Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 34

Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt að út- hluta Minjavernd lóð og bygging- arrétti fyrir flutningshús við Star- haga 1 í Reykjavík. Umrædd lóð er á mótum Starhaga og Suðurgötu, skammt frá Reykjavíkurflugvelli. Hún er á hægri hönd þegar Suður- gatan er ekin í átt að Skerjafirði. Minjavernd greiðir samtals krónur 27.912.120 fyrir byggingarréttinn og gatnagerðargjaldið. Skrifstofa eigna og atvinnuþróun- ar Reykjavíkurborgar auglýsti lóð- ina Starhaga 1 lausa til umsóknar í október 2017 fyrir flutningshús. Lóðin var boðin á föstu verði sam- kvæmt mati tveggja löggiltra fast- eignasala. Engar tillögur um flutn- ingshús bárust á auglýsinga- tímanum en nokkrar tillögur bárust um að byggja þarna nýtt hús í göml- um stíl. Í grein- argerð skrifstou eigna og at- vinnuþróunar kemur fram að haft var samband við tvo aðila sem vitað var að ættu flutningshús. Sóttu þeir báðir um, annar aðilinn var Laug ehf. en hinn var Minja- vernd með flutningshúsið sem áður stóð við Laugaveg 36. Í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5.1. 2018 var komist að þeirri niður- stöðu að húsið Laugavegur 74 félli betur að lóðinni en Laugavegur 36 og úthlutaði borgarráð Laug ehf. lóðinni hinn 17. maí 2018. Laug féll frá úthlutun á lóðinni þar sem Laugavegur 74 skemmdist í eldi á geymslustað úti á Granda. Var því óskað eftir úthlutun lóðarinnar til Minjaverndar fyrir flutningshúsið sem áður stóð á Laugavegi 36. Minjavernd hefur á undanförnum árum staðið myndarlega að upp- byggingu gamalla húsa víða um landið. Húsin þurftu að víkja Að sögn Þorsteins Bergssonar, framkvæmdastjóra Minjaverndar, var húsið sem stóð upphaflega á Laugavegi 36 orðið fyrir vegna fyr- irhugaðra framkvæmda við hótel- byggingu á lóðinni árið 2014. Þar hjá stóð einnig húsið Grettisgata 17a sem einnig var fyrir vegna fram- kvæmdanna. Minjastofnun, Borgarsögusafn og Reykjavíkurborg lögðu áherslu á að húsin yrðu ekki rifin og þeim fargað. Minjavernd tók þá að sér að beiðni Reykjavíkurborgar að flytja húsin, finna þeim framtíðarstað í samvinnu við Reykjavíkurborg og annast og kosta endurgerð þeirra. Húsin voru fyrst flutt út á Grandagarð haustið 2014, en síðar að aðstöðu Minja- verndar á Esjumelum. Að endur- gerð lokinni verða þau seld. Húsið af Grettisgötu 17 verður sett niður á lóð að Grettisgötu 9a. Unnið hefur verið að niðurstöðu með framtíðar- stað fyrir Laugavegshúsið og kann- aðir nokkrir kostir. „Þegar það atvikast svo að húsið af Laugavegi 74 brennur að hluta á geymslustað á Grandagarði og að niðurstöðu verður að það fari ekki á Starhaga 1 var sú lóð skoðuð á ný fyrir þetta hús og Minjavernd boðin lóðin með það í huga. Félagið hefur ákveðið að taka því og verður stað- setningin nú skoðuð í ljósi fyrirliggj- andi skipulagsheimilda á Starhaga,“ segir Þorsteinn. Minjavernd hefur þegar endur- byggt húsið að hluta til og var sú lagfæring unnin í samráði við Minja- stofnun og Borgarsögusafn. Húsið stendur á athafnasvæði Minjavernd- ar á Kistumel og var endurbyggt þar. Nú þegar í stefnir að það fari á Starhaga 1 verður skoðað hvernig það falli best innan þeirra skipulags- heimilda sem þegar eru fyrir hendi á þeim stað, segir Þorsteinn. Gera megi ráð fyrir að þar verði m.a. kannað hvort rétt sé að byggja eitt- hvað við húsið. Í dag er grunnflötur þess rúmur 51 fermetri og gert ráð fyrir kjall- ara, hæð og risi eða tæpum 150 fer- metrum, en á Starhaga er heimild fyrir stærra húsi eða allt að 240 fer- metrum. Það liggur ekki fyrir hve- nær Minjavernd mun hefjast handa við frekari undirbúning eða flutning hússins að Starhaga, en líklega verð- ur það á næsta ári, að sögn Þor- steins. Ljósmynd/Minjavernd Laugavegur 36 Stendur nú á Kistumel og verður brátt tilbúið til flutnings á nýjan stað. Morgunblaðið/sisi Starhagi Lóðin við Skerjafjörð, þangað sem húsið verður flutt. Gula húsið heitir Túnsberg, Starhagi 5. Gamalt hús flutt á lóð við Starhaga  Minjavernd fær lóð undir hús sem áður stóð við Laugaveg 36  Hefur verið endurbyggt að hluta Þorsteinn Bergsson Í bók Guðjóns Friðrikssonar sagn- fræðings, Litbrigði húsanna, kemur fram að húsið Laugavegur 36 hafi verið byggt árið 1896 fyrir Guð- mund Einarsson. Tveimur árum síðar, 1898, selur hann húsið Torf- hildi Þ. Hólm rit- höfundi. Þar mun hún hafa ritað sín- ar sögulegu skáld- sögur m.a. um þá biskupa Jón Vídal- ín og Brynjólf Sveinsson og gefið út ársritið Draupni og mánaðarblaðið Dvöl. Þetta hús verður því að teljast mik- ilvægt í bókmenntasögunni. Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm (1845-1918) er jafnan kölluð fyrsti atvinnurithöfundur Íslands. „Hún var brautryðjandi á mörg- um sviðum íslenskra bókmennta; hún var fyrsta íslenska konan sem skrifaði og gaf út skáldsögur; hún var fyrsti íslenski rithöfundurinn sem skrifaði sögulegar skáldsögur; hún var fyrsta íslenska konan sem hlaut skáldastyrk frá alþingi. Styrk- inn hlaut hún fyrst árið 1891 og var upphæðin 500 krónur,“ segir Soffía Auður Birgisdóttir í ritgerð um Torf- hildi. Torfhildur bjó í Ingólfsstræti 18 síðustu æviárin, en hún lést úr spænsku veikinni árið 1918. Húsið Laugavegur 36 stóð upp- haflega fremst á þeirri lóð í götu- línu. Þetta var frekar lítið timbur- hús á hlöðnum sökkli. Árið 1925 er núverandi hús byggt á lóðinni, Sandholtsbakarí, teiknað af Einari Erlendssyni arkitekt, og fyrir þá framkvæmd var húsið flutt aftast á lóðina og sett undir það hæð af steinsteypu. Þar stóð húsið fram til ársins 2014. Sem átti og við um fleiri lítil hús þess tíma – og síðar – var það með mansardþaki, segir Þorsteinn Bergsson. Það var ein leið til að ná fram betri nýtingu á efri hæð sök- um þess hvað húsin voru jafnaðar- lega lítil. „Við höfum gætt þess að halda í karaktereinkenni hússins við þá endurgerð sem lokið er og á sama máta eigum við allt nýtanlegt efni innan úr húsinu tilbúið til end- urnýtingar. Ástand þess var orðið ákaflega bágborið og rétt á mörk- um þess að það væri flutningshæft, en til þess stóð vilji og var gert. Að endurbyggingu lokinni verður þetta svosum bara vinalegt hús, held ég,“ segir Þorsteinn. Lóðin Starhagi 3 er óbyggð. Hún er í einkaeigu. Við Starhaga 5 stendur reisulegt gult timburhús sem heitir Túnsberg. Fyrstu sögulegu skáldsög- urnar voru ritaðar í húsinu LAUGAVEGUR 36 MIKILVÆGUR Í BÓKMENNTASÖGUNNI Torfhildur Hólm Þurr augu! Fæst í öllum helstu apótekum. Tvöföld virkni Sex sinnum lengri ending Thealoz Duo® er ný aðferð við meðhöndlun augnþurrks sem sækir innblástur beint til náttúrunnar. Til þess að koma jafnvægi á tárafilmuna notum við náttúrulegu efnin trehalósa sem verndar frumurnar á yfirborði hornhimnunnar og hýalúronsýru sem smyr yfirborð hornhimnunnar og gefur henni raka. Augnheilbrigði TREHALÓSI Finnst í mörgum jurtum og hjálpar þeim að þrífast við þurrar aðstæður. Trehalósi verndar frumurnar og gerir þeim kleift að starfa með fullum afköstum. HÝALÚRONSÝRA Er að finna í augunum og hefur einstaka getu til að binda vatn. Hjálpar til við að smyrja og viðhalda táravökvanum á yfirborði augans. Án rotvarnarefna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.