl, sem leikur
eldri dótturina Snót.“
Fjör í Flatey
Þröstur segir líka hafa verið gaman
að gera Brúðgumann úti í Flatey, þar
sem Baltasar Kormákur leikstýrði.
„Það var mjög skemmtileg vinna en
við vorum öll saman í mánuð úti í
eynni. Það væri eins og að flytja leik-
ara og aðra sem koma að bíómynd
inn í sjálft kvikmyndaverið.“
Loks nefnir hann Djúpið, einnig
eftir Baltasar Kormák. „Þetta var
árið 2012 og ég gerði mér enga
grein fyrir því þá að þremur árum
síðar ætti ég sjálfur eftir að lenda í
svipuðum aðstæðum. Ég synti að
vísu ekki í land eins og Guðlaugur en
margt var líkt með þessum slysum;
þeir komust líka upp á kjölinn en
ákváðu að reyna að synda í land þeg-
ar þeir áttuðu sig á því að engin
hjálp var á leiðinni.“
Raunar fékk Þröstur símtal frá
téðum Guðlaugi Friðþórssyni eftir
að hann lenti í slysinu fyrir vestan.
„Það var mjög dýrmætt símtal en
Guðlaugur hefur, eins og ég, barist
lengi í þessum öryggismálum sjó-
manna. Við áttum gott spjall og
ákváðum að hittast við tækifæri.
Ekki hefur orðið af því ennþá en
vonandi gerist það fyrr en síðar.
Saga Guðlaugs er auðvitað einstök.“
Enda þótt Þröstur Leó Gunn-arsson hafi ekki leikið sittsíðasta hlutverk er þetta
ekki verri tímapunktur en hver
annar til að horfa um öxl og rýna í
vörðurnar á löngum vegi.
„Úff,“ segir Þröstur og hallar sér
aftur í sætinu, þegar spurt er hvaða
hlutverk í leikhúsinu séu eft-
irminnilegust. „Það er svo erfitt að
gera upp á milli hlutverka, upp-
færslurnar eru orðnar svo margar.
Ætli sé ekki freistandi að svara
þessu á þann veg að uppáhalds-
hlutverkið sé hlutverkið sem maður
glímir við hverju sinni.“
Hann glottir.
Sleppur þó ekki svona auðveld-
lega af önglinum. „Það eru ekki
endilega stærstu rullurnar sem
skilja mest eftir sig. Ég hef alltaf
haft gaman af smærri hlutverkum,
þar sem maður fær kannski ekkert
alltof miklar leiðbeiningar í handrit-
inu. Slíkar rullur bjóða oftar en ekki
upp á skemmtilegar útfærslur í túlk-
un. En, jú, jú, mörg stærri hlutverk
eru líka eftirminnileg. Ég lék til
dæmis sjálfan Hamlet þegar ég var
ekki nema 27 ára. Kunni nú ekki
mikið fyrir mér á þeim tíma, eftir á
að hyggja, en skakklappaðist gegn-
um þetta.“
Tja, rúmlega það, ef marka má
umsögn Hávars Sigurjónssonar um
sýninguna í Morgunblaðinu: „Þröst-
ur Leó vinnur hér leiksigur, ein-
hvern veginn finnst manni blasa við
af hversu mikilli einlægni og virð-
ingu hann hefur nálgast hlutverk
sitt; án þess að ofmetnast, án þess að
láta hugfallast og útkoman er full-
komlega trúverðugur Hamlet sem
gengur á vit örlaga sinna vegna þess
að aðrar leiðir virðast ekki færar.
„Að vera eða ekki vera“ er þekkt-
asta upphaf ræðu í leikriti – þeir eru
sennilega færri sem þekkja fram-
haldið – og þegar ungum leikara
tekst að blása lífi í þessa gömlu
ræðu, þannig að maður trúir því að
verið sé að segja hana í fyrsta skipti,
þá … ja, þá er maður einfaldlega á
réttum stað það kvöldið.“
Grínið skemmtilegra
Þröstur getur heldur ekki sleppt
að nefna aðra goðsögn úr leik-
bókmenntunum; Mikka ref í
Dýrunum í Hálsaskógi. „Hann
mun alltaf loða við mig.“
Óhætt er að fullyrða að
Fékk símtal frá Guðlaugi
Þröstur ásamt Guðjóni Davíð
Karlssyni í leikritinu Gói og
Baunagrasið árið 2012.
Morgunblaðið/Frikki
Þröstur var valinn besti leikari í
aukahlutverki á Edduhátíðinni 2003
fyrir leik sinn í Nóa Albínóa.
16.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
MIÐASALA HAFIN!
Björgvin Halldórsson · Daði Freyr · Dagur Sigurðsson · FRiðrik Dór
Gissur Páll · Glowie · Jóhanna Guðrún ·Selma Björnsdóttir · Svala
OG SÍÐAST EN EKKI SÍST jólasTJARNAN 2018
Miðasala fer framáharpa.is/jolagestir og í síma 528 5050