Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Blaðsíða 18
Frystu bílalánin Í lok nóvember höfðu 20 þúsund bílalán, af um 80 þúsund samn- ingum fjögurra stærstu fjármögnunarfyrir- tækjanna verið fryst í fjóra mánuði. Morgunblaðið/Ómar Klifraði upp á þak Haukur Hilmarsson, sem talinn er hafa fallið í Afrin-héraði í Sýr- landi í byrjun þessa árs, klifraði upp á þak Alþingishúsins og flaggaði fána Bónus-verslana- keðjunnar á flaggstöng hússins. Handtaka hans tveimur vikum seinna leiddi til áhlaups á lög- reglustöðina við Hverfisgötu þar sem Haukur var í haldi. Morgunblaðið/Kristinn Tíðir borgarafundir Settir voru af stað sérstakir opn- ir borgarafundir nokkrum vikum eftir hrun þar sem almennir borgarar viðruðu áhyggjur sínar af ástandinu. Ráðamenn mættu margir á þessa fundi og sátu fyrir svörum milliliðalaust en fund- irnir fóru ýmist fram í Iðnó, Nasa og Háskólabíói. Fundirnir voru vel sóttir og oft fullt út úr dyrum. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Ómar Sjötti laugardagurinn í röð Mikill mannfjöldi var á mótmælafundi við Alþingishúsið laugardaginn 17. nóv- ember og taldi lögreglan að um sex þúsund manns hefðu verið á staðnum en skipuleggjendur mótmælanna töldu töluna nær tíu þúsundum. Margfalt fleiri leituðu aðstoðar Starfsfólk Mæðrastyrksnefndar í óðaönn að útdeila mat. Þeim sem leituðu aðstoðar fjölgaði gríðarlega. Morgunblaðið/RAXMorgunblaðið/Ómar Einn bíll til landsins Innflutningur til landsins minnkaði verulega mikið á síðustu vikum. Lýsandi dæmi var að einungis einn bíll kom til lands- ins með Eimskip síðustu viku októbermánaðar. Morgunblaðið/RAX Áhugi fór ekki eftir aldri Hjalti Þór Ísleifsson, 12 ára drengur, hélt úti bloggsíðu þar sem hann ræddi ástandið í þjóð- félaginu og sagði vini sína ekki skilja neitt í sér. Morgunblaðið/Golli Ýmsar hugmyndir Fólk var óspart á hugmyndir um hvernig mætti bæta ástandið á þessum tímum. Velvakandi fylltist af bréfum þar sem fólk deildi sparnaðarráðum og tillögum að því hvernig best væri að fara í gegnum þetta. Hörð mótmæli vegna morgunleikfiminnar Fljótlega var tilkynnt að morgunleikfimi Ríkisútvarpsins undir stjórn Halldóru Björns- dóttur yrði lögð af áramótin 2008-2009 í sparnaðarskyni, en leikfimin hafði þá verið samfleytt á dagskrá síðan 1957. Sjúkraþjálfarar og íþróttakennarar sem og almenningur mótmæltu þessu hástöfum og í desember var hætt við að taka hana af dagskrá. Pólverjar heim með Norrænu Feðgarnir Lukas og Stan- islav halda heim á leið frá Selfossi, þar sem þeir höfðu búið og starfað. Enga vinnu var lengur að hafa og fylgdu myndatöku- menn þeim og fleiri Pól- verjum úr landi en þeir voru að vinna frétt fyrir þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. 10 ÁR FRÁ HRUNI 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.10. 2018 Morgunblaðið/Valdís Thor

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.