Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Side 28
markmiðinu og þá verða enn sex vikur til stefnu miðað við sex mánaða átaks- tímann. Við áætl- anagerð af þessu tagi, eins og aðrar, verður að hafa eilítið borð fyrir báru. Miðað við aldur minn, þyngd og hæð gerir forritið ráð fyrir að ég þurfi um 2.400 hitaeiningar á sólar- hring til að viðhalda þyngd minni. Útreikn- ingar þess færa mér heim sanninn um að til þess að standa við stóru orðin þurfi ég því að inn- byrða 560 hitaeiningum minna á dag en ég eyði. Ef ég héldi kyrrsetunni áfram (sem ég hef dottið í) mætti ég þá neyta 1.840 hitaeininga á dag. Æfi ég hins vegar meira, og brenni t.d. 200 hitaein- ingum ofan á grunn- brennsluna (2.400 ein- ingar), þá má ég neyta 2.040 hitaeininga án þess að fjarlægjast markmiðið. Ef ég reyni að brjóta þetta verkefni niður í smærri skref – svona eins og þegar manni er bent á að borða fílinn með teskeiðinni – þá þarf ég að losna við 71,4 g af fitu á dag til þess að standa við markmiðið. Ég er 91.000 g skv. mælingu vikunnar og þess vegna virkar þetta ekkert ógur- Þegar halda þarf dampi í þéttridagskrá hversdagsins er það ímínum huga raun afrek þeg- ar fólk nær fjórum klst. á viku í ein- beittri hreyfingu (lyftingum eða brennslu). Ef það næst eru 164 klst. eftir til ráðstöfunar af vikunni og æskilegast er að minnst 56 klst. af þeim nýtist í meðvitundarleysi nætursvefnsins. Þá eru eftir 108 klst. til ráðstöfunar og eins og við flest vit- um er matur í kringum okkur nær allan þann tíma. Það er stutt í ísskáp- inn heima, kexpakkarnir í vinnunni geta reynst skeinuhættir og aðdrátt- arafl þeirra svo mikið að maður á það til að stinga upp í sig kexköku án þess að hafa ætlað sér það. Matar- auglýsingar, uppskriftir á mbl.is, hin daglega búðarferð – allt virðist þetta hvetja mann áfram í neyslunni. Það eru í sjálfu sér forréttindi að búa í landi þar sem aðgengi að mat er jafn mikið og hér. En þetta getur haft neikvæð áhrif í för með sér og sífellt vex vandinn sem kenndur er við of- þyngd eða offitu. Af þeim sökum eru flestir næringarfræðingar og einka- þjálfarar sammála um að mikilvægt sé fyrir fólk að fylgjast með næring- arinntöku sinni – enda oft sem við nærumst ómeðvitað eins og sagan af kexkökunni hér að ofan ætti að stað- festa. Af þeim sökum hefur Ívar Guð- mundsson hvatt mig til þess, nú þegar ég hefst handa við að skafa af mér kílóin tíu, að koma mér upp matardagbók og líta á hana sömu augum og heimilis- bókhaldið. Benti hann mér á forrit í því skyni sem hefði reynst honum vel og gæti orðið mér að liði. Forritið nefnist MyFit- nessPal (hér eftir nefnt Æfingafélaginn) og er hægt að nálgast frítt, bæði fyrir tölvur og snjallsíma. Forritinu er haldið úti af hinu heims- þekkta íþrótta- vörumerki Under Armour. Það hafði þó verið aðgengilegt not- endum í áratug þegar íþróttarisinn keypti það 2015. Fyrirtækið er visst í sinni sök þeg- ar það bendir áhuga- sömum á að þeir sem vinna að því að grenn- ast ná tvöfalt meiri árangri skv. mæl- ingum með því að halda matar- dagbók en þeir sem gera það ekki. Þegar búið er að hlaða niður for- ritinu slær maður inn grunnupplýs- ingar um hæð, þyngd og aldur, hvert hreyfimynstur manns er en ekki síst hvaða markmið maður hyggst setja sér. Í mínu tilviki eru það kílóin ógurlegu sem leita á hugann í tíma og ótíma. Mælti forritið með að ég setti stefnuna á að missa hálft kíló á viku til að byrja með. Það hljómar skynsamlegt. Þá tekur 20 vikur að ná lega mikið. – Vilji maður vera enn nákvæmari þá eru þetta um 3 g á klst. Skanninn auðveldar sko lífið En mér hefur vaxið í augum eins og mörgum öðrum að skrá niður matar- æðið. Það virðist flókið og á tímum ónákvæmt. En þar hefur Æfinga- félaginn skemmtilega lausn. Sé mað- ur með forritið í símanum gefur mað- ur einfaldlega upp hvort maður hyggist leggja sér til munns morg- un-, hádegis- eða kvöldverð og einnig er nauðsynlegt að skrá hjá sér milli- málin. Þegar það er orðið ljóst gefst manni kostur á að skanna inn strika- merki þeirrar matvöru sem maður hyggst neyta. Nær allar vörur, ís- lenskar sem erlendar, eru til í gagna- grunni forritsins sem biður mann einfaldega um að gefa upp hversu mikið maður hyggist borða af hverj- um fæðuflokki. Þá reiknar forritið ekki aðeins út hitaeiningafjöldann heldur einnig hlutfallið milli kol- vetna, fitu og prótína. Fyrstu vikuna með forritið við höndina hefur þetta tekið drjúgan tíma. En með degi hverjum reynist þetta auðveldara og það er gott að fylgja bókhaldi þegar kemur að fæðuinntökunni. En auk þessa get ég fylgst með skrefafjölda dagsins í Æfingafélaganum, þar skrái ég inn æfingarnar sem ég geri og þar get ég kallað fram mikið magn forvitnilegra upplýsinga á borð við samsetningu fæðunnar sem ég neyti. Æfinga- félaginn verður förunautur minn á komandi mánuðum! Það er sagt skipta höfuðmáli að fylgjast með næringarinntöku þegar unnið er að betri þyngdarstjórnun. En getur tæknin létt manni þann leiðindaróður? Æfingafélaginn heldur gott yfirlit yfir mataræðið. 6. septem-ber borðaði ég reyndar alltof lítið og var 535 hitaeiningumundir marki. Hann sýnir nákvæmlega hvar einingarnar liggja. 71,4 grömm á dag gera gæfumuninn 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.9. 2018 HEILSA Fyrsta skrefið í átt að betri heilsu er oftast fólgið í því að taka ákvörðun um að hefjast handa. Það er ekki erfitt skref og krefst ekki mikils átaks. En oftast strandar málið þar. Fólk hefur mikið að gera eða fögur fyrirheit fara fljótt í vaskinn eftir pizzaveislu eða bjór með vinunum eftir vinnu á fimmtu- degi. En nái maður að stíga skref númer tvö, sem felst í því að mæta í ræktina og stilla matar- æðið af, þó ekki sé nema í tvo til þrjá daga, þá er maður kominn af stað og hagsmun- irnir miklir af því að missa ekki niður þá litlu ferð sem þó er komin á málin. Það er dálítið taugatrekkj- andi að mæta fyrstu vikuna til einkaþjálfarans. Það er ekkert þægilegt að láta mæla sig og klípa, enda veit maður að töl- urnar tala sínu máli – maður er kominn í prógramm af því að þær eru óhagstæðar. Fyrstu tveir tímarnir undir leiðsögn eru líka dálítið skrítn- ir. Maður lærir á ný tæki, nýjar æfingar og þegar maður kem- ur kaldur að verkefninu (ég hita samt upp fyrir allar æfing- ar) þá finnur maður til í vöðva- festingum og liðum. Það er eðlilegt enda er verið að taka á uppsöfnuðu hreyfingarleysi. En þrátt fyrir verki og harð- sperrur þá reyndist fyrsta vik- an uppörvandi. Vökvalosun og aukin hreyfing kýldu vigtina niður í 91 kg. Ég rölti reyndar ekki nóg eða 4.281 skref að jafnaði á dag. Hitaeiningarnar sem ég innbyrti voru 12.508 eða 1786 að jafnaði á dag. Það var aðeins undir markmiðinu sem miðar við 1.840 stk. Það gefur ákveðið fyrirheit um að ég sé ekki háður því að gúffa í mig of miklu – en það á þó eft- ir að koma í ljós. FERLEGT ÁTAK AÐ KOMA SÉR AF STAÐ Eitt skref í einu Getty Images Pistill Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR 92,9 kg 91,0 kg .... kg Upphaf: Vika 1: Vika 2: ..... 29.970 ..... ..... 12.508 ..... 0 klst. 2 klst. ... klst. HITAEININGAR Prótein 21,4% Kolvetni 37% Fita 41,6% VELDU ÚR MEÐ SÁL www.gilbert.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.