Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Page 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Page 37
Atli Rafn í hlutverki Jóhanns og Kaspar Velberg í hlutverki Igors. forðast klisjurnar og hugsar frekar um spurninguna hvernig við getum mögulega reynt að öðlast betri skiln- ing á samfélaginu. „Kvikmyndir eru svo flottur miðill sem er hægt að nota til að hjálpa samfélaginu og spyrja spurninga.“ Miðað við heimildarmyndabak- grunn Ara kemur ekki á óvart að fyrst hafi hann hugsað sér að gera heimildarmynd um þetta mál. „Hug- myndin var að kortleggja þennan fíkniefnaheim og hvernig þetta eigi sér stað,“ segir hann. Dýragarðsbörnin besta for- vörnin Hann rifjar upp að kvikmyndin Dýra- garðsbörnin hafi haft mikil áhrif á hann sjálfan þegar hann var ungling- ur og sá hana 14 ára gamall með bekknum sínum í Danmörku. „Ég held að þetta hafi verið ein- hver besta forvörn sem þú gætir mögulega lent í sem unglingur,“ segir hann. Hann gerði heimildamynd um Breiðavík, Syndir feðranna, „sem var verkefni sem breytti landslögum“, en hann sat í stjórn Breiðavíkursamtak- anna í mörg ár. Er ekki að prédika „Ég hef fengið mér nokkra gúlsopa af lífinu sjálfur og fengið loftsteina í hausinn,“ segir Ari, sem hræðist greinilega ekki erfiðu málin. „Það væri svo auðvelt að sigla í gegnum lífið og láta eins og erfiðu málin væru ekki til staðar og helst að sitja bara og fordæma,“ segir hann og leggur áherslu á að hann sé ekki að prédika í Undir halastjörnu. Í spennandi stiklu fyrir myndina kemur fram í fréttaklippu að enginn viti hver maðurinn í höfninni sé og enginn sakni hans. Ara er mikið í mun að segja mannlegu söguna af þessum strákum sem eru í erfiðum aðstæðum og hvernig þeir komu sér í aðstæðurnar. „Ég set forsögu í myndina til að gera þá mennskari,“ segir hann. Myndin hefst árið 1991 í Eistlandi, en Ísland var fyrst allra ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna. „Þess vegna fá þeir áhuga á Íslandi. Ísland verður svona land vonar og framtíðar. Myndin byrjar á því að Sovétríkin eru að liðast í sund- ur og persónurnar eru kynntar til sögunnar en þeir voru æskuvinir í raunveruleikanum. En ég tek mér mikið skáldaleyfi,“ segir hann. Samvinna við Eistland Eins og áður segir voru strákarnir frá Litháen í raunveruleikanum en í myndinni eru þeir frá Eistlandi. „Ég hef unnið með eistnesku fram- leiðslufyrirtæki í mörg ár þannig að allt aðgengi þar var svo miklu betra. Landið skipti heldur ekki máli fyrir söguna,“ segir Ari en hann gerði þetta líka til að skapa ákveðna fjar- lægð frá kvikmyndinni og hinum raunverulegu atburðum. „Ég lagði mikið í að finna réttu leikarana,“ segir Ari, sem vann með eistneskri umboðsskrifstofu. Hann er ánægður með samvinnuna við Eist- land. „Eistland er svo mikil kvik- myndaþjóð og það er nauðsynlegt að hafa tengsl út í heim.“ Ari er menntaður myndlistar- maður en starfar ekki lengur sem slíkur. „Kvikmyndagerð er svo stór- kostlegt fyrirbæri. Ég gæti ekki hugsað mér að gera neitt annað þó að ég hafi áhuga á öllum listum og sé menntaður myndlistarmaður. Í kvik- myndagerð koma öll formin saman. Þetta er ákveðin áhættufíkn og ábyrgðarleysi; þú leiðist út í kvik- myndagerð,“ segir hann í bæði gamni og alvöru. Flækjustig fíkniefnaheims- ins Ari segir að hann sé fyrst og fremst að benda á að þetta flækjustig fíkni- efnaheimsins hafi bara stækkað. Hann vill sjá meira gert í baráttunni gegn fíkniefnum á Íslandi. „Það er ástæða fyrir því að það fyr- irfer sér ein manneskja á viku á Ís- landi, þetta er svo mikið mein en það er engin lausn í sjónmáli. Það er bara verið að slökkva elda. Þetta er krabbamein í samfélaginu og er alltaf að vaxa. Ég þekki enga fjölskyldu sem er ekki með fjölskyldumeðlim sem er alkóhólisti, dópisti eða með geðræn vandamál,“ segir hann. Draugur í sögunni Það er saga á bak við nafnið á mynd- inni, Undir halastjörnu. „Það kemur sterkt í ljós snemma í myndinni en Mihkel finnur stein sem hann heldur að sé mögulega halastjarna. Í öllum fornsamfélögum, bæði hjá Inkum og Egyptum, boðaði það að sjá hala- stjörnu ógæfu. Þessi halastjarna sem Mihkel finnur sem barn leiðir okkur áfram gegnum söguna. Það er draug- ur í myndinni og það er líka draugur í raunverulegu sögunni,“ segir hann og lýsir því hvernig allt hafi gengið á afturfótunum hjá gerendunum í mál- inu. „Þeir taka allar þær röngu ákvarð- anir sem hægt er að taka og maður- inn deyr. Þeir henda honum í höfnina í Neskaupstað og þá fer kafari þarna daginn eftir sem hafði aldrei farið þarna niður. Þeir bara áttu ekki að komast upp með þetta,“ segir Ari, sem þrátt fyrir myrkt umfjöllunar- efni trúir á hið góða. „Ég trúi á hið góða í manninum, það er ekki spurn- ing. Þetta er líka spurning um það að læra að fyrirgefa fólki sem hefur gert eitthvað á þinn hlut,“ segir Ari, en honum er ofarlega í huga samfélags- ábyrgð okkar gagnvart þeim sem eru minnimáttar. Í fyrstu stóð til að gera myndina árið 2008 en hann segir að það hafi frestast því Kvikmyndasjóður Ís- lands hafi verið skorinn niður um helming eftir hrun. „Þá var ég með annað leikaralið og aðeins öðruvísi sýn á verkefnið. Ég er feginn að þetta frestaðist þó að ég sé ekki að segja að það eigi að taka 14 ár að gera bíómynd! Ég var svolítið bú- inn að ýta þessu verkefni frá mér áð- ur en þessi draugur kom aftur,“ segir Ari en hann vildi greinilega ekki láta gleyma sér. Ari og félagar eru nú komnir til Suður-Kóreu, en Undir halastjörnu tekur þátt í World Cinema-hluta Busan, stærstu kvikmyndahátíð As- íu, sem fram fer 4.-13. október og er þetta jafnframt heimsfrumsýning á myndinni. Tvær íslenskar myndir eru á hátíðinni, en Lof mér að falla er sýnd í sama flokki.Tómas Lemarquis í hlutverki Bóbós. 7.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda. SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 22. október. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 26. október Vertu viðbúinn vetrinum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.